Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 31 V Fjármál hins opinbera Útlit er fyrir heldur verri afkomu hins opinbera en spáð var í síðustu Peningamálum. Helsta ástæðan er meiri samdráttur einkaneyslu en þá var gert ráð fyrir. Tekjur dragast saman og útgjöld aukast … Samkvæmt nýlegri áætlun Hagstofu Íslands um búskap hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru tekjur hins opinbera heldur lægri að raungildi en á sama fjórðungi í fyrra. Gjöld hins opinbera eru talin hafa hækkað um 2% umfram verðlag frá fyrsta ársfjórðungi 2007 til jafnlengdar í ár. Engu að síður er áætlað að 16 ma.kr. afgangur hafi verið á rekstri hins opinbera á ársfjórðungnum, töluvert meiri en hér er spáð á árinu öllu. … út spátímabilið Útlitið í búskap hins opinbera er í stórum dráttum óbreytt frá síðustu Peningamálum. Talið er að afkoma hins opinbera verði í járnum í ár, en versni eftir því sem líður á spátímabilið og hallinn verði um 8% af landsframleiðslu í lok spátímans. Verri afkoma skýrist fyrst og fremst af áhrifum efnahagssamdráttarins á skatttekjur ríkissjóðs sem áætlað er að dragist saman um 17% milli áranna 2007 og 2010 á föstu verði. Tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lög aðila eru taldar lækka um 30-40 ma.kr. á verðlagi ársins 2008 og tekjur af neyslusköttum um 40 ma.kr. Samdráttur tekna af fjármagnsskatti stafar af mjög breyttum aðstæðum á fjármálamarkaði, en samdráttur neysluskatta skýrist af miklum samdrætti einkaneyslu og minnkandi kaupum á vörum sem bera háa skatta, einkum bílum og annarri var- anlegri neysluvöru. Skatttekjur sveitarfélaga dragast einnig saman, þó mun minna eða um 4½% að raunvirði, einkum vegna samdráttar í byggingastarfsemi. Útgjöld hins opinbera aukast um 70 ma.kr. milli áranna 2007 og 2010 á verðlagi þessa árs, en það skýrist að nokkru leyti af áðurnefnd- um samdrætti. Áætlað er að hlutur opinberra útgjalda af landsfram- leiðslu aukist úr 43% árið 2007 í 48½% árið 2010. Er þá miðað við að vöxtur samneyslu verði ámóta og á árunum 2000-2007, 3½-4% á ári og útgjöld til hennar hækki um nærfellt 40 ma.kr. frá 2007 til 2010 á verðlagi ársins 2008. Gert er ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera verði sem næst í samræmi við nýlegar áætlanir fjármálaráðuneytisins, þ.e. aukist um 20% í ár og litlu minna á því næsta og verði nær 6½% af landsframleiðslu og haldist óbreytt árið 2010. Tilfærsluútgjöld aukast vegna samdráttarins, mest útgjöld ríkissjóðs vegna almannatrygg- inga. Ástæðan er einkum lakara atvinnuástand, en einnig koma til framkvæmda fyrirheit sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga undanfarin misseri um hækkun atvinnuleysisbóta og aukin framlög til barna- og vaxtabóta. Ofangreind afkomuþróun felur í sér að skulda- staða hins opinbera versnar og vaxtakostnaður umfram vaxtatekjur eykst úr nánast engu árið 2007 í u.þ.b. 20 ma.kr. árið 2010. Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Mynd V-1 Fjármál hins opinbera 2000-20101 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 38 40 42 44 46 48 50 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál ríkissjóðs 2000-20101 Með almannatryggingum % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 28 29 30 31 32 33 34 35 36 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-3 Fjárfesting hins opinbera 1990-20101 % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hið opinbera Ríki Sveitarfélög 1 2 3 4 5 6 7 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.