Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 50

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 50
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 50 Meiri líkur á að verðbólgu sé vanspáð ... Við mat á efnahagshorfum er horft til óvissumats grunnspárinnar ekki síður en til grunnspárinnar sjálfrar. Reiknuð er líkindadreifing fram- leiðsluspennu, gengis krónunnar, verðbólgu og stýrivaxta. Breidd lík- indadreifingarinnar varpar ljósi á hve mikil óvissan er og lögun hennar endurspeglar mat á því hvaða áhættuþættir eru taldir hafa yfirhöndina. Eins og grunnspáin sjálf er mat á óvissuþáttum hins vegar háð mikilli óvissu. Þetta á sérstaklega við um þróun ytri stærða og stjórnvalds- ákvarðanir sem geta haft veruleg áhrif á efnahagsframvinduna, t.d. ákvarðanir um stóriðjufjárfestingu. Eins og endranær ríkir mikil óvissa um þróun gengis krónunnar og endurspeglast það í líkindadreifingu spárinnar (sjá mynd IX-2). Til skamms tíma litið eru taldar meiri líkur á lægra gengi krónunnar heldur en hækkun þess umfram það sem reiknað er með í grunn- spánni. Raunverulegur vaxtamunur við útlönd á markaði fyrir gjald- miðlasamninga hefur horfið. Eftirspurn eftir krónum hefur því dregist verulega saman. Um miðbik spátímabilsins eru einnig taldar töluverðar líkur á að gengi krónunnar verði lægra en í grunnspánni en undir lok þess, þegar þjóðarbúskapurinn nálgast jafnvægi, verður dreifingin samhverf. Eins og áður hefur komið fram hefur óvissa um gengis- þróunina aukist frá aprílspánni. Búist er við því að framleiðsluspenna hverfi á seinni hluta árs 2009. Óvissumatið er sem fyrr skekkt upp á við á fyrri hluta spá- tímabilsins því að hætta er talin á að framleiðsluspenna sé vanmetin í sögulegum gögnum. Dreifingin verður hins vegar samhverf er líður á spátímabilið (mynd IX-3). Þar vegast á líkur á meiri samdrætti vegna veikari húsnæðismarkaðar og minni samdrætti vegna meiri launa- hækkana líkt og fráviksdæmin gefa til kynna. Einnig er nú birt mat á óvissu um sögulega þróun framleiðsluspennu sem endurspeglar óvissu vegna áðurnefndrar endurskoðunar á sögulegum gögnum og óvissu tengda matsaðferðum. Á mynd IX-4 má sjá að nokkrar líkur eru á því að verðbólga á næstu ársfjórðungum verði meiri en samkvæmt grunnspánni. Þar ráða mestu fyrrgreindar líkur á áframhaldandi gengislækkun krónunnar og meiri undirliggjandi kostnaðarþrýstingi. Í samræmi við aukna óvissu um gengisþróunina er talið að óvissa um verðbólguþróunina hafi auk- ist frá aprílspánni. Um helmingslíkur eru á að verðbólga verði á bilinu 1-5½% þegar verðbólgumarkmiðið næst samkvæmt grunnferlinum á þriðja ársfjórðungi 2010. Sáralitlar líkur eru á því að verðbólgumark- miðið náist fyrr en í byrjun árs 2010. ... og því talsverðar líkur á að þörf sé fyrir aðhaldssamari peningastefnu en felst í grunnspá Óvissa við mat á þjóðhags- og verðbólguhorfum endurspeglast í óvissu um hvernig stýrivaxtaferil þarf til þess að ná verðbólgumark- miðinu innan viðunandi tíma. Verði efnahagsframvindan eða miðlun peningastefnunnar með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í grunnspánni þurfa stýrivextir að taka mið af því. Þar sem verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð frá aprílspánni, sérstaklega til skamms tíma, þarf að halda vöxtum háum lengur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Stýrivextir verða að meðaltali 15,5% 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Mynd IX-2 Gengisvísitala Spátímabil 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2011 Heimild: Seðlabanki Íslands. 31/12 1991 = 100 Gengisvísitala 40 80 120 160 200 240 280 2006 2007 2008 2009 2010 2011 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Framleiðsluspenna Mynd IX-3 Framleiðsluspenna Spátímabil 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2011 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Mynd IX-4 Verðbólga Spátímabil 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2011 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Verðbólgumarkmið % Verðbólga -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.