Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 58

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 58 en árið 2012, en Lettland hefur verið aðili að Evrópusambandinu síð- an árið 2004. Þess má geta að til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir aðild að Myntbandalagi Evrópu (EMU) verður viðkomandi ríki að ganga í ERM II, sem felur í sér að gengi gjaldmiðilsins megi ekki sveifl ast meira en sem nemur ±15% gagnvart evrunni í tvö ár fyrir inngöngu í myntbandalagið.2 Sum ríki hafa þó kosið að hafa vikmörk- in þrengri. Baráttan við verðbólguna er því háð með ólíkum vopnum á Íslandi og í Lettlandi. Verkefni peningastefnunnar er engu að síður það sama í löndunum tveimur, þ.e.a.s. að veita verðbólguvænting- um trúverðuga kjölfestu. Í Lettlandi er það gert með því að leitast við að tryggja fast gengi innlends gjaldmiðils gagnvart evru, sem leiðir til aðlögunar fyrir tilstuðlan versnandi samkeppnisstöðu vegna hækkandi raungengis sem hægir á hagvexti til lengdar. Á Íslandi er leitast við að veita verðbólguvæntingum kjölfestu með yfi rlýstu verðbólgumarkmiði og kerfi sbundinni og gagnsærri framkvæmd peningastefnu. Aðgerðir stjórnvalda í Lettlandi Þótt stjórnvöld í Lettlandi hafi ekki sjálfstæða peningastefnu og geti því ekki beitt henni að marki til þess að hafa áhrif á þróun efnahags- mála geta þau beitt almennri efnahagsstefnu til þess að hafa áhrif á eftirspurn. Í apríl 2007 hrundu stjórnvöld af stað herferð gegn verð- bólgu sem miðaði að því að draga úr þenslu hagkerfi sins. Herferð- in fól í sér loforð stjórnvalda um að koma jafnvægi á ríkisfjármálin þannig að jöfnuður yrði á ríkissjóði árið 2008 og tekjuafgangur árin 2009 og 2010. Einnig lofuðu stjórnvöld að lækka ekki skatta á næst- unni og gera skattalögin óhagstæðari spákaupmönnum. Mikilvægur þáttur þessarar herferðar eru þó reglugerðarbreytingar stjórnvalda á lánamarkaðnum. Stjórnvöld settu strangari reglur um útlán banka til einstaklinga og reyndu þar með að draga úr vexti útlána. Ennfremur vinna stjórnvöld nú að endurbótum á vinnu- og orkumarkaðnum og reyna hvað þau geta að stuðla að aukinni samkeppni og að útrýma einokun. Stjórnvöld hafa ennfremur heitið að takmarka launahækkanir í opinbera geiranum. Eitt af fáum tækjum sem Seðlabanki Lettlands hefur til að hafa áhrif á útlánaþenslu er breyting bindiskylduhlutfalls. Á árunum 2005-2007, þegar útlánaþenslan var sem mest, hafði bindiskylduhlut- fallið hins vegar takmörkuð áhrif til hækkunar útlánsvaxta bankanna eða til að hægja á vexti útlána þar sem þeir fóru að einhverju leyti framhjá reglunum, t.d. með langtíma fjármögnun í erlendum gjald- miðlum. Bankinn hækkaði hlutfallið úr 6% upp í 8% í lok ársins 2005, en tók að lækka það aftur í byrjun þessa árs í kjölfar alþjóðlegu fjár- málakreppunnar, en bindiskylduhlutfallið stendur nú í 6%. Bankinn taldi að næg hjöðnun hefði orðið á útlánamarkaði til að réttlæta þessa lækkun, en þess má geta að bindiskylduhlutfall bankans verður að vera jafnt bindiskylduhlutfalli evrópska seðlabankans, þ.e. 2%, áður en Lettland tekur upp evruna. Ljóst er að nokkuð hefur hægt á efnahags- umsvifum í Lettlandi á síðustu mánuðum, en hagvöxtur á fyrsta árs- fjórðungi 2008 var neikvæður um 1,9%. 2. Sjá nánari umfjöllun í viðauka 4 í þessu hefti Peningamála. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Lettlands, Seðlabanki Íslands. Mynd 2 Viðskiptajöfnuður á Íslandi og í Lettlandi Hlutfall af vergri landsframleiðslu 2000-2007 % af VLF Ísland Lettland -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 20072006200520042003200220012000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.