Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 26 Spá Seðlabankans sem birt var í síðustu Peningamálum um u.þ.b. 30% lækkun húsnæðisverðs að raunvirði á spátímanum var misjafn- lega tekið. Í endurskoðaðri grunnspá er gert ráð fyrir heldur meiri lækkun húsnæðisverðs, eða tæplega 19% lækkun nafnverðs frá meðaltali ársins 2007 til meðaltals ársins 2010 sem samsvarar um þriðjungslækkun raunverðs.1 Gangi spáin eftir mun hækkun hús- næðisverðs umfram almennt verðlag undanfarin fi mm ár ganga að mestu leyti til baka. Verð yrði þó ekki lágt í sögulegu samhengi og u.þ.b. í langtímajafnvægi sínu. Ísland er ekki eyland Mikil hækkun húsnæðisverðs á þessari öld er fjölþjóðleg þróun eins og sést á mynd 1. Í fl estum löndum hefur þróun húsnæðisverðs ein- kennst af mikilli hækkun umfram bæði almennt verðlag og það sem þróun undirliggjandi ákvörðunarþátta húsnæðisverðs gæti gefi ð til- efni til. Í þessu sambandi er Ísland því ekki eyland. Frá aldamótum til loka árs 2007 hefur raunverð húsnæðis hér á landi hækkað um rúmlega 77% (miðað við raunhækkun frá fjórða ársfjórðungi 1999) og má því ætla að það sé langt yfi r langtímajafnvægi. Frá upphafi núverandi uppsveifl u árið 2002 til ársins 2007 hefur nafnverð hús- næðis hækkað um 104% og raunverð um 66%. Lækkun húsnæð- isverðs sem spáð er á næstu þremur árum þarf því að skoða í sam- hengi við verulegar hækkanir undanfarin ár. Hvar mun húsnæðiskreppa valda mestum usla? Undanfarin misseri hefur töluvert hægt á hækkun húsnæðisverðs í fl estum löndum og í nokkrum þeirra landa sem upplifað hafa snarpar verðhækkanir eru þær farnar að ganga til baka. Tölur fyrir fjórða árs- fjórðung síðasta árs og fyrsta ársfjórðung þessa árs benda til þess að húsnæðisverð hafi lækkað að raunvirði í Bandaríkjunum, Danmörku, Írlandi, Noregi, Spáni og Sviss.2 Sérfræðingar Goldman Sachs hafa metið líkurnar á minni hag- vexti og samdrætti annarra hagstærða í 17 löndum. Þau lönd sem búa við mestar líkur á efnahagssamdrætti eru Spánn, Írland, Nýja-Sjá- land og Bandaríkin. Öll löndin eiga það sameiginlegt að húsnæðisverð hefur hækkað að raunvirði samfl eytt í nokkur ár (sjá myndir 2 og 3) og töluvert umfram hækkun ráðstöfunartekna í löndunum fjórum. Þá hefur atvinnustig í byggingariðnaði og fl eiri greinum sem tengjast hús næðis markaðnum og íbúðafjárfesting einnig vikið langt frá und- irliggjandi langtímajafnvægi í löndunum fjórum. Að mati sérfræðinga Rammagrein IV-2 Húsnæðismarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi þremur árum. Var þar tekið mið af mikilli hækkun íbúðaverðs umfram almennt verðlag undanfarin ár, horfum um lækkun ráðstöfunartekna, þrengingum á lánamörkuðum og offramboði íbúðarhúsnæðis. Ekki var gert ráð fyrir að verðið færi niður fyrir áætlaða jafnvægisstöðu eins og gerðist í samdrættinum á tíunda áratugnum. Ör hækkun íbúðaverðs umfram almennt verðlag hefur verið alþjóðlegt fyrirbrigði. Núverandi tímabil hækkandi húsnæðisverðs í heiminum hefur verið um tvöfalt lengra en að meðaltali í fyrri upp- sveiflum og hækkunin er þrefalt meiri.2 Alþjóðlega húsnæðisverðbólan er á hröðu undanhaldi eins og fjallað er um í rammagrein IV-2. 1. Húsnæðisverð að raunvirði lækkar um tæplega 31% á spátímanum sem nær frá öðrum ársfjórðungi þessa árs til annars fjórðungs ársins 2011. Það er nánast sama lækkun og gert var ráð fyrir á spátíma aprílspárinnar. 2. Sjá OECD (2008), Economic Outlook, 83, júní 2008 (bráðabirgðaútgáfa). 2. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2008), „Chapter III - The Changing Housing Cycle and Its Implications for Monetary Policy”, World Economic Outlook, apríl. Mynd 1 Hækkun húsnæðisverðs að raunvirði %-breytingar frá aldamótum1 1. Miðað er við %-breytingar frá 4. ársfjórðungi ársins 1999 til ársloka 2007. Heimildir: Goldman Sachs, Seðlabanki Íslands. % -40 -20 0 20 40 60 80 100 Ja pa n Þý sk al an d Sv is s H ol la nd Ba nd ar ík in Fi nn la nd Ít al ía N or eg ur Ír la nd K an ad a D an m ör k Á st ra lía Sv íþ jó ð Ís la nd N ýj a- Sj ál an d Fr ak kl an d Sp án n Br et la nd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.