Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 24 Samkvæmt spánni verður einkaneysla u.þ.b. 15½% minni árið 2010 en hún var í fyrra. Það er verulegur samdráttur en verður að skoða í samhengi við mikinn vöxt einkaneyslu undangengin ár, sem nam t.d. 13% á árinu 2005 einu (sjá einnig töflu IV-1). Mögulegt er að einka- neysla taki fyrr við sér, t.d. ef aðlögun efnahagslífsins gengur hraðar fyrir sig en hér er gert ráð fyrir eða ef stærri hluti aðlögunarinnar á sér stað í gegnum fjárfestingu en í grunnspánni. Stóriðjufjárfesting og opinberar framkvæmdir færast í aukana ... Í grunnspánni er gert ráð fyrir að almenn fjárfesting eigi erfitt upp- dráttar en stóriðjufjárfesting og fjármunamyndun hins opinbera sæki í sig veðrið. Gert er ráð fyrir að opinber fjárfesting aukist í takt við vaxandi vísbendingar um samdrátt í efnahagslífinu og verði meiri en í aprílspánni. Stóriðjufjárfesting verður umfangsmeiri næstu misserin Í þessari rammagrein er greint frá helstu breytingum á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2008/1 en í rammagrein IX-1 er fjallað um breyt- ingar á spá um verðbólgu og drifkrafta hennar. Í megindráttum er dregin upp svipuð mynd af aðlögun efnahagslífsins og í Peninga- málum 2008/1. Innlend eftirspurn er aðeins veikari þar sem einka- neysla, íbúðafjárfesting og almenn atvinnuvegafjárfesting dragast meira saman en í síðustu spá. Umfangsmeiri framkvæmdir í stór- iðju og vaxandi fjárfesting hins opinbera vega að hluta upp á móti samdrættinum. Hagvaxtarhorfur eru verri fyrir yfi rstandandi ár, en áþekkum samdrætti er spáð á árunum 2009 og 2010 og í apríl- spánni. Stýrivextir þurfa að haldast lengur háir til að verðbólgumarkmiðið náist á sama ársfjórðungi og í síðustu spá Verðbólga er töluvert meiri en í síðustu spá og stýrivextir þurfa því að haldast háir lengur til að verðbólga og verðbólguvæntingar samrým- ast markmiði Seðlabankans innan ásættanlegs tíma. Verðbólgumark- miðinu er náð á sama ársfjórðungi og í síðustu spá. Samdráttur einkaneyslu er í lykilhlutverki aðlögunar efnahagslífsins að jafnvægi. Spáð er tæplega þremur prósentum meiri samdrætti en í aprílspánni. Samdrátturinn er knúinn áfram af sömu öfl um og í aprílspánni: lækkun ráðstöfunartekna og eignaverðs, vaxandi atvinnuleysi og versnandi fjármálalegum skilyrðum. Samdráttur kaupmáttar ráðstöf- unartekna er fi mm prósentum meiri en í síðustu spá. Helstu ástæður eru meiri verðbólga, hærri stýrivextir og þyngri greiðslubyrði skulda. Atvinnuleysi eykst hægar framan af spátímabilinu en nær engu að síður svipuðu stigi í lok tímabilsins. Einkaneysla og almenn fjárfesting dragast meira saman en stóriðjan og opinber fjárfesting vega upp á móti Gert er ráð fyrir að stóriðjufjárfesting verði um 55 ma.kr. meiri á spá- tímabilinu og vöxtur opinberrar fjármunamyndunar verði töluvert meiri. Samdráttur almennrar atvinnuvegafjárfestingar er hins veg- ar um fi mmtán prósentum meiri á spátímabilinu og íbúðafjárfest- ing dregst einnig sjö prósentum meira saman en í síðustu spá. Meiri samdráttur einkaneyslu vegur þyngra en minni samdráttur fjárfest- ingar og innlend eftirspurn dregst því aðeins meira saman en í síð- ustu spá, aðallega á þessu ári. Spá um útfl utning hefur ekki breyst svo nokkru nemur. Verri horfur í sjávarútvegi og áhrif gengislækk- unar krónunnar á almennan útfl utning vega hvort annað upp. Inn- fl utningur dregst meira saman í ár í takt við minni eftirspurn. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,1% á þessu ári í stað 2,2% vaxtar í aprílspánni. Horfur eru áþekkar fyrir árin 2009 og 2010. Rammagrein IV-1 Breytingar á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2008/1 Mynd 1 Þróun íbúðafjárfestingar 2005-2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Grunnspá PM 2008/1 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 20 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Mynd 2 Hagvöxtur 2005-2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Grunnspá PM 2008/1 -4 -2 0 2 4 6 8 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.