Peningamál - 01.07.2008, Page 49

Peningamál - 01.07.2008, Page 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 49 er orðið erfiðara fyrir heimili og fyrirtæki að taka erlend lán. Þeim sem finna fyrir aðhaldi peningastefnunnar hefur því fjölgað, auk þess sem lækkun á gengi krónunnar hefur mikil áhrif á efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja. Enn eru taldar töluverðar líkur á því að áhrif pen- ingastefnunnar á raunhagkerfið verði meiri en í grunnspánni vegna takmarkaðs aðgengis heimila og fyrirtækja að lánsfé. Þar með er ekki sagt að það hjálpi umsvifalaust við að koma böndum á verðbólguna, þar sem gengi krónunnar getur lækkað enn frekar, enda er grunn- orsökin erfiðleikar bankanna við lánsfjáröflun á erlendum mörkuðum. Óvissuþættir núverandi spár eru í meginatriðum taldir þeir sömu og í síðustu spá (sjá töflu IX-1). Óvissan hefur hins vegar aukist enn frekar, sérstaklega hvað varðar skammtímahorfur um þróun gengis og verðbólgu. Sem fyrr eru taldar töluverðar líkur á lægra gengi á spá- tímanum en gengið er út frá í grunnspánni. Auk þess er talin aukin hætta á að laun hækki meira, enda stefnir kaupmáttarskerðingin sem launþegar munu standa frammi fyrir í árslok í það að verða meiri en áður var spáð. Samdráttur á húsnæðismarkaði gæti einnig orðið fyrr á ferðinni en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Þrátt fyrir nýlega boðaðar breytingar á reglum Íbúðalánasjóðs er ekki talið að þær muni koma í veg fyrir að aðlögun húsnæðisverðs haldi áfram, þótt þær gætu tafið hana og hugsanlega minnkað líkur á miklum samdrætti. Eins og í apríl eru mikilvægustu óvissuþættir spárinnar samspil gengis- og launaþróunar annars vegar og húsnæðismarkaðurinn hins vegar. Þess vegna er gerð grein fyrir þeim sérstaklega með tveimur fráviksdæmum í rammagrein IX-2. Fyrra fráviksdæmið sýnir hvernig verðbólga og stýrivextir gætu þróast ef veikara gengi leiðir til þess að launahækkanir verða meiri en spáin gerir ráð fyrir. Í síðara fráviksdæm- inu er húsnæðisverð lægra og samdráttur í byggingariðnaði meiri sem leiðir til aukins atvinnuleysis og meiri efnahagssamdráttar. Tafl a IX-1 Helstu ósamhverfi r óvissuþættir grunnspár Óvissuþáttur Skýring Gengisþróun Mikill viðskiptahalli, endurmat alþjóðlegra fjárfesta á áhættu og vandamál á innlendum fjármálamörkuðum gætu ýtt undir enn frekari gengislækkun krónunnar. Hætta er á því að mikil verðbólga geti haft meiri áhrif á verð- ákvarðanir fyrirtækja en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Það gæti t.d. komið fram í hraðari og meiri áhrifum gengislækk- unar á innlent verðlag. Launakostnaður Launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga gætu orðið meiri en gert er ráð fyrir í grunnspá í tengslum við endur- skoðunarákvæði samninganna. Íbúðamarkaður Húsnæðisverð gæti lækkað hraðar, samdráttur á bygg- ingamarkaði orðið meiri og atvinnuleysi aukist meira. Miðlunarferli Verði miðlun peningastefnunnar hraðari getur verðbólga peningastefnunnar hjaðnað hraðar og stýrivextir lækkað fyrr.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.