Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 6
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 6 Minni hagvöxtur í ár en áður var spáð Horfur eru á að hagvöxtur í ár verði nokkru minni en spáð var í apríl. Það skýrist af minni einkaneyslu og fjármunamyndun en áður var spáð. Tölur fyrir fyrsta ársfjórðung reyndust nokkru veikari en áður var reiknað með, einkum fjármunamyndun. Mikil umskipti urðu hvað áhrærir vöxt íbúðafjárfestingar, en hafa verður í huga að gögn frá fyrsta ársfjórðungi hafa ítrekað reynst óáreiðanleg. Vöxtur einkaneyslu á fyrsta fjórðungi ársins var 5%, eða aðeins undir spáðum vexti. Vísbendingar eru um að lítill sem enginn vöxtur hafi verið á öðrum ársfjórðungi, jafnvel samdráttur. Horfur eru á að hann ágerist á þessu og næsta ári, enda hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna dregist umtals- vert saman frá fyrra ári, fjármálaskilyrði eru afar óhagstæð og auðs- áhrif leggjast á sömu sveif. Atvinnuvegafjárfesting dregst að líkindum meira saman í ár en áður var spáð. Á næstu árum vega hins vegar nokkrar stórar fram- kvæmdir á móti sem valda því að fjárfesting eykst lítillega á ný. Töluverðar líkur eru þó á því að samdrátturinn geti orðið meiri. Ekki er óraunhæft við núverandi skilyrði að íbúðafjárfesting dragist saman að því marki að hún verði hlutfallslega álíka mikil miðað við lands- framleiðslu og fyrir uppsveifluna miklu á húsnæðismarkaði. Einnig gæti orðið snarpur samdráttur í fjárfestingu í atvinnuhúsnæði, einkum skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Um þessa áhættu er fjallað í fráviks- dæmi (sjá rammagrein IX-2). Því er ekki útilokað að hlutur fjárfestingar í aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi verði meiri en í grunnspánni en hlutur einkaneyslu minni. Halda þarf stýrivöxtum óbreyttum lengur eða hækka þá til þess að ná verðbólgumarkmiðinu innan svipaðs tíma og í aprílspánni Meiri upphafsverðbólga og lægra gengi krónu, sem í upphafi leiða til lægri raunstýrivaxta, hafa meiri áhrif á verðbólguhorfurnar en hitt að áætluð framleiðsluspenna stefnir í að verða nokkru minni í ár en áður var spáð. Til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á svipuðum tíma og í aprílspánni þarf annaðhvort að hækka stýrivexti meira framan af spáferlinum eða hefja lækkun þeirra síðar en gert var ráð fyrir í apríl. Síðari leiðin er farin í grunnspánni. Síðbúnari lækkun leiðir til þess að munur stýrivaxtaferlanna verður mestur rúmlega 3 prósentur. Fyrrnefnda leiðin fæli í sér jafnvel ívið minna framleiðslutap, því að þannig virðist hægt að hefja lækkun stýrivaxta aðeins fyrr. Munurinn er þó lítill miðað við óvissuna sem er til staðar. Stýrivaxtaferillinn sem gengið er út frá í spánni virðist duga til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á þriðja fjórðungi ársins 2010, þ.e.a.s. á svipuðum tíma og í aprílspánni. Það er lengri tími en að jafnaði teldist ásættanlegt. Í ljósi þess að verðbólgan er nú u.þ.b. 10 prósentum yfir markmiði Seðlabankans er þó ekki raunhæft að mark- miðið náist fyrr nema með mun hærri stýrivöxtum og umtalsvert meiri samdrætti. Hraðari hjöðnun verðbólgu er þó ekki útilokuð, t.d. ef gengisþróunin yrði mun hagstæðari en nú er reiknað með. Hjöðnun verðbólgunnar árið 2002 gefur vísbendingu um hve fljótt gæti dregið úr henni ef gengi krónu hækkar hratt þegar umtalsverður framleiðslu- slaki hefur myndast og húsnæðisverðbólga verður úr sögunni. Mynd I-3 Þróun þjóðarútgjalda og framleiðsluspennu 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) -15 -10 -5 0 5 10 15 20 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95‘93‘91 % af framleiðslugetu Mynd I-2 Verðlagsþróun og verðbólguspár % Verðbólguspá PM 2008/2, á ársfjórðungstíðni Verðbólguspá PM 2008/1, á ársfjórðungstíðni Verðbólga1 1. Tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Punktalína sýnir spá úr einföldu kostnaðarlíkani. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20082007 J J J F M A Á S O N DM J JÁ S O N D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.