Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 49

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 49 er orðið erfiðara fyrir heimili og fyrirtæki að taka erlend lán. Þeim sem finna fyrir aðhaldi peningastefnunnar hefur því fjölgað, auk þess sem lækkun á gengi krónunnar hefur mikil áhrif á efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja. Enn eru taldar töluverðar líkur á því að áhrif pen- ingastefnunnar á raunhagkerfið verði meiri en í grunnspánni vegna takmarkaðs aðgengis heimila og fyrirtækja að lánsfé. Þar með er ekki sagt að það hjálpi umsvifalaust við að koma böndum á verðbólguna, þar sem gengi krónunnar getur lækkað enn frekar, enda er grunn- orsökin erfiðleikar bankanna við lánsfjáröflun á erlendum mörkuðum. Óvissuþættir núverandi spár eru í meginatriðum taldir þeir sömu og í síðustu spá (sjá töflu IX-1). Óvissan hefur hins vegar aukist enn frekar, sérstaklega hvað varðar skammtímahorfur um þróun gengis og verðbólgu. Sem fyrr eru taldar töluverðar líkur á lægra gengi á spá- tímanum en gengið er út frá í grunnspánni. Auk þess er talin aukin hætta á að laun hækki meira, enda stefnir kaupmáttarskerðingin sem launþegar munu standa frammi fyrir í árslok í það að verða meiri en áður var spáð. Samdráttur á húsnæðismarkaði gæti einnig orðið fyrr á ferðinni en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Þrátt fyrir nýlega boðaðar breytingar á reglum Íbúðalánasjóðs er ekki talið að þær muni koma í veg fyrir að aðlögun húsnæðisverðs haldi áfram, þótt þær gætu tafið hana og hugsanlega minnkað líkur á miklum samdrætti. Eins og í apríl eru mikilvægustu óvissuþættir spárinnar samspil gengis- og launaþróunar annars vegar og húsnæðismarkaðurinn hins vegar. Þess vegna er gerð grein fyrir þeim sérstaklega með tveimur fráviksdæmum í rammagrein IX-2. Fyrra fráviksdæmið sýnir hvernig verðbólga og stýrivextir gætu þróast ef veikara gengi leiðir til þess að launahækkanir verða meiri en spáin gerir ráð fyrir. Í síðara fráviksdæm- inu er húsnæðisverð lægra og samdráttur í byggingariðnaði meiri sem leiðir til aukins atvinnuleysis og meiri efnahagssamdráttar. Tafl a IX-1 Helstu ósamhverfi r óvissuþættir grunnspár Óvissuþáttur Skýring Gengisþróun Mikill viðskiptahalli, endurmat alþjóðlegra fjárfesta á áhættu og vandamál á innlendum fjármálamörkuðum gætu ýtt undir enn frekari gengislækkun krónunnar. Hætta er á því að mikil verðbólga geti haft meiri áhrif á verð- ákvarðanir fyrirtækja en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Það gæti t.d. komið fram í hraðari og meiri áhrifum gengislækk- unar á innlent verðlag. Launakostnaður Launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga gætu orðið meiri en gert er ráð fyrir í grunnspá í tengslum við endur- skoðunarákvæði samninganna. Íbúðamarkaður Húsnæðisverð gæti lækkað hraðar, samdráttur á bygg- ingamarkaði orðið meiri og atvinnuleysi aukist meira. Miðlunarferli Verði miðlun peningastefnunnar hraðari getur verðbólga peningastefnunnar hjaðnað hraðar og stýrivextir lækkað fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.