Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 14 fjármálaskilyrði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þótt mörg ný markaðsríki hafi verið sein að bregðast við aukinni verðbólgu hafa sum þeirra hækkað vexti nýlega til þess að vinna á verðbólgunni. Raunstýri- vextir eru þó háir í sumum þeirra, t.d. Brasilíu og Tyrklandi sem hafa hækkað stýrivexti nýlega. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aukist mikið, sérstaklega í þeim ríkjum þar sem raunvextir hafa lækk- að mest og eru í mörgum tilvikum langt yfi r verðbólgumarkmiði við- komandi seðlabanka. Víða í nýmarkaðsríkjum hefur niðurgreiðslum, verðlagshöft- um eða útfl utningstakmörkunum verið beitt til þess að halda aftur af verðbólgunni. Í Asíu eru niðurgreiðslur ríkisins á matvælum og orku orðnar íþyngjandi. Að auki tefja þær fyrir því að jafnvægi komist á milli framboðs og eftirspurnar og eru því eingöngu til þess fallnar að halda tímabundið aftur af verðbólgunni. Yfi rvöld virðast þó reiðubúin að taka á sig töluverð útgjöld til skamms tíma af pólitískum ástæðum, enda skapar hækkun matvæla- og orkuverðs mikla spennu innanlands. Í Kína er gert ráð fyrir að aðeins hægi á hagvexti á þessu ári, þegar dregur úr vexti útfl utnings. Peningalegt aðhald hefur eigi að síður verið aukið, bæði með hækkun stýrivaxta og aukinni bindi- skyldu. Þar sem hækkun matvælaverðs hefur verið einn megin- áhrifavaldur verðbólgu í Kína hafa stjórnvöld þar í landi hrundið í framkvæmd framboðshvetjandi verkefnum til þess að draga úr verð- lagsþrýstingi. Verðbólgan á Indlandi mældist 7,8% í apríl, sem er töluvert yfi r markmiði indverska seðlabankans og hefur verðbólga ekki verið meiri í níu ár. Vísitala heildsöluverðs hefur einnig hækkað umtalsvert og stóð í 11% í byrjun júní, sem er mesta verðbólga í þrettán ár. Hagvöxtur hef- ur verið mikill og innlend eftirspurn aukist hratt. Verð matvæla hefur hækkað gífurlega, m.a. vegna lítils innlends framboðs. Sett hefur verið þak á útfl utning hrísgrjóna og annars kornmetis. Matvæli vega mjög þungt í indversku neysluverðsvísitölunni og vægi orkukostnaðar er töluvert. Indverski seðlabankinn hækkaði óvænt vexti sína um 0,25 prósentur þann 11. júní upp í 8%, sem var fyrsta hækkunin í fi mm- tán mánuði, og aftur um 0,5 prósentur undir lok júní. Seðlabankinn hefur einnig aukið bindiskyldu og er gert ráð fyrir að bankinn haldi áfram á þeirri braut. Í Suður-Ameríku kallar aukin verðbólga einnig á aðgerðir í pen- ingamálum. Verðbólgan í Chile í maí var sú mesta í fjórtán ár, eða 8,9%, en fyrir ári var hún aðeins 2,5%. Seðlabanki Chile hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í júní í 6,75%. Höfðu þeir verið óbreyttir síðan í desember. Verðbólga hefur einnig aukist í Brasilíu. Seðlabankinn hefur sent út sterk skilaboð um að verðbólgan muni ekki fá að leika lausum hala og vextir bankans verði hækkaðir eins og þurfa þykir. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur í apríl og aftur í júní og eru þeir nú 12,25%. Raunstýrivextir í Brasilíu eru einhverjir þeir hæstu í heimi, en þrátt fyrir það hefur hagvöxtur þar verið öfl ugur undanfarið ár. Seðlabanki Suður-Afríku hækkaði einnig vexti í júní um 0,5 prósentur, en verðbólguhorfur hafa versnað mjög að undanförnu. Það var tíunda hækkunin síðan í júní 2006. Vextir hafa því hækkað um samtals 5 prósentur og standa núna í 15,5%, sem er hæsta gildi í fi mm ár. Peningayfi rvöld í nýmarkaðsríkjum standa því frammi fyrir auknum áskorunum á næstunni. Verðbólga hefur aukist ört og hag- vaxtarhorfur versnað. Væntingar markaðsaðila til þróunar stýrivaxta eru að breytast og virðast þeir gera ráð fyrir auknu aðhaldi næstu misserin. Þróun ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði gefur til kynna að markaðsaðilar hafi enn trú á getu og vilja fl estra seðlabanka til að halda aftur af verðbólgunni. Glatist það traust er líklegt að kostnaður við að tryggja verðstöðugleika verði meiri. Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Suður-Afríku, Seðlabanki Íslands. Mynd 4 Stýrivextir Seðlabanka Íslands og nokkurra nýmarkaðsríkja Daglegar tölur 1. janúar 2003 - 20. júní 2008 % Ísland Chile Brasilía Tyrkland Suður-Afríka 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 200820072006200520042003 Heimildir: Dismal Scientist, Global Insight og heimasíður viðkomandi seðlabanka. Mynd 3 Raunstýrivextir og verðbólga Maí 2008 % Raunstýrivextir Verðbólga -5 0 5 10 15 20 Brasilía Tyrkland Nýja-Sjáland Suður-Afríka Kólumbía Ísland Ástralía Mexíkó Noregur Bretland Ungverjaland Pólland Rúmenía Kanada Ghana Slóvakía Evrusvæði Svíþjóð Suður-Kórea Perú Sviss Japan Ísrael Indónesía Bandaríkin Chile Tékkland Filippseyjar Taíland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.