Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 48 leyti og eru því fólgnir í grunnspánni nú, en töluverð hætta er á að áhrifin verði enn meiri. Einnig var talið að samdráttur í byggingariðn- aði gæti orðið hraðari og meiri en fólst í aprílspánni og atvinnuleysi ykist meira. Samdráttur íbúðafjárfestingar virðist koma hraðar fram, samkvæmt tölum fyrir fyrsta ársfjórðung, en spáð var í apríl. Þá voru taldar töluverðar líkur á að miðlun peningastefnunnar yrði hraðari og að drægi fyrr úr verðbólgu en í grunnspánni. Stýrivextir hefðu þá getað lækkað fyrr. Miðlun peningastefnunnar hefur að því leyti verið veikari en reiknað var með í síðustu spá, að millibankamarkaður og markaður fyrir skiptasamninga hafa ekki virkað sem skyldi, auk þess sem vaxta- myndun á skuldabréfamarkaði hefur ekki verið með eðlilegum hætti vegna skorts á skuldabréfum á stutta enda vaxtarófsins. Þetta hefur leitt til þess að gengi krónunnar hefur lækkað og ýtt undir verðbólgu. Á hinn bóginn hefur áfram dregið úr framboði lánsfjár. Sérstaklega markmið á þriðja ársfjórðungi 2010 og verði lítillega undir markmiði í lok spátímans. Verðbólgan eykst síðan á ný og er aftur komin í mark- mið í lok árs 2011. Áhrif á stýrivaxtaferil grunnspárinnar Með versnandi verðbólguhorfum dregur úr aðhaldsstigi peninga- stefnunnar að öðru óbreyttu, þ.e.a.s. raunstýrivextir lækka. Á móti vegur að aðstæður á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum hafa versnað og leitt til þess að fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja hafa líklega versnað þrátt fyrir lægri raunstýrivexti (sjá kafl a III). Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að stýrivextir yrðu hæstir 15,75% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Bankastjórn Seðla- bankans ákvað að hækka stýrivexti í 15,5% við útgáfu síðustu Pen- ingamála og halda þeim óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi 22. maí sl. Til að varpa ljósi á hvort stýrivaxtaferill síðustu Peningamála hefði dugað til að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma er miðað við stýrivexti sem ná hámarki í 15,5%, en fylgja vaxtaferli síðustu Peningamála frá fjórða ársfjórðungi (stýrivaxtaferill apríl- spárinnar gefur nánast sömu niðurstöðu). Eins og sjá má á mynd 4 hjaðnar verðbólga heldur hægar en í grunnspánni og nær lágmarki í um 3% snemma árs 2011, er hún tekur aftur að aukast. Verðbólgu- markmiðið myndi því ekki nást innan spátímans og hætta væri á að verðbólga tæki aftur að aukast í lok hans. Stýrivaxtastig síðustu spár hefði því ekki dugað til að veita verðbólguvæntingum nægilega trausta kjölfestu. Samkvæmt stýrivaxtaferli grunnspár haldast stýrivextir óbreyttir í 15,5% fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir lækka tiltölulega hægt fram á mitt næsta ár, en með vaxandi hraða eftir það. Þeir haldast þó töluvert hærri en í aprílspánni fram á mitt ár 2010 en enda í svipaðri stöðu. Í lok spátímans eru stýrivextirnir líklega aðeins undir hlutlausri stöðu. Stýrivaxtaferill nýrrar grunnspár er þó innan 50% líkindadreif- ingar síðustu spár meginhluta spátímabilsins (sjá mynd 5). Mynd 4 Verðbólga Grunnspá og spá með stýrivöxtum PM 2008/1 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Verðbólguspá með stýrivöxtum PM 2008/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 2011201020092008 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá 2008/1 Mynd 5 Stýrivextir Grunnspá og óvissumat PM 2008/1 ásamt grunnspá PM 2008/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Grunnspá 2008/2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2006 2007 2008 2009 2010 ‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.