Peningamál - 01.07.2008, Page 69

Peningamál - 01.07.2008, Page 69
F JÁRMÁLAMARKAÐIR OG AÐGERÐIR SEÐLABANKANS P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 69 aði til endurfjármögnunar á íbúðalánum sem viðkomandi lánastofnanir hafa þegar veitt. Með útgáfu innstæðubréfa dregur Seðlabankinn til sín lausafé af krónumarkaði en það eykur aðhald peningastefnunnar. Endurfjármögnun á íbúðalánum fjármálafyrirtækja gæti aukið aðgengi viðkomandi fjármálafyrirtækja að lausafé þar sem seljanleiki (e. liqu- idity) og veðhæfi bréfa sjóðsins er mun betra í ljósi ríkisábyrgðarinnar sem þau njóta auk þess sem þau veita aðgang að lausafjárfyrirgreiðslu í Seðlabankanum. Hinn fl okkurinn varðar lánveitingar til lánastofnana til fjármögn- unar á nýjum íbúðalánum. Skilyrði lánveitinga í þessum fl okkum eru að þær séu til þess fallnar að tryggja öryggi og framboð lána og eðli- lega verðmyndun á íbúðamarkaði. Sérstakt gjald verður innheimt af lánunum vegna ríkisábyrgðar. Fjármögnun Íbúðalánasjóðs á framan- greindum íbúðalánum fjármálastofnana verður gegn veði í safni fast- eignaveðbréfa þeirra með svipuðum hætti og gildir um sértryggð skuldabréf annaðhvort með lausafé eða með íbúðabréfum sem hæf eru sem veð í viðskiptum við Seðlabankann. OBX (Noregur) DJIA (Bandaríkin) NIKKEI 225 (Japan) Mynd 10 Þróun nokkurra hlutabréfavísitalna Daglegar tölur 1. janúar 2007 - 20. júní 2008 1. janúar 2007 = 100 Heimild: Bloomberg. 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 jan. mars maí júlí sep. nóv. jan. mars maí DAX (Þýskaland) OMXI15 (Ísland) FTSE100 (Bretland) 20082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.