Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 8

Peningamál - 01.07.2008, Qupperneq 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 8 Í fráviksdæmi í þessu hefti Peningamála eru metnar afleiðingar þess að launþegar sætti sig ekki við skerðingu kaupmáttar og reyni að fá kaupmáttarskerðinguna bætta. Fráviksdæmið er hliðstætt því sem sýnt var í síðustu Peningamálum. Vegna þess að horfur eru á að meiri launahækkun þurfi til þess að bæta kaupmáttarskerðinguna en útlit var fyrir í apríl verður verðbólguvandinn langdregnari en þá var talið líklegt og hærri stýrivexti þarf til þess að vega á móti. Til þess að ná verðbólgumarkmiðinu innan spátímans gæti þurft að hækka stýrivexti í hátt í 17% á fyrsta ársfjórðungi 2009 og lækkun gæti vart hafist fyrr en á þriðja fjórðungi þess árs. Hraðari verðbólguhjöðnun ef meiri samdráttur verður á húsnæðismarkaði Þótt fjármunamyndun dragist saman í grunnspánni helst hún hlut- fallslega mikil í sögulegu samhengi. Í hlutfalli við landsframleiðslu verður hún samkvæmt spánni jafnvel meiri en á árunum 1998-2000 og mun meiri en á fyrri samdráttartímabilum. Þetta gæti hæglega reynst ofmat. Til dæmis virðist líklegt miðað við þróunina undanfarið að íbúðafjárfesting dragist verulega saman. Í síðara fráviksdæminu eru líkt og í aprílhefti Peningamála skoðaðar afleiðingar slíkrar þróunar. Nokkru meiri lækkun húsnæðisverðs og meiri framleiðsluslaki leiða til þess að verðbólgu markmiðið næst fyrr að óbreyttum stýrivaxtaferli, eða hægt er að hefja lækkun stýrivaxta fyrr. Í fráviksdæminu er hluti viðbótar slakans nýttur til þess að ná verðbólgumarkmiðinu fyrr, en með nokkru lægri stýrivaxtaferli en í grunnspánni. Hinn 19. júní tilkynnti ríkisstjórnin um aðgerðir er miða að því að liðka um fyrir fjármögnun á íbúðamarkaði, m.a. með hækkun hámarkslána, afnámi viðmiðunar við brunabótamat og útgáfu nýrra skuldabréfaflokka til þess að fjármagna ný og eldri húsnæðisveð- lán innlánsstofnana. Vafi er á að skynsamlegt sé að auðvelda fleiri húsnæðiskaupendum að skuldsetja sig meira á sama tíma og hjöðnun húsnæðisverðbólunnar er að hefjast. Sterkari rök væru fyrir aðgerðum af þessu tagi eftir að íbúðaverð hefur lækkað umtalsvert til að koma í veg fyrir meiri lækkun en efnahagsleg skilyrði réttlæta. Líklega munu þessar aðgerðir þó ekki hafa veruleg áhrif á heildaraðlögun íbúðaverðs að langtímajafnvægi, þótt hugsanlegt sé að þær seinki þeim aðeins. Í versta falli gætu þessar aðgerðir leitt til þess að fleiri verði í þeirri stöðu að verðmæti eignar hafi fallið niður fyrir verðmæti láns eftir nokkur ár en ella. Í grunnspánni er því áfram gert ráð fyrir svipaðri lækkun og í aprílspánni. Markaðsbrestir gera framkvæmd peningastefnunnar vandasamari en ella ... Í þeim spám sem kynntar eru í þessu hefti Peningamála er í raun gengið út frá því að helstu markaðir, þ.e.a.s. peninga-, gjaldeyris- og skuldabréfamarkaðir, virki með tiltölulega eðlilegum hætti þótt reynt sé að taka tillit til hækkunar vaxta- og áhættuálags. Annað hefur verið uppi á teningnum nýlega (sjá rammagrein III-1). Seljanleiki á gjald- eyris-, peninga- og skuldabréfamörkuðum hefur oft verið mjög lítill á köflum. Gjaldeyrisskiptamarkaðurinn hefur verið nánast óvirkur frá því í mars, eins og lýst var í rammagrein III-1 í Peningamálum 2008/1. 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-5 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með veikara gengi og frekari launahækkunum Fráviksdæmi með veikari húsnæðismarkaði og gengi 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2006 2007 2008 2009 2010 2011 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-6 Verðbólga - fráviksdæmi Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með veikara gengi og frekari launahækkunum Fráviksdæmi með veikari húsnæðismarkaði og gengi Verðbólgumarkmið -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.