Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 59 Vandinn við val á gengisfyrirkomulagi fyrir lítil, ört vaxandi opin hagkerfi með frjálst flæði fjármagns Lettneska hagkerfi ð hefur vaxið með gífurlegum hraða undanfarin ár, verg landsframleiðsla á föstu verðlagi jókst um rúmlega 10% árið 2007 og rúmlega 12% árið 2006. Fyrir því má færa rök að fastgengis- stefna henti illa landi í svo hraðri þróun. Hún felur í sér, þegar gengið er bundið við gjaldmiðla þróaðra ríkja með minni hagvöxt, að nafnvextir verða lágir miðað við vöxt landsframleiðslunnar. Hækkun hlutfallslegs verðlags eða raungengis, sem er óhjákvæmileg þegar lönd efnast (svo- kölluð Balassa-Samuelsson-áhrif), kemur þá fram í hækkun verðlags í stað gengishækkunar. Stýrivextir Seðlabanka Lettlands hafa verið 6% frá því í maí 2007, en voru í kringum 3-5% frá árinu 1997. Í því felst að raunvextir í Lettlandi hafa verið neikvæðir síðan árið 2004, þegar verðbólga þar í landi komst aftur á skrið. Neikvæðir raunvextir hafa ýtt undir gífurlegan vöxt útlána, sem kynti undir innlendri eftirspurn, verðbólgu og viðskiptahalla. Hækkun raungengis mun hins vegar að lokum hægja á vexti og lægja öldur verðbólgunnar er fram líða stundir að því gefnu að fastgengið bresti ekki. Um það er hægt að efast í ljósi viðskiptahallans, en á móti kemur að bakhjarl fastgengisstefnunnar er öfl ugri í Lettlandi en hann var á fastgengistíma num á Íslandi, því að fast gengi lettneska latsins er hluti af tvíhliða samkomulagi við evr- ópska seðlabankann. Einnig er gjaldeyris forði Lettlands nokkuð mikill, eða jafn stór og peningamagn í umferð. Algengt er í löndum með myntráð, eins og í nágrannaríkjunum Eistlandi og Litháen, að seðla- bankinn sé skyldugur til að viðhalda svo miklum gjaldeyrisforða. Mik- ill gjaldeyrisforði gerir Seðlabanka Lettlands mun auðveldara fyrir að halda gengi latsins föstu og byggir upp traust á gjaldmiðlinum því að auðveldara er að forðast áhlaup spákaupmanna. Hinn kosturinn í stjórn peningamála er sjálfstætt fl jótandi gjald- miðill með verðbólgumarkmiði. Smáríki sem velja slíka umgjörð standa þó frammi fyrir þeim vanda að gengissveifl ur eru líklegar til að hafa mun meiri áhrif á innlent verðlag en í stærri ríkjum. Baráttan við verðbólguna á Íslandi Peningamálastjórn á Íslandi byggðist áratugum saman á ýmiss konar fastgengisstefnum sem fylgt var eftir með mistrúverðugum hætti. Fastgengisstefnan var komin í þrot árið 2001 og því var gengi krón- unnar sett á fl ot og verðbólgumarkmiðið tekið upp. Á undanförnum árum hefur Seðlabanki Íslands beitt ströngu peningalegu aðhaldi til að reyna að stemma stigu við verðbólgunni. Það hefur þó ekki gengið sem skyldi, eins og ítarlega hefur verið fjallað um á þessum vettvangi. Vandinn er því hinn sami og í Lettlandi þótt aðferðirnar við að ráða bót á honum séu ólíkar. Í báðum löndum er líklegt að erfi tt tímabil aðlög- unar sé framundan og verður fróðlegt að bera saman hvernig lönd- unum reiðir af, þótt að ýmsu leyti sé ólíku saman að jafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.