Peningamál - 01.07.2008, Page 26

Peningamál - 01.07.2008, Page 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 26 Spá Seðlabankans sem birt var í síðustu Peningamálum um u.þ.b. 30% lækkun húsnæðisverðs að raunvirði á spátímanum var misjafn- lega tekið. Í endurskoðaðri grunnspá er gert ráð fyrir heldur meiri lækkun húsnæðisverðs, eða tæplega 19% lækkun nafnverðs frá meðaltali ársins 2007 til meðaltals ársins 2010 sem samsvarar um þriðjungslækkun raunverðs.1 Gangi spáin eftir mun hækkun hús- næðisverðs umfram almennt verðlag undanfarin fi mm ár ganga að mestu leyti til baka. Verð yrði þó ekki lágt í sögulegu samhengi og u.þ.b. í langtímajafnvægi sínu. Ísland er ekki eyland Mikil hækkun húsnæðisverðs á þessari öld er fjölþjóðleg þróun eins og sést á mynd 1. Í fl estum löndum hefur þróun húsnæðisverðs ein- kennst af mikilli hækkun umfram bæði almennt verðlag og það sem þróun undirliggjandi ákvörðunarþátta húsnæðisverðs gæti gefi ð til- efni til. Í þessu sambandi er Ísland því ekki eyland. Frá aldamótum til loka árs 2007 hefur raunverð húsnæðis hér á landi hækkað um rúmlega 77% (miðað við raunhækkun frá fjórða ársfjórðungi 1999) og má því ætla að það sé langt yfi r langtímajafnvægi. Frá upphafi núverandi uppsveifl u árið 2002 til ársins 2007 hefur nafnverð hús- næðis hækkað um 104% og raunverð um 66%. Lækkun húsnæð- isverðs sem spáð er á næstu þremur árum þarf því að skoða í sam- hengi við verulegar hækkanir undanfarin ár. Hvar mun húsnæðiskreppa valda mestum usla? Undanfarin misseri hefur töluvert hægt á hækkun húsnæðisverðs í fl estum löndum og í nokkrum þeirra landa sem upplifað hafa snarpar verðhækkanir eru þær farnar að ganga til baka. Tölur fyrir fjórða árs- fjórðung síðasta árs og fyrsta ársfjórðung þessa árs benda til þess að húsnæðisverð hafi lækkað að raunvirði í Bandaríkjunum, Danmörku, Írlandi, Noregi, Spáni og Sviss.2 Sérfræðingar Goldman Sachs hafa metið líkurnar á minni hag- vexti og samdrætti annarra hagstærða í 17 löndum. Þau lönd sem búa við mestar líkur á efnahagssamdrætti eru Spánn, Írland, Nýja-Sjá- land og Bandaríkin. Öll löndin eiga það sameiginlegt að húsnæðisverð hefur hækkað að raunvirði samfl eytt í nokkur ár (sjá myndir 2 og 3) og töluvert umfram hækkun ráðstöfunartekna í löndunum fjórum. Þá hefur atvinnustig í byggingariðnaði og fl eiri greinum sem tengjast hús næðis markaðnum og íbúðafjárfesting einnig vikið langt frá und- irliggjandi langtímajafnvægi í löndunum fjórum. Að mati sérfræðinga Rammagrein IV-2 Húsnæðismarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi þremur árum. Var þar tekið mið af mikilli hækkun íbúðaverðs umfram almennt verðlag undanfarin ár, horfum um lækkun ráðstöfunartekna, þrengingum á lánamörkuðum og offramboði íbúðarhúsnæðis. Ekki var gert ráð fyrir að verðið færi niður fyrir áætlaða jafnvægisstöðu eins og gerðist í samdrættinum á tíunda áratugnum. Ör hækkun íbúðaverðs umfram almennt verðlag hefur verið alþjóðlegt fyrirbrigði. Núverandi tímabil hækkandi húsnæðisverðs í heiminum hefur verið um tvöfalt lengra en að meðaltali í fyrri upp- sveiflum og hækkunin er þrefalt meiri.2 Alþjóðlega húsnæðisverðbólan er á hröðu undanhaldi eins og fjallað er um í rammagrein IV-2. 1. Húsnæðisverð að raunvirði lækkar um tæplega 31% á spátímanum sem nær frá öðrum ársfjórðungi þessa árs til annars fjórðungs ársins 2011. Það er nánast sama lækkun og gert var ráð fyrir á spátíma aprílspárinnar. 2. Sjá OECD (2008), Economic Outlook, 83, júní 2008 (bráðabirgðaútgáfa). 2. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2008), „Chapter III - The Changing Housing Cycle and Its Implications for Monetary Policy”, World Economic Outlook, apríl. Mynd 1 Hækkun húsnæðisverðs að raunvirði %-breytingar frá aldamótum1 1. Miðað er við %-breytingar frá 4. ársfjórðungi ársins 1999 til ársloka 2007. Heimildir: Goldman Sachs, Seðlabanki Íslands. % -40 -20 0 20 40 60 80 100 Ja pa n Þý sk al an d Sv is s H ol la nd Ba nd ar ík in Fi nn la nd Ít al ía N or eg ur Ír la nd K an ad a D an m ör k Á st ra lía Sv íþ jó ð Ís la nd N ýj a- Sj ál an d Fr ak kl an d Sp án n Br et la nd

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.