Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
40
Hagstofa Íslands notar þriggja mánaða hlaupandi meðaltal til að
mæla markaðsverð húsnæðis. Áhrifin af lækkun húsnæðisverðs eru því
nokkurn tíma að skila sér í mældri verðbólgu auk þess sem lítil velta
gerir mælingar á fasteignaverði vandasamari þar sem stuðst er við svo
fáa kaupsamninga. Einnig eru áhrif íbúðaverðslækkunar vegin upp af
áhrifum hækkunar raunvaxta á húsnæðisliðinn. Þau hafa numið rúmri
prósentu sl. tólf mánuði en fara nú minnkandi. Greidd húsaleiga hefur
hækkað um rúm 16% sl. tólf mánuði og hefur undanfarna mánuði
hækkað meira en kostnaður vegna eigin húsnæðis. Háir vextir, skertur
lánsfjáraðgangur og mikil verðbólga gera húsnæðiskaup síður fýsileg
og auka því eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Það gæti leitt til þess að
húsaleiga hækki enn frekar. Aftur á móti eykst einnig framboð leigu-
húsnæðis við þessar aðstæður þegar illa gengur að selja húsnæði.
Aukinn kostnaður vegna viðhalds húsnæðis hefur einnig dregið úr
hjöðnun húsnæðisverðbólgunnar.
Áhrif gengislækkunar krónunnar á verðlag innfluttrar vöru voru
hröð og mikil
Gengi krónunnar lækkaði verulega í mars og aftur í júní en í millitíð-
inni var gengisflökt nokkuð mikið. Að meðaltali var gengi krónunnar
14% lægra á öðrum fjórðungi þessa árs en á fyrsta ársfjórðungi og
um miðjan júní var það tæplega 30% lægra en á sama tíma fyrir ári.
Meginskýringin á meiri verðbólgu undanfarna mánuði en spáð var í
síðustu Peningamálum eru miklu meiri og hraðari gengis áhrif en búist
var við og söguleg fordæmi gáfu til kynna. Verðlag innfluttrar vöru
hefur hækkað um rúmlega 15% sl. tólf mánuði, þar af u.þ.b. 9½%
síðan í mars.2
Ýmsar ástæður geta legið að baki þessum miklu gengisáhrifum
(sjá rammagrein VIII-1). Gengisbreytingin er mjög mikil og lakar horf-
ur á að hún gangi fyllilega til baka í bráð. Ef kaupmenn telja að geng-
islækkunin sé að mestu leyti varanleg eru þeir líklegri til að hleypa henni
í auknum mæli út í verðlag. Gífurleg hækkun orku- og hrávöruverðs
á heimsmarkaði hefur síðan magnað áhrifin. Hráolíu- og matvælaverð
hefur aldrei verið hærra og hefur matvöruverð hér á landi hækkað um
16½% sl. tólf mánuði og eldsneytisverð um rúm 42%.3 Innlendur
kostnaður vegur nokkuð þungt í verðlagningu innfluttrar vöru. Ýmis
innlendur kostnaður, t.d. launa- og húsnæðiskostnaður hækkaði veru-
lega í fyrra, en sterkt gengi krónu vó á móti. Kostnaðurinn kemur því
ekki fram fyrr en gengið fellur umtalsvert. Þegar stöðugar hreyfingar
eru á verðlagi kann verðskyn neytenda einnig að dofna ásamt því
að verðbólguvæntingar aukast. Það auðveldar fyrirtækjum að koma
auknum kostnaði út í vöruverð. Samspil þessara og fleiri þátta kann
að hafa leitt til þess að áhrif gengislækkunarinnar á verðlag urðu meiri
en söguleg reynsla gaf vísbendingu um.
Mikill þrýstingur á verðlag þjónustu
Þjónustuverðbólga hefur aukist mikið undanfarna mánuði. Í júní
hafði verðlag almennrar þjónustu hækkað um 9% frá því fyrir ári,
2. Síðastliðna tólf mánuði hefur verð innfl uttrar mat- og drykkjarvöru hækkað um 23% og
verð nýrra bíla og varahluta um 17%.
3. Hér er átt við almennt matvöruverð þ.e. bæði innlenda framleiðslu og innfl uttar vörur.
0
5
10
15
20
2008200720062005200420032002
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Heimild: Hagstofa Íslands.
Mynd VIII-4
Verðlagsþróun: húsnæði og þjónusta
janúar 2002 - júní 2008
Húsnæði
Almenn þjónusta
Opinber þjónusta
80
100
120
140
160
180
200
220
240
‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Mars 1997 = 100
Mynd VIII-5
Innflutningsgengi og verðlag innfluttrar
vöru mars 1997 - júní 2008
Heimild: Hagstofa Íslands.
Bensín
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Nýir bílar og varahlutir
Dagvara
Gengisvísitala fyrir vöruinnflutning
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
14
16
18
20082007200620052004200320022001
Mynd VIII-6
Vöruverð janúar 2001 - júní 2008
Heimild: Hagstofa Íslands.
12 mánaða breyting vísitölu (%)
Innfluttar vörur án áfengis og tóbaks
Innlendar vörur án búvöru og grænmetis
Dagvara