Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 67

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 67
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 67 starfsemi erlendis sérstaka heimild til þess að hafa jákvæðan gjaldeyris- jöfnuð utan við almennan gjaldeyrisjöfnuð til varnar neikvæðum áhrif- um af breytingum á gengi krónunnar á eigin fjárhlutfall. Hlutabréfamarkaður í lægð Heildarmarkaðsverðmæti íslenskra fyrirtækja í OMX-kauphöllinni hefur lækkað mikið það sem af er ári. Í lok dags 23. júní stóð úrvalsvísitalan í 4.513 stigum og hafði hún ekki verið lægri síðan 11. október 2005. Mikil lækkun á innlendum hlutabréfamarkaði í samanburði við erlenda, skýrist m.a. af hlutfallslega háu vægi fjármálafyrirtækja í íslensku vísitölunni en þau vega um 80%. Fjármálafyrirtæki hafa víðast hvar lækkað meira í verði en fyrirtæki í öðrum greinum. Sé þróun íslensku úrvalsvísitölunnar einungis borin saman við þróun eignaverðs fjármála- fyrirtækja á hinum Norðurlöndunum er munurinn öllu minni. Það sem af er ári hafa alls sjö fyrirtæki lýst yfi r áformum um afskráningu af markaði og því stefnir í að fyrirtækjum í kauphöllinni fækki umtalsvert á árinu. Stjórn 365 hf. boðaði til hluthafafundar hinn 1. júlí þar sem áformað var að leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu um skráningu félagsins úr kauphöllinni á Íslandi. Áður hafa stjórnir Vinnslustöðvarinnar, FL Group, Skipta, Icelandic Group, TM og Flögu lýst yfi r sams konar áformum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans Um miðjan maí tilkynnti Seðlabankinn að gerðir hefðu verið tvíhliða gjald- eyrisskiptasamningar við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Samningarnir eru viðbúnaðarráðstöfun og veita Seðlabanka Íslands að- gang að evrum gerist þess þörf. Hver samningur um sig veitir aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum. Seðlabanki Íslands getur dregið á samningana þegar og ef nauðsyn krefur. Ofangreindir samningar auka verulega aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé. Vegna góðrar afkomu ríkissjóðs undanfarin misseri og lágrar skuldastöðu hefur framboð áhættulausra ríkisbréfa verið mjög tak- markað. Lítið framboð krónubréfa hefur valdið vaxandi þrýstingi á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Til að liðka fyrir viðskiptum á mark- aði hefur verið ákveðið að auka við útgáfu stuttra ríkisbréfa. Eins og rakið er hér að framan verða gefi n út ríkisbréf fyrir samtals allt að 75 ma.kr. en á móti vegur að ríkisbréf að verðmæti um 15 ma.kr. voru á gjalddaga í júní. Jafnframt hefur bankastjórn Seðlabankans ákveðið að útgáfu innstæðubréfa verði fram haldið þegar bréfi n sem bankinn gaf út í mars sl. falla í gjalddaga í september nk. Útgáfa innstæðubréfa og ríkisverðbréfa er sérstaklega mikilvæg í ljósi markaðsbrests á gjaldeyr- isskiptamarkaðnum. Kaup á krónum á gjaldeyrismarkaði og fjárfesting þeirra í áhættulausum krónubréfum er hliðstæð uppsetningu skipta- samnings þar sem fjárfestir greiðir erlenda vexti af fjármögnunargjald- miðlinum og fær greidda krónuvexti. Erlendir fjárfestar geta varist gjaldmiðlaáhættu í gegnum framvirka samninga á gjaldeyrismarkaði. Aðgerðir af þessu tagi ættu því að stuðla að auknu framboði króna á markaði með framvirka samninga. Útgáfa ríkisbréfa og innstæðubréfa kemur því að vissu leyti í staðinn fyrir gjaldeyrisskiptamarkaðinn. Áformað er að Íbúðalánasjóður stofni tvo nýja lánafl okka. Annar fl okkurinn varðar lánveitingar til fjármálafyrirtækja á íbúðalánamark- Tilkynntar útgáfur erlendra skuldabréfa (v. ás) Á gjalddaga (v. ás) Útistandandi erlend skuldabréf (h. ás) 1. Gögn til og með 1. júlí 2008. Heimildir: Reuters, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. Mynd 9 Skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum erlendis1 Mánaðarlegar tölur % af VLF -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 ‘1120102009200820072006‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.