Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 17 III Fjármálaleg skilyrði Frá útgáfu síðustu Peningamála hefur aðhald peningastefnunnar minnkað metið út frá flestum mælikvörðum raunstýrivaxta en auk- ist sé litið til framboðs lánsfjár. Gengi krónunnar hefur haldist lágt frá því í mars og vextir á gjaldeyrisskiptamarkaði eru enn mjög lágir og vaxtamunur á stystu samningunum því lítill sem enginn. Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er nú lægra en það var þegar það náði sögulegu hámarki undir lok mars þrátt fyrir að hafa hækkað á ný í júní. Ríkistjórnin tilkynnti nýlega um sérstakar aðgerðir á fast- eigna- og fjármálamarkaði. Meðal þess sem þar var ákveðið er 75 ma.kr. viðbótarútgáfa stuttra ríkisbréfa. Einnig var tilkynnt um rýmkun lánsskilyrða Íbúðalánasjóðs og útgáfu tveggja nýrra lánaflokka hjá sjóðnum, annars vegar til endurfjármögnunar íbúðalána lánastofnana, sem þegar hafa verið veitt, og hins vegar til fjármögnunar á nýjum íbúðalánum þeirra. Lánsframboð hefur verið af skornum skammti og óvíst er hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu hafa þar á. Raunstýrivextir hafa lækkað Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa lækkað um rúmlega 3,8 prósentur frá útgáfu síðustu Peningamála þrátt fyrir 0,5 prósentna hækkun stýrivaxta samhliða þeirri útgáfu. Stafar það af mikilli verð- bólgu í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar á fyrsta fjórðungi ársins. Raunstýrivextir miðað við verðbólguálag ríkisbréfa hafa hækkað frá útgáfu síðustu Peningamála. Má það líklega að nokkru leyti rekja til aukinnar eftirspurnar erlendra aðila eftir stystu óverðtryggðu ríkisbréf- unum sökum þrenginga á vaxtaskiptamarkaði. Miðað við verðbólgu- væntingar almennings höfðu raunstýrivextir í upphafi júní lækkað um 1,1 prósentu frá síðustu könnun sem gerð var um miðjan mars en lækkað um rúmlega 3,1 prósentu miðað við verðbólguvæntingar fyrir- tækja. Miðað við verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði hækkuðu raunstýrivextir aftur á móti á nokkurn veginn sama tímabili um tæplega 1,2 prósentur. Út frá þessum mælikvörðum, nema þeim síðastnefnda, má álykta að aðhald peningastefnunnar hafi minnkað umtalsvert á undanförnum mánuðum. Aftur á móti hefur aðhald peningastefnunnar aukist á flesta aðra mælikvarða. Framboð lánsfjár hefur t.d. haldið áfram að minnka og álag á grunnvexti hefur hækkað. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og nýleg vaxtalækkun Íbúðalánasjóðs vega þó þar á móti. Vænst er hárra stýrivaxta út þetta ár Út frá framvirkum vöxtum á skuldabréfamarkaði og vöxtum skipta- samninga má draga þá ályktun að fjárfestar gera nú ráð fyrir að stýri- vextir lækki hægar á þessu ári. Að öðru leyti gera þeir ráð fyrir svipuðu lækkunarferli og áður en síðasta stýrivaxtaspá Seðlabankans birtist í Peningamálum. Aukin eftirspurn erlendra fjárfesta eftir stystu óverð- tryggðu ríkisskuldabréfunum hefur þó eflaust umtalsverð áhrif og torveldar túlkun á þróun framvirkra vaxta sem og breytingar á vænt- ingum til framvindu stýrivaxta. Ávöxtunarkrafa þessara bréfa hefur lækkað að undanförnu þrátt fyrir hækkun stýrivaxta og út frá spám markaðsaðila má lesa að þeir geri ráð fyrir að aðhald peningastefn- Mynd III-1 Raunstýrivextir1 Vikulegar tölur 6. janúar 2004 - 1. júlí 2008 Raunstýrivextir m.v.: verðbólgu verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 verðbólguálag ríkisskuldabréfa3 verðbólguvæntingar almennings verðbólguvæntingar fyrirtækja verðbólguvæntingar sérfræðinga á fjármálamarkaði 1. Stýrivöxtum hefur verið umbreytt í ávöxtun. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 3. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Verðbólgu- væntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 2008200720052004 2006 1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. Gengi krónunnar miðast við vísitölu meðalgengis, víða viðskiptavog. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-2 Verðbólguvæntingar og gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu1 Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 1. júlí 2008 % Janúar 2000 = 100 Gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu (h. ás) Verðbólguálag ríkisskuldabréfa (v. ás) 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 2008200720062005 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd III-3 Stýrivextir Seðlabankans samkvæmt framvirkum vöxtum og stýrivaxtaspá í PM 2008/1 1. ársfj. 2008 - 1. ársfj. 2011 Stýrivaxtaspá PM 2008/1 Framvirkir vextir 18.3.2008 Framvirkir vextir 3.4.2008 % Framvirkir vextir 28.5.2008 Framvirkir vextir 27.06.2008 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘11201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.