Peningamál - 01.07.2008, Page 51

Peningamál - 01.07.2008, Page 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 51 fram að fyrsta fjórðungi 2009 er þeir taka smám saman að lækka. Vaxtalækkunarferlið hefst því um hálfu ári síðar en gert var ráð fyrir í apríl. Samkvæmt spánni nú haldast stýrivextir háir fram á árið 2010, en á seinni hluta þess árs eru þeir komnir í u.þ.b. hlutlausa stöðu. Í ljósi áhættumats grunnspárinnar eru hins vegar taldar töluverðar líkur á að hækka þurfi vexti enn frekar. Fyrra fráviksdæmið í rammagrein IX-2 styður þá ályktun, en samkvæmt því þurfa vextir að hækka enn frekar og lækka seinna en í grunnspánni. Seinna fráviksdæmið gefur hins vegar til kynna að vextir gætu lækkað hraðar á næsta ári verði samdrátturinn í efnahagslífinu meiri en í grunnspánni. Þar þarf peningastefnan þó að taka tillit til gagnstæðra áhrifa samdráttar á húsnæðismarkaði og gengislækkunar krónunnar á verðbólgu. Líkindadreifing stýrivaxtaferilsins hefur áþekka lögun og lík- indadreifing verðbólgu. Mynd IX-5 sýnir að verulegar líkur eru á að vextir verði á bilinu 15¼-16% að meðaltali á þriðja fjórðungi þessa árs. Á fjórða ársfjórðungi eru samsvarandi líkur á að vextir verði á bilinu 15-16½%. Þegar líða tekur á spátímabilið er óvissubilið orðið mjög breitt, sem undirstrikar mikla óvissu um framvindu efnahagsmála um þessar mundir. Rammagrein IX-2 Fráviksdæmi Breytingar á forsendum um þróun mikilvægra þátta efnahagslífsins og atburðir sem ekki er hægt að sjá fyrir valda því að raunveruleg efnahagsframvinda víkur stundum verulega frá spám. Því er mikil- vægt að meta hversu næmar niðurstöður eru fyrir frávikum lykil- stærða efnahagslífsins frá því sem gert er ráð fyrir í spám. Hugsanleg frávik eru vitanlega margvísleg, en reynt er að meta nánar helstu áhættuþættina hverju sinni í fráviksdæmum. Eins og í síðustu Peningamálum eru tveir helstu áhættuþættir grunnspárinnar taldir felast í óhagstæðari gengisþróun en gert er ráð fyrir í grunnspánni og samspili hennar við launaþróun annars vegar og snarpari samdrætti á innlendum íbúðamarkaði en reiknað er með í grunnspánni hins vegar. Frekari gengislækkun og hækkun launa gæti kallað á hærri stýrivexti Eins og rakið var í síðustu Peningamálum er töluverð hætta á að í hönd fari víxlverkun gengislækkana og launahækkana með alvar- legum afl eiðingum fyrir verðbólguhorfur og almennan stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Til að koma í veg fyrir slíkan vítahring var lögð áhersla á að peningastefnan þyrfti að grípa inn í til að skapa verð- bólguvæntingum nægilega trausta kjölfestu. Þau skilaboð eiga enn við. Með sama hætti og í apríl eru dekkri horfur um gengi krón- unnar í þessu fráviksdæmi og helst gengisvísitalan í um 170 stigum út þetta ár en fer þá heldur lækkandi og er á bilinu 150-160 stig það sem eftir lifi r spátímans. Einnig er gert ráð fyrir að laun hækki snemma á næsta ári um rúmlega 4 prósentur til viðbótar því sem gert er ráð fyrir í grunnspá til að bæta upp samdrátt kaupmáttar launa sem verður á þessu ári. Auðveldlega má færa rök fyrir enn meiri launahækkunum og í kjölfarið enn frekari veikingu gengis krónunn- ar þótt á móti vegi vaxandi atvinnuleysi og þeir háu stýrivextir sem felast í grunnspá. Eins og í sambærilegu fráviksdæmi í síðustu Peningamálum veldur samspil veikara gengis og meiri launahækkana aukinni verð - 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Stýrivextir Mynd IX-5 Stýrivextir Spátímabil 3. ársfj. 2008 - 2. ársfj. 2011 Heimild: Seðlabanki Íslands. % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2006 2007 2008 2009 2010 2011

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.