Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 64

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 64
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á 2 0 0 8 • 2 64 minnkað nokkuð á undanförnum vikum. Hann er þó enn mun meiri en áður en óróa tók að gæta á fjármálamörkuðum undir lok sumars 2007. Þessi munur endurspeglar hluta þess áhættuálags sem bankar og önnur fjármálafyrirtæki þurfa að greiða til að fá lán á millibanka- mörkuðum. Eftirspurn fjármálafyrirtækja eftir lausu fé er enn mikil og má búast við að það ástand muni vara um skeið. Mikillar óvissu gætir um þróun alþjóðlegra efnahagsmála, sérstaklega í ljósi hækkandi hrávöru- og olíuverðs ásamt vaxandi verðbólgu. Efnahagsástand í helstu nýmark- aðsríkjum Asíu er hins vegar enn stöðugt og almennt spáð miklum hagvexti á komandi misserum. Eins njóta olíuútfl utningsríki aukinna tekna af hækkandi olíuverði og er undirliggjandi framboð sparnaðar í heiminum því ennþá mikið. Rót á skuldabréfamörkuðum Áhyggjur af greiðsluhæfi bandarískra skuldatryggingarfyrirtækja (e. monolines) hafa valdið nokkrum óróa á skuldabréfamörkuðum að undanförnu. Viðskiptalíkan skuldatryggingarfyrirtækja grundvallast á því að þau hafi hæstu mögulegu lánshæfi seinkunn þar sem skuldabréf sem fyrirtækin tryggja njóta fyrir vikið hærri lánshæfi seinkunnar. Mörg þessara fyrirtækja eiga í verulegum erfi ðleikum í kjölfar undirmáls- lánakreppunnar í Bandaríkjunum og hafa lánshæfi seinkunnir margra þeirra verið lækkaðar. Til dæmis voru einkunnir Ambac og MBIA, sem eru meðal stærstu aðilanna á þessum markaði, lækkaðar í júní bæði af Standard & Poor’s og Moody’s. Í kjölfarið lækkar verðmæti þeirra trygginga sem fyrirtækin veita og eigendur skuldatrygginga neyðast til að auka afskriftir af fjárfestingu sinni. Undanfarna mánuði hafa margir bankar neyðst til að yfi rtaka eignir og skuldbindingar sérstakra fjárfestingarsjóða (e. special pur- pose vehicles) á sínum vegum, sem fjárfest hafa í skuldabréfavafn- ingum tengdum undirmálslánum í Bandaríkjunum. Fjöldi banka hefur í kjölfarið þurft að afskrifa verulegar fjárhæðir vegna taps á skuldabréfa- vafningum en það hefur haft neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu bankanna. Í ljósi mikilla og oft á tíðum óvæntra afskrifta bankanna verður að teljast ólíklegt að það sjái fyrir endann á afl eiðingum undirmálslána- kreppunnar í bráð. Órói á hlutabréfamörkuðum og aukin áhættufælni fjárfesta á skuldabréfamörkuðum hefur leitt til þess að bankar hafa í auknum mæli sótt sér nýtt fjármagn frá ríkisreknum fjárfestingarsjóð- um (e. sovereign wealth funds) og með útgáfu sérvarinna og breyt- anlegra skuldabréfa. Litlar hreyfingar á millibankamarkaði með krónur Velta á millibankamarkaði með krónur hefur dregist mikið saman síð- ustu mánuði. Í maí var hún 9,5 ma.kr. og hafði þá lækkað úr 12,7 ma.kr. frá mánuðinum á undan, sem þá var veltuminnsti mánuðurinn á krónumarkaði frá upphafi . Engin hreyfi ng er á skráðum REIBOR vöxt- um og hafa þeir verið nánast óbreyttir síðustu vikur. Krónumarkaður- inn sinnir því augljóslega ekki nægjanlega miðlunarferli peningastefn- unnar við núverandi aðstæður. Eins og getið er hér að framan er rót á millibankamarkaði ekki bundið við Ísland þótt vissulega séu áhrifi n hér á landi meiri en víð- Bandaríkin Evrusvæði Bretland Sviss Mynd 2 Munur á 3 mánaða millibankavöxtum og væntum stýrivöxtum1 Daglegar tölur 1. janúar 2007 - 18. júní 2008 Punktar 1. Munur á millibankavöxtum og vaxtaskiptasamningum til 3 mánaða. Heimildir: Bloomberg, Reuters. jan. mars maí júlí sep. nóv. jan. mars maí 20082007 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 Bandaríkin - fjárfestingarflokkur Bandaríkin - spákaupmennskuflokkur Evrópa - fjárfestingarflokkur Evrópa - spákaupmennskuflokkur Mynd 3 Skuldatryggingarálag til fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum til 5 ára Daglegar tölur 1. janúar 2007 - 18. júní 2008 Punktar Heimildir: Bloomberg, Reuters. jan. mars maí júlí sep. nóv. jan. mars maí 20082007 0 100 200 300 400 500 600 700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.