Peningamál - 01.07.2008, Side 41

Peningamál - 01.07.2008, Side 41
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 41 sem er mesta árshækkun síðan vorið 2002. Áhrif launahækkana, sem áður voru vegin upp af sterku gengi, hafa því komið fram af fullum þunga. Hækkun lægstu launa í kjölfar kjarasamninga kann einnig að hafa sérstaklega mikil áhrif í þjónustugeiranum. Annar aðfangakostn- aður hefur einnig hækkað mikið í kjölfar gengislækkunarinnar. Þessi áhrif eru enn ekki komin fram að fullu. Aukin þjónustuverðbólga hefur ekki einskorðast við fáeina flokka heldur komið fram í flestum greinum almennrar þjónustu. Innlend eftirspurn hefur haldist nokkuð sterk þar til nýlega og gert fyrirtækjum kleift að hleypa stórum hluta kostnaðaraukans út í verðlag. Líklegt er að reyni á forsenduákvæði kjarasamninga á næsta ári og leiði niðurstaða endurskoðunarinnar til launahækkana gæti verðlag þjónustu haldið áfram að hækka verulega (sjá kafla VI). Verðbólguvæntingar hafa verið sveiflukenndar Verðbólguvæntingar hafa verið mjög sveiflukenndar undanfarna mánuði. Þær hækkuðu verulega í kjölfar gengislækkunar krónunnar í mars samhliða óróa á fjármálamörkuðum og vaxandi áhættuálagi. Á tímabilinu 8. apríl til 1. júlí nam verðbólguálag á skuldabréfamarkaði að meðaltali 5,6% og hafði lækkað nokkuð frá því í byrjun apríl (sjá mynd VIII-7). Miðað við mun á framvirkum óverðtryggðum og verð- tryggðum vöxtum standa væntingar um tólf mánaða verðbólgu eftir tvö ár í tæplega 6%. Væntingar um meðalverðbólgu á næstu fimm árum náðu hámarki í 7% um miðjan maí sl. en hafa lækkað nokkuð síðan. Væntingar um verðbólgu til mjög langs tíma hafa einnig aukist verulega þótt þá sé horft framhjá núverandi verðbólguþrýstingi (sjá mynd VIII-8). Samkvæmt könnun meðal sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerð var um miðjan júní sl. bjuggust þeir við meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en í sambærilegri könnun í apríl (sjá viðauka 2). Meðalspá sérfræðinganna hljóðar upp á rúmlega 11% verðbólgu á þessu ári eða tveimur prósentum meira en þeir spáðu í apríl. Þeir búast við tæplega 5% verðbólgu á árinu 2009 samanborið við 4,3% í síðustu könnun. Spá fyrir árið 2010 er svipuð og síðast en greinendur vænta að verðbólga verði þá að meðaltali 3,3%. Verðbólguvæntingar almennings jukust töluvert í könnun sem gerð var í maí sl. Almenningur gerði ráð fyrir að verðbólga á næstu tólf mánuðum yrði 10% samanborið við 7% í mars sl. Í könnun meðal stærstu fyrirtækja landsins í júní námu verðbólguvæntingar fyrirtækja til eins árs einnig 10% og höfðu aukist úr 5% í mars. % Mynd VIII-7 Verðbólguvæntingar Vikulegar tölur 7. janúar 2003 - 1. júlí 2008 1. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og RIKS 15 1001. 2. Verðbólguálag reiknað út frá ávöxtunarkröfu RIKB 13 0517 og HFF150914. 3. Verðbólguvæntingar almennings, fyrirtækja og sérfræðinga á markaði miðast við verðbólgu eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. Verðbólguálag ríkisskuldabréfa1 Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja3 Verðbólguspár sérfræðinga á fjármálamarkaði3 Verðbólguvæntingar almennings3 . 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 200820072006200520042003 Verðbólguálag ríkisskuldabréfa2 Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar m.v. mun á óverð- tryggðum og verðtryggðum vöxtum1 Daglegar tölur 10. janúar 2005 - 24. júní 2008 % Meðalverðbólga á næstu 5 árum Meðalverðbólga á næstu 10 árum Meðalverðbólga til 5 ára eftir 5 ár Verðbólgumarkmið Seðlabankans 1. Væntingar um meðalverðbólgu á tímabilinu. Guli ferillinn sýnir væntingar um meðalverðbólgu til næstu fimm ára eftir fimm ár. Allir ferlarnir eru birtir sem fimm daga hreyfanlegt meðaltal. Heimild: Seðlabanki Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 2008200720062005 % Mynd VIII-9 Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði um verðbólgu milli ársmeðaltala1 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 ‘08200720062005200420032002 * * * * 2002 2003 2004 1. Punktar sýna raunverulega verðbólgu hvers árs. Heimild: Seðlabanki Íslands. 2005 2006 2007 2008 2009 2010 * *

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.