Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 12 verið undanfarin ár muni hafa aukin áhrif á hagvöxt á evrusvæðinu. Á árinu 2009 er búist við svipuðum hagvexti og í ár þar sem þessir neikvæðu þættir verða enn til staðar. Fyrsti ársfjórðungurinn í Japan kom á óvart. Eins og stundum áður leiddi aukinn útflutningur til þess að hagvöxtur jókst, þvert á spár, þrátt fyrir minnkandi útflutning til Bandaríkjanna. Hagvaxtarspár fyrir Japan hafa eigi að síður haldið áfram að lækka eins og annars staðar. Hægari hagvöxtur víðast hvar og hækkandi jen mun að lík- indum draga úr útflutningi Japana á næstunni. Í Bretlandi var hagvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins hinn minnsti í þrjú ár. Óhagstæðari fjármálaskilyrði, eftir tímabil hækkandi skulda- hlutfalls, og versnandi ástand á húsnæðismarkaði munu draga úr vexti einkaneyslu. Búist er við að hagvöxtur fyrir árið í heild verði hinn minnsti í sextán ár. Á næsta ári er búist við að hagvöxtur verði áfram lítill og atvinnuleysi aukist. Gert er ráð fyrir að niðursveiflan á húsnæðismarkaði muni áfram hafa neikvæð áhrif á einkaneyslu. Á Norðurlöndunum er einnig spáð minnkandi hagvexti í ár. ... en áfram kraftur í nýmarkaðsríkjum Nýmarkaðsríki Asíu hafa verið helsta driffjöður hagvaxtar í heiminum undanfarin ár. Kröftugur hagvöxtur hefur verið í Kína og á Indlandi, þrátt fyrir óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, þótt lítið eitt hafi hægt á vextinum undanfarið. Vaxandi innlend eftirspurn vegur að nokkru leyti á móti minnkandi eftirspurn frá Bandaríkjunum og Evrópu. Verðbólga fer vaxandi víða um heim Á evrusvæðinu hefur verðbólga ekki verið jafn mikil síðan Efnahags- og myntbandalag Evrópu var stofnað í janúar 1999. Í júní var verð bólgan 4% samkvæmt bráðabirgðatölum, sem er töluvert yfir verð bólguviðmiði evrópska seðlabankans, tíunda mánuðinn í röð. Meginskýringin er eins og annars staðar mikil hækkun olíu-, hrávöru- og matvælaverðs. Því hefur kjarnaverðbólga ekki aukist í takt við almenna verðbólgu. Líkur á annarrar umferðar verðbólguáhrifum aukast eftir því sem almenn verðbólga eykst meira og varir lengur. Evrópski seðlabankinn hefur haldið vöxtum óbreyttum undanfarna tólf mánuði, en gefið í skyn að vaxtahækkun sé líkleg ef verðbólga heldur áfram að aukast. Verðbólga í Bretlandi var 3,3% í maí. Verðbólgan eykst líklega enn frekar í júní og verður með því mesta sem hún hefur verið síðan Englandsbanki fékk sjálfstæði í peningamálum 1997. Á næstunni mun hærra orkuverð ýta frekar undir verðbólguna og áframhaldandi hækkun á hrávöruverði. Þar að auki eru verðbólguvæntingar á uppleið og fyrirtæki reyna í auknum mæli að ýta hærri kostnaði út í vöruverð. Kjarnaverðbólga hefur þó verið mun minni, en það bendir til þess að smásalar hafi haldið að sér höndum hingað til. Kjarnaverðbólga jókst þó í apríl, en það getur bent til þess að annarrar umferðar áhrif hækk- unar orku- og matvælaverðs séu byrjuð að koma fram. Þrátt fyrir verðbólguna lækkaði breski seðlabankinn stýrivexti um 0,25 prósentur í apríl síðastliðnum, en hélt þeim óbreyttum í maí og júní. Í Bandaríkjunum hefur dregið aðeins úr verðbólgu undanfarna mánuði. Hún er þó enn töluverð. Bandaríski seðlabankinn hefur lækk- Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-4 Verðbólguþróun á helstu viðskiptasvæðum Íslands Janúar 2002 - maí 2008 % Bandaríkin Japan Bretland Evrusvæðið -2 -1 0 1 2 3 4 5 2008200720062005200420032002 Heimild: Reuters EcoWin. Mynd II-5 Stýrivextir erlendra seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 13. júní 2008 % Bandaríkin Evrusvæði Bretland 0 1 2 3 4 5 6 200820072006200520042003 Heimild: Reuters EcoWin. 2000 = 100 Mynd II-6 Hrávöruverð á heimsmarkaði Vikulegar tölur 7. janúar 2000 - 27. júní 2008 Matvara (í EUR) Öll hrávara án eldsneytis (í EUR) Matvara (í USD) Öll hrávara án eldsneytis (í USD) 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 280 200820072006200520042003200220012000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.