Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 42 Verðbólga hefur mælst mun meiri undanfarna mánuði en spáð var í síðustu Peningamálum. Að miklum hluta má skýra það með meiri áhrifum gengislækkunar krónunnar en nýleg söguleg reynsla gefur til kynna. Stærð, hraði og varanleiki gengisbreytingar getur mögulega haft áhrif á hve mikil gengisáhrifi n verða. Gengi krónunnar lækk- aði snarpt um miðjan mars sl. og var í lok fyrsta ársfjórðungs u.þ.b. 25% lægra en ári áður. Eins og sjá má á mynd 1 hefur mikið fl ökt verið á gengisvísitölunni síðan þá. Gengið hefur þó haldist mjög lágt og um miðjan júní lækkaði það enn frekar. Verðhækkun innfl uttrar vöru skýrir nú mikinn hluta verðbólgunnar í stað hækkunar húsnæð- isverðs áður. Gengissveifl ur hafa töluverð áhrif á verðbólgu hér á landi ... Áhrif gengissveifl na á innlent verðlag og verðbólgu eru iðulega met- in með svokölluðum ,,gengisleka” (e. exchange rate pass-through), þ.e. mati á því hvaða áhrif varanleg gengislækkun af ákveðinni stærð hafi á verðlag og verðbólgu yfi r tíma. Tafl a 1 sýnir mat á gengis- lekanum hér á landi með þremur líkönum: einföldu kostnaðarlíkani, VAR-líkani á kerfi sformi og þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM). Sýnd eru áhrif 10% varanlegrar gengislækkunar á ársverðbólgu. Tvö fyrstnefndu líkönin eru einnig endurmetin yfi r styttra tímabil til að kanna hvort gengislekinn hafi minnkað eins og reyndin virðist vera í öðrum löndum (sjá t.d. Gagnon og Ihrig, 2004). Eins og sjá má skilar 10% varanleg gengislækkun sér í um 2½-3 prósentum meiri ársverðbólgu um ári eftir gengislækkunina sam- kvæmt kostnaðarlíkaninu og VAR-líkaninu. Áhrifi n eru nánast horfi n eftir tvö ár. Þau virðast hins vegar hafa minnkað þegar líkönin eru endurmetin frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar í samræmi við reynslu annarra landa. Þjóðhagslíkan Seðlabankans (sem er einnig metið yfi r styttra tímabilið) skilar svipuðum niðurstöðum: verðbólga er um 1½ prósentu meiri um hálfu ári eftir gengislækkunina og um 1 prósentu meiri eftir eitt ár en áhrifi n eru nánast horfi n eftir tvö ár. ... og virðast áhrifi n vera meiri hér en víðast hvar annars staðar Gengisáhrif virðast vera meiri hér á landi en í fl estum stærri þróuð- um löndum. Samkvæmt ofangreindu mati er verðlag um 4% hærra tveimur árum eftir gengisskellinn, sé miðað við kostnaðarlíkanið eða VAR-líkanið. Í rannsókn Þórarins G. Péturssonar (2008) kemur t.d. fram að sambærileg áhrif á evrusvæðinu séu um 2% að meðaltali og að þau séu hverfandi í Bandaríkjunum. Miðað við styttra tímabil eða QMM-líkanið hafa áhrifi n heldur minnkað og eru um 2% en þau hafa einnig minnkað í öðrum löndum og eru því áfram töluvert meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Rammagrein VIII-1 Áhrif gengisbreytinga á verðbólgu Mynd 1 Gengi krónunnar1 Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 1. júlí 2008 Janúar 2000 = 100 1. Vísitala meðalgengis miðað við víða vöruskiptavog. Heimild: Seðlabanki Íslands. 100 110 120 130 140 150 160 170 20082007 Samtíma- Eftir Eftir Eftir Eftir Eftir áhrif 1 ársfj. 2 ársfj. 3 ársfj. 1 ár 2 ár Kostnaðarlíkan1 0,8 (0,6) 2,2 (1,6) 2,9 (1,8) 3,3 (1,9) 2,6 (1,3) 0,0 (0,2) VAR-líkan2 0,8 (0,8) 2,5 (1,5) 2,9 (1,7) 3,5 (2,0) 3,2 (1,3) 0,7 (0,0) QMM-líkanið3 0,4 (0,4) 1,1 (1,1) 1,3 (1,3) 1,4 (1,5) 1,1 (1,2) 0,1 (0,6) 1. Einfalt kostnaðarlíkan (e. cost-push model) þar sem verðbólga ræðst af eigin tímatöfum, tímatöfum launa- breytinga og breytinga á innfl utningsverðlagi í innlendri mynt metið fyrir tímabilið 1961-1990 (sjá Guðmund Guðmundsson, 1990). Tölur í sviga eru endurmat fyrir tímabilið 1992-2008. 2. VAR-líkan á kerfi sformi sem inniheldur innlenda og erlenda verðbólgu, gengisbreytingar, skammtímavexti og framleiðsluspennu var metið fyrir tímabilið 1985-2005 (sjá Þórarinn G. Pétursson, 2008). Tölur í sviga eru endurmat fyrir tímabilið 1990-2005. 3. Áhrif út frá þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM) þar sem peningastefnan bregst við í sam- ræmi við einfalda Taylor-reglu. Tölur í svigum eru áhrif án peningastefnuviðbragða. Tafl a 1 Áhrif 10% varanlegrar gengislækkunar á ársverðbólgu (prósentufrávik frá grunndæmi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.