Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 18
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
8
•
2
18
unnar verði meira næstu misserin en áður var búist við. Samkvæmt
könnun á spám sérfræðinga á fjármálamarkaði má sjá að þeir gera nú
ráð fyrir að stýrivextir verði ívið hærri á þessu ári en þeir gerðu áður
ráð fyrir, en verði svipaðir á næstu tveimur árum (sjá viðauka 2).
Ávöxtunarkrafa á tveimur styttri verðtryggðu íbúðabréfunum
hefur hækkað það sem af er júní, sem líklega má að einhverju leyti
rekja til þess að fjárfestar geri nú ráð fyrir að stærstur hluti lækk-
unar gengisins í marsmánuði sé nú þegar kominn fram í verðlagi.
Ávöxtunarkrafa tveggja lengri flokka þessara bréfa hefur aftur á móti
haldist lægri. Mikil óvissa hefur verið um framtíð Íbúðalánasjóðs og
hefur það eflaust haft áhrif á eftirspurn lífeyrissjóða, stærstu eig-
enda þessara flokka, sökum óvissu um framboð langra verðtryggðra
skuldabréfa með ríkisábyrgð. Í kjölfar stjórnvaldsaðgerða sem til-
kynntar hafa verið til að örva fasteigna- og fjármálamarkaðinn er óvíst
hvernig aðgerðir ríkisstjórnarinnar samrýmast áformum um breytingar
á hlutverki Íbúðalánasjóðs.1 Ávöxtunarkrafa verðtryggðra íbúðabréfa
hækkaði í kjölfar tilkynningarinnar en á meðan upplýsingar um nánari
útfærslu þessara aðgerða liggja ekki fyrir ríkir óvissa um framhaldið.
Þessi óvissa er slæm, ekki síst fyrir framkvæmd peningastefnunnar, en
miðlun hennar á mikið undir því komið að áhrif stýrivaxta eigi greiða
leið út í lengri enda verðtryggða vaxtarófsins.
Gengi krónunnar hefur haldist lágt og óstöðugt
Innlendir vextir á gjaldeyrisskiptamarkaði eru enn lágir og vaxta munur
á stystu samningunum lítill sem enginn. Meðan þetta ástand varir er
erfitt fyrir útgefendur jöklabréfa að verja sig fyrir gjaldeyris áhættu og
slæmar horfur eru á að hægt verði að velta áfram þeim bréfum sem
gefin hafa verið út, sérstaklega þar sem lítið framboð er á tryggum
skuldabréfum. Þetta ástand skapar þrýsting á gengi krónunnar og
skýrir líklega að mestu leyti fall krónunnar í mars og lágt og sveiflu-
kennt gengi hennar síðan.
Viðbrögð Seðlabankans við þessu ástandi hafa verið af tvennum
toga, annars vegar aukin útgáfa innstæðubréfa, sem gerð hafa verið
aðgengileg erlendum fjárfestum, og hins vegar hækkun stýrivaxta.
Hvort tveggja virðist hafa liðkað til á gjaldeyrisskiptamarkaði og styrkt
krónuna tímabundið. Útgáfa innstæðubréfanna opnaði nýjan farveg
fyrir innstreymi fjármagns og stöðutöku með krónunni, en á sama
tíma hefur slík útgáfa áhrif á framboð innlends fjármagns. Velta á milli-
bankamarkaði hefur dregist saman til muna á undanförnum vikum.
Líklega hefur útgáfa þessara bréfa haft áhrif þar á. Aukin eftir spurn
erlendra fjárfesta eftir stuttum ríkistryggðum fjáreignum hefur verið
mikil og af þróun ávöxtunarkröfu stystu óverðtryggðu ríkisskulda-
bréfanna má draga þá ályktun að útgáfa innstæðubréfanna hafi aðeins
létt á þeirri eftirspurn en á engan hátt mætt henni að fullu.2
1. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lagt fram athugasemdir varðandi ríkisábyrgð sjóðsins.
2. Sjá nánari umfjöllun um mikilvægi þess að fjármálamarkaðir starfi eðlilega og áhrif
mark aðsbresta á gengi krónunnar og miðlun peningastefnunnar í rammagrein III-1.
%
Mynd III-4
Ávöxtun verðtryggðra langtímaskuldabréfa
Daglegar tölur 8. júlí 2004 - 1. júlí 2008
Heimild: Seðlabanki Íslands.
HFF150914
HFF150224
HFF150434
HFF150644
3,0
3,5
4,0
4,5
5,0
5,5
6,0
6,5
7,0
7,5
8,0
8,5
20082007200620052004
%
Mynd III-5
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa
Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 1. júlí 2008
Heimild: Seðlabanki Íslands.
RIKB 08 0613
RIKB 08 1212
RIKB 09 0612
RIKB 10 0317
RIKB 13 0517
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
20082007
Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands.
Mynd III-6
Mismunur afleiddra krónuvaxta á skipta-
samningum og evrópskra millibankavaxta
og gengi krónunnar gagnvart evru
Daglegar tölur 1. ágúst 2007 - 1. júlí 2008
3 mánaða vaxtamunur á millibankamarkaði (v. ás)
3 mánaða vaxtamunur á skiptasamningum (v. ás)
Gengi krónunnar gagnvart evru (andhverfur h. ás)
%
-2
0
2
4
6
8
10
12
78
86
94
102
110
118
126
134
20082007
Kr./evra