Peningamál - 01.07.2008, Side 32

Peningamál - 01.07.2008, Side 32
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 32 VI Vinnumarkaður og launaþróun Merki um minnkandi spennu á vinnumarkaði eru enn ekki orðin skýr í gögnum, þótt fréttir berist af uppsögnum. Atvinnuleysi er hverf- andi og innflutningur vinnuafls var enn töluverður í maí. Samdráttur í útgáfu kennitalna bendir þó til þess að draga muni úr innflutningi vinnuafls og atvinnuleysi gæti aukist hratt á seinni hluta ársins. Reyna mun á forsenduákvæði kjarasamninga á næsta ári, en í grunnspánni er ekki gert ráð fyrir því að niðurstaða endur skoðunarinnar hafi í för með sér verulegan viðbótarlaunakostnað. Afleiðingar þess eru hins vegar skoðaðar í fráviksspá. Samdráttur vinnumagns Heildarvinnustundum fækkaði á fyrsta fjórðungi þessa árs samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðskönnunar Hagstofu Íslands, í fyrsta skipti frá því á síðasta fjórðungi ársins 2004. Styttri vinnuvika skýrir fækkun heild- arvinnustunda en fólki á vinnumarkaði fjölgaði einnig óverulega miðað við það sem verið hefur undanfarin þrjú ár. Á seinni hluta síðasta árs dró verulega úr fjölgun heildarvinnustunda miðað við það sem var á árunum 2005-2006 vegna styttri vinnuviku þótt fólki við vinnu fjölgaði verulega. Skýringa á styttri vinnutíma virðist hafa verið að leita á framboðshlið- inni þar sem þeir sem unnu minna í viðmiðunarvikunni en þeir gera að staðaldri sögðust gera það vegna þess að þeir tóku eitthvert frí í viðmið- unarvikunni. Veruleg aukning kaupmáttar launa og ráðstöfunartekna undanfarin ár og sterk staða launafólks vegna langvarandi umframeft- irspurnar eftir vinnuafli hefur líklega ýtt undir frítöku. Svipuð þróun var undanfari viðsnúnings á vinnumarkaði á árinu 2001; þ.e.a.s. fækkun vinnustunda en fjölgun fólks í vinnu. Árið 2002 fækkaði svo bæði vinnu- stundum og fólki við vinnu á sama tíma og atvinnuleysi jókst. Enn ekki skýr merki um viðsnúning á vinnumarkaði ... Tölur um innflutning vinnuafls benda ekki til að fækkun heildarvinnu- stunda á fyrsta fjórðungi ársins hafi stafað af minni eftirspurn eftir vinnuafli. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru nýskráningar starfsmanna fleiri en á sama tímabili árið á undan. Í maí voru nýskráningar hins vegar færri en á sama tímabili í fyrra. Innflutningur vinnuafls var þó enn mikill í maí og endurskráningar erlendra starfsmanna fleiri það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Skráð atvinnuleysi stóð í stað það sem af er ári, nálægt 1%. … en vísbendingar um að dregið hafi úr eftirspurn … Tölur um útgáfu kennitalna benda þó til að dregið hafi úr vinnuaflseftir- spurn. Um fimmtungi færri kennitölur til 18 ára og eldri voru gefnar út fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þar sem starfsmaður þarf kennitölu til að fá vinnu má gera ráð fyrir að áfram dragi úr skrán- ingu erlendra starfsmanna hjá Vinnumálastofnun á næstu mánuðum. … og að atvinnuleysi gæti aukist hratt á haustmánuðum Upplýsingar frá vinnumiðlunum, Vinnumálastofnun og aðilum vinnu- markaðarins benda einnig til að minni eftirspurn komi fljótlega fram í auknu atvinnuleysi. Tilkynningum um uppsagnir starfsmanna virðist Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd VI-1 Breytingar á vinnuafli 2004-2008 1. ársfj. 2004 2. ársfj. 2004 3. ársfj. 2004 4. ársfj. 2004 Breyting frá sama fjórðungi fyrra árs 1. ársfj. 2005 2. ársfj. 2005 3. ársfj. 2005 4. ársfj. 2005 1. ársfj. 2006 2. ársfj. 2006 3. ársfj. 2006 4. ársfj. 2006 1. ársfj. 2007 2. ársfj. 2007 3. ársfj. 2007 4. ársfj. 2007 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 Meðal- vinnutími (klst.) Heildar- vinnustundir (%) Fjöldi starfandi (%) 1. ársfj. 2008 Heimildir: Vinnumálastofnun, Þjóðskrá. Mynd VI-2 Útgáfa kennitalna og erlendir starfsmenn skráðir hjá Vinnumálastofnun Nýir starfsmenn á vegum starfsmannaleigna (v. ás) Skráðir nýir starfsmenn frá ESB-8 (v. ás) Ný tímabundin leyfi (v. ás) Ný tímabundin leyfi á nýjum vinnustað, framlengd tímabundin leyfi og starfsmenn frá ESB-8 áður á vinnumarkaði (v. ás) Útgáfa kennitalna til erlendra ríkisborgara 18 ára og eldri (h. ás) Fjöldi, viðbót í hverjum mán. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 0 400 800 1.200 1.600 2.000 2.400 2.800 3.200 20082007200620052004 Fjöldi, viðbót í hverjum mán.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.