Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 66

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 66
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á 2 0 0 8 • 2 66 staklega þegar verðbólguhorfur eru mjög óvissar. Í ársáætlun lánamála fyrir árið 2008 er áformað að gefa út ríkisbréf í fl okki RIKB 19 0226 fyrir 35 ma.kr. Í áætluninni var gert ráð fyrir að markmiðinu yrði náð í 6 mánaðarlegum útboðum þar sem síðasta útboðið yrði haldið í júní. Nú er búið að selja rúma 29 ma.kr. að nafnverði í fl okknum og því líklegt að a.m.k. eitt útboð þurfi í viðbót til að ná markmiðinu. Til þess að svara eftirspurn eftir ríkisbréfum hefur fyrirgreiðsla í formi verðbréfalána til aðalmiðlara verið aukin smám saman. Verðbréfa- lán til aðalmiðlara stuðla að virkari verðmyndun á skuldabréfamarkaði þar sem aðalmiðlarar eiga kost á að skortselja viðkomandi bréf gegn því að leggja fram önnur bréf til tryggingar. Nú eiga 7 aðalmiðlarar kost á því að fá lánað allt að 7 ma.kr. í styttri markfl okkum ríkisverð- bréfa miðað við 4 ma.kr. í upphafi árs. Aðalmiðlarar hafa nýtt sér þessa fyrirgreiðslu í ríkum mæli. Meðalstaða verðbréfalána til aðalmiðlaranna þrefaldaðist á aðeins fjórum mánuðum. Meðalstaðan var 40 ma.kr. í janúar en var komin í 120 ma.kr. í maí. Lán Seðlabankans gegn veði hafa aukist mikið frá áramótum og frá aprílbyrjun hefur staða þeirra ekki farið niður fyrir 350 ma.kr. Hluta aukningarinnar má rekja til útgáfu innstæðubréfafl okks í lok mars. Þá minnkaði krónustaðan á markaði um 75 ma.kr. Á móti kom að reglum um bindiskyldu fjármálafyrirtækja var breytt í lok mars með það fyr- ir augum að reglurnar væru í nánara samræmi við reglur evrópska seðlabankans. Í nýju reglunum eru innstæður erlendra útibúa íslenskra banka teknar út úr bindigrunni en það hefur þau áhrif að auka lausar eignir viðkomandi fjármálafyrirtækja í erlendri mynt. Í kjölfarið hafði bindiskylda fjármálafyrirtækja lækkað um nálægt 20 ma.kr. tveimur mánuðum eftir að reglum var breytt. Innstæður ríkissjóðs í Seðlabankanum hafa aukist jafnt og þétt það sem af er árinu en sveifl ast nokkuð (sjá mynd 7). Krónan áfram undir þrýstingi Velta á gjaldeyrismarkaði náði sögulegu hámarki í mars sl. þegar hún nam 1.212 ma.kr. Veltan hefur minnkað umtalsvert síðan og var hún tæplega 559 ma.kr. í maí, en fyrstu þrjár vikur júní nam veltan um 420 ma.kr. Gengi krónunnar hefur fl ökt mikið undanfarna mánuði. Hinn 23. júní mældist vísitala gengisskráningar 164,27 stig sem er hæsta gildi vísitölunnar frá því að skráning hófst og hafði krónan þá veikst um 5,8% frá byrjun apríl og rúmlega 35% frá byrjun árs. Hæst mældist vísitalan 170,46 stig í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði innan dags 23. júní. Framvirk staða bankanna á gjaldeyrismarkaði nam um 840 ma.kr. í lok maí og hafði lækkað verulega frá lokum mars þegar hún nam um 1.154 ma.kr. Lækkunin er vísbending um að dregið hafi úr stöðutöku með krón unni og/eða innlendir aðilar hafi skuldbreytt erlendum lánum. Hinn 1. júlí tóku gildi nýjar reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja. Meginbreytingin frá fyrri reglum er að misvægi á milli gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrirtækja skal mest nema 10% af eigin fé hverju sinni en það gat verið allt að 30% í fyrri reglum. Lægra misvægi, sem nýju reglurnar fela í sér, er ætlað að draga úr áhættu og stuðla að virkari verðmyndun gjaldeyris á millibankamarkaði. Seðlabankinn getur áfram veitt fjármálafyrirtækjum með umsvifamikla Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 6 Ávöxtun ríkisbréfa Daglegar tölur 1. febrúar 2007 - 20. júní 2008 % RIKB 08 0613 RIKB 08 1212 RIKB 09 0612 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 f m m j j s o d j m a j 2007 2008 a á n f m RIKB 10 0317 RIKB 13 0517 RIKB 19 0226 Mynd 7 Veðlán, innstæðubréf, staða ríkissjóðs og álögð bindiskylda Vikulegar tölur 4. júlí 2007 - 18. júní 2008 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2007 2008 0 40 80 120 160 200 240 280 320 360 400 440 Veðlán Staða ríkissjóðs Álögð bindiskylda, bundin innlán, innstæðubréf og staða ríkissjóðs Mynd 8 Framvirk staða banka á millibankamarkaði með gjaldeyri Staða í lok mánaðar janúar 2007 - maí 2008 Ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 20082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.