Peningamál - 01.07.2008, Side 58

Peningamál - 01.07.2008, Side 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 58 en árið 2012, en Lettland hefur verið aðili að Evrópusambandinu síð- an árið 2004. Þess má geta að til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru fyrir aðild að Myntbandalagi Evrópu (EMU) verður viðkomandi ríki að ganga í ERM II, sem felur í sér að gengi gjaldmiðilsins megi ekki sveifl ast meira en sem nemur ±15% gagnvart evrunni í tvö ár fyrir inngöngu í myntbandalagið.2 Sum ríki hafa þó kosið að hafa vikmörk- in þrengri. Baráttan við verðbólguna er því háð með ólíkum vopnum á Íslandi og í Lettlandi. Verkefni peningastefnunnar er engu að síður það sama í löndunum tveimur, þ.e.a.s. að veita verðbólguvænting- um trúverðuga kjölfestu. Í Lettlandi er það gert með því að leitast við að tryggja fast gengi innlends gjaldmiðils gagnvart evru, sem leiðir til aðlögunar fyrir tilstuðlan versnandi samkeppnisstöðu vegna hækkandi raungengis sem hægir á hagvexti til lengdar. Á Íslandi er leitast við að veita verðbólguvæntingum kjölfestu með yfi rlýstu verðbólgumarkmiði og kerfi sbundinni og gagnsærri framkvæmd peningastefnu. Aðgerðir stjórnvalda í Lettlandi Þótt stjórnvöld í Lettlandi hafi ekki sjálfstæða peningastefnu og geti því ekki beitt henni að marki til þess að hafa áhrif á þróun efnahags- mála geta þau beitt almennri efnahagsstefnu til þess að hafa áhrif á eftirspurn. Í apríl 2007 hrundu stjórnvöld af stað herferð gegn verð- bólgu sem miðaði að því að draga úr þenslu hagkerfi sins. Herferð- in fól í sér loforð stjórnvalda um að koma jafnvægi á ríkisfjármálin þannig að jöfnuður yrði á ríkissjóði árið 2008 og tekjuafgangur árin 2009 og 2010. Einnig lofuðu stjórnvöld að lækka ekki skatta á næst- unni og gera skattalögin óhagstæðari spákaupmönnum. Mikilvægur þáttur þessarar herferðar eru þó reglugerðarbreytingar stjórnvalda á lánamarkaðnum. Stjórnvöld settu strangari reglur um útlán banka til einstaklinga og reyndu þar með að draga úr vexti útlána. Ennfremur vinna stjórnvöld nú að endurbótum á vinnu- og orkumarkaðnum og reyna hvað þau geta að stuðla að aukinni samkeppni og að útrýma einokun. Stjórnvöld hafa ennfremur heitið að takmarka launahækkanir í opinbera geiranum. Eitt af fáum tækjum sem Seðlabanki Lettlands hefur til að hafa áhrif á útlánaþenslu er breyting bindiskylduhlutfalls. Á árunum 2005-2007, þegar útlánaþenslan var sem mest, hafði bindiskylduhlut- fallið hins vegar takmörkuð áhrif til hækkunar útlánsvaxta bankanna eða til að hægja á vexti útlána þar sem þeir fóru að einhverju leyti framhjá reglunum, t.d. með langtíma fjármögnun í erlendum gjald- miðlum. Bankinn hækkaði hlutfallið úr 6% upp í 8% í lok ársins 2005, en tók að lækka það aftur í byrjun þessa árs í kjölfar alþjóðlegu fjár- málakreppunnar, en bindiskylduhlutfallið stendur nú í 6%. Bankinn taldi að næg hjöðnun hefði orðið á útlánamarkaði til að réttlæta þessa lækkun, en þess má geta að bindiskylduhlutfall bankans verður að vera jafnt bindiskylduhlutfalli evrópska seðlabankans, þ.e. 2%, áður en Lettland tekur upp evruna. Ljóst er að nokkuð hefur hægt á efnahags- umsvifum í Lettlandi á síðustu mánuðum, en hagvöxtur á fyrsta árs- fjórðungi 2008 var neikvæður um 1,9%. 2. Sjá nánari umfjöllun í viðauka 4 í þessu hefti Peningamála. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Lettlands, Seðlabanki Íslands. Mynd 2 Viðskiptajöfnuður á Íslandi og í Lettlandi Hlutfall af vergri landsframleiðslu 2000-2007 % af VLF Ísland Lettland -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 20072006200520042003200220012000

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.