Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 72

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 72
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 72 PENINGASTEFNAN OG STJORNTÆKI HENNAR samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Þær eru birtar á vef bankans www.sedlabanki.is. Helstu stjórntæki peningastefnunnar Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun nafnvaxta veðlána til lánastofnana sem síðan hafa áhrif á aðra vexti. Vextir á peningamarkaði hafa einnig sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krónunnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Viðskiptum við fjármálafyrirtæki má í grófum dráttum skipta í regluleg viðskipti annars vegar og önnur viðskipti hins vegar. Um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann gilda reglur nr. 317 frá 2. apríl 2008. Föst viðskiptaform: • Á viðskiptareikningum geyma lánastofnanir óráðstafað eigið fé. Þeir eru uppgjörsreikningar vegna greiðslujöfnunar milli innlánsstofnana og millibankaviðskipta, þar á meðal viðskipta við Seðlabankann. Vextir þessara reikninga mynda gólf fyrir daglánavexti á millibanka- markaði. • Daglán eru veitt að ósk lánastofnana og tryggð með sömu verð- bréfum og hæf eru í veðlánum. Vextir daglána mynda þak yfir dag- lánavexti á millibankamarkaði. • Innstæðubréf eru gefin út til 7 daga, að ósk lánastofnana. Þau eru skráð í Verðbréfaskráningu Íslands og hjá Clearstream. Hlutverk þeirra er að mynda mótvægi við tímabundna lausafjárgnótt. Uppboðsaðferð er fastverðsuppboð. Einnig geta fjármálafyrirtæki fest fé á bundum reikningi sem hefur sömu vexti. • Lán gegn veði eru helsta stjórntæki Seðlabankans. Vikulega eru haldin uppboð á 7 daga samningum. Lánastofnanir þurfa að leggja fram hæf verðbréf, en þeim er nánar lýst í reglum Seðlabankans nr. 317 frá 2. apríl 2008. Uppboðin geta verið ýmist fastverðsuppboð eða uppboð þar sem heildarfjárhæð framboðinna samninga er til- kynnt. Fastverðsuppboð hafa verið reglan til þessa. Vextir á lánum gegn veði eru stýrivextir bankans. Önnur viðskipti: Önnur viðskipti fara fram samkvæmt ákvörðun bankastjórnar. • Veðlán, innstæðubréf og bundin innlán með öðrum efndatíma en regluleg viðskipti gera ráð fyrir. • Gjaldmiðlaskiptasamningar. • Lán gegn veði með bréf sem metin eru hæf sem fjár hagsleg trygg- ingarráðstöfun í 11. gr. reglna um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka. Kaupin fara fram á skipulögðum verðbréfamarkaði. Bindiskylda Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar framlögum á fjárlögum í rekstri sínum. Hún miðast við bindigrunn sem er innstæður, útgefin skuldabréf og peningamarkaðsbréf. Bindihlutfall er 2% fyrir þann hluta bindigrunns sem bundinn er til tveggja ára eða skemur. Binditímabil er frá 21. degi hvers mánaðar til 20. dags næsta mánaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.