Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 72
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
72
PENINGASTEFNAN
OG STJORNTÆKI HENNAR
samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Þær eru birtar á vef
bankans www.sedlabanki.is.
Helstu stjórntæki peningastefnunnar
Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra
vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun nafnvaxta
veðlána til lánastofnana sem síðan hafa áhrif á aðra vexti. Vextir á
peningamarkaði hafa einnig sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með
á gengi krónunnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Viðskiptum við
fjármálafyrirtæki má í grófum dráttum skipta í regluleg viðskipti annars
vegar og önnur viðskipti hins vegar. Um viðskipti fjármálafyrirtækja við
Seðlabankann gilda reglur nr. 317 frá 2. apríl 2008.
Föst viðskiptaform:
• Á viðskiptareikningum geyma lánastofnanir óráðstafað eigið fé. Þeir
eru uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana
og millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann.
Vextir þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á millibanka-
markaði.
• Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð-
bréfum og hæf eru í veðlánum. Vextir daglána mynda þak yfir dag-
lánavexti á millibankamarkaði.
• Innstæðubréf eru gefin út til 7 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru
skráð í Verðbréfaskráningu Íslands og hjá Clearstream. Hlutverk
þeirra er að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt.
Uppboðsaðferð er fastverðsuppboð. Einnig geta fjármálafyrirtæki
fest fé á bundum reikningi sem hefur sömu vexti.
• Lán gegn veði eru helsta stjórntæki Seðlabankans. Vikulega eru
haldin uppboð á 7 daga samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja
fram hæf verðbréf, en þeim er nánar lýst í reglum Seðlabankans nr.
317 frá 2. apríl 2008. Uppboðin geta verið ýmist fastverðsuppboð
eða uppboð þar sem heildarfjárhæð framboðinna samninga er til-
kynnt. Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa. Vextir á lánum
gegn veði eru stýrivextir bankans.
Önnur viðskipti:
Önnur viðskipti fara fram samkvæmt ákvörðun bankastjórnar.
• Veðlán, innstæðubréf og bundin innlán með öðrum efndatíma en
regluleg viðskipti gera ráð fyrir.
• Gjaldmiðlaskiptasamningar.
• Lán gegn veði með bréf sem metin eru hæf sem fjár hagsleg trygg-
ingarráðstöfun í 11. gr. reglna um viðskipti fjármálafyrirtækja við
Seðlabanka. Kaupin fara fram á skipulögðum verðbréfamarkaði.
Bindiskylda
Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar framlögum á
fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er innstæður,
útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir
þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur.
Binditímabil er frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar