Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 28

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 28 Helstu drifkraftar innlendrar uppsveiflu á íbúðamarkaði undan- farin ár voru gríðarlegur vöxtur ráðstöfunartekna, lækkun útlánsvaxta, aukið framboð erlends lánsfjár, hækkun hámarkslána og veðhlutfalla, lenging lánstíma, auknir möguleikar á endurfjármögnun skulda og lóðaskortur. Væntingar um áframhaldandi hækkun íbúðaverðs og spákaupmennska mögnuðu uppsveifluna eins og víða annars staðar. Húsnæðisverðbóla myndaðist. Flestir þessir drifkraftar eru að ganga til baka. Lækkun íbúðaverðs um 30% að raunvirði er nálægt meðal- hjöðnun verðlags í kjölfar sambærilegra húsnæðisverðbóla í fimm- tán OECD-ríkjum.3 Í spá Seðlabankans í apríl var gert ráð fyrir að verðhjöðnunin hér yrði í meðallagi þótt vissulega væri gengið út frá því að aðlögunin yrði hraðari en að meðaltali. Ójafnvægið í þjóðar- búskapnum, gríðarlegur útlánavöxtur og viðkvæmni efnahagslífsins fyrir áhrifum lánsfjárkreppunnar gefur tilefni til að ætla að lækkun íbúðaverðs gæti orðið yfir meðallagi hér á landi.4 ... enda benda nýleg gögn í sömu átt Ýmsar vísbendingar, t.d. nýjustu gögn um þróun íbúðafjárfestingar, gefa tilefni til að ætla að aðlögun íbúðaverðs geti orðið hraðari en í aprílspánni. Bráðabirgðatölur Hagstofunnar sýna 13,5% samdrátt íbúðafjárfestingar á fyrsta fjórðungi ársins í kjölfar 16% vaxtar á fjórð- ungnum á undan. Hins vegar er líklegt að þessar tölur ofmeti samdrátt íbúðafjárfestingar nokkuð.5 Vaxandi vísbendingar eru um offramboð íbúðarhúsnæðis. Óseldum eignum fjölgar í hlutfalli við veltu (sjá mynd IV-10). Könnun Seðlabankans meðal stærstu byggingarverktaka landsins, sem fram- kvæmd var í júní, bendir einnig til snarps samdráttar íbúðafjárfest- ingar á þessu ári. Fjöldi íbúða í byggingu um síðustu áramót var u.þ.b. helmingi minni hjá þeim sem tóku þátt í könnuninni en ári áður og þeir áætluðu að hefjast handa við ríflega þriðjung þess byggingarmagns sem þeir byrjuðu á í fyrra. Hverfandi hluta óseldra íbúða hefur verið breytt í leiguhúsnæði enn sem komið er. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjár- málamarkaði, sem gefin var út 19. júní sl., gefur tæpast tilefni til end- urskoðunar á spá Seðlabankans um íbúðaverð. Aðgerðirnar gætu þó hægt á þróuninni og haft áhrif á hvernig lækkunin skiptist eftir stað- setningu, stærðar- og aldursflokkum íbúða, en aðlögun á íbúðamark- aði mun eiga sér stað engu að síður. Þær gætu hugsanlega minnkað líkurnar á því að samdrátturinn á íbúðamarkaði verði eins mikill og lýst er í fráviksdæminu í rammagrein IX-2. Það er þó ekki víst vegna þess að þær koma fyrr fram en æskilegt væri. Hærri lánshlutföll nú gætu t.d. leitt til þess að fleiri einstaklingar verði með neikvætt eigið fé í 3. Sjá Goldman Sachs, Global Economics Weekly, 16. apríl, 23. apríl og 14. maí 2008. 4. Í fráviksspá í síðasta hefti Peningamála var reiknað með meiri lækkun húsnæðisverðs en í grunnspánni og mun meiri samdrætti íbúðafjárfestingar. Áþekkt fráviksdæmi er birt í þessu hefti Peningamála, sjá rammagrein IX-2 bls. 51-53. 5. Minnkandi velta á íbúðamarkaði dregur úr hvata byggingaraðila til að láta skrá íbúðar- húsnæði sem tilbúið til notkunar. Því er líklegt að algengt sé að nær fullbúið húsnæði sé enn skráð sem fokhelt. Sú fjárfesting sem þegar hefur átt sér stað getur því verið verulega vanmetin í fyrstu tölum af þessum sökum en algengt er að u.þ.b. 40% munur sé á skráðu verðmæti íbúða á milli þessara tveggja skilgreindu byggingarstiga. 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-7 Þróun fjármunamyndunar og helstu undirflokka hennar 1991-20101 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir Íbúðarhúsnæði Hið opinbera -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 0 10 20 30 40 2010200520001995199019851980 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-8 Fjármunamyndun sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1980-20101 Mynd IV-9 Þróun íbúðafjárfestingar og raunvirðis húsnæðis 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Íbúðafjárfesting (v. ás) Húsnæðisverð að raunvirði (h. ás) % -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.