Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 76

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 76
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 76 ANNÁLL Hinn 20. maí lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs um eitt þrep í Aa1 úr Aaa. Landsmat (e. country ceiling) á bankainnstæður í erlendri mynt var einnig lækkað í Aa1 úr Aaa. Horfum fyrir lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs var breytt úr neikvæð- um í stöðugar. Hinn 22. maí ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxt- um óbreyttum í 15,5%. Hinn 23. maí voru undirritaðir nýir samningar hjá Seðlabanka Íslands í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningunum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að lánsfé og efl a verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði. Samningarnir voru gerðir við sjö fjármálastofnanir og gilda í eitt ár. Hinn 27. maí var haldið sérstakt útboð í stuttum fl okki ríkisbréfa. Í boði var RIKB 08 1212 og var tilboðum tekið fyrir 15 ma.kr. að nafnverði á meðalávöxtunarkröfunni 12,45%. Hinn 28. maí samþykkti Alþingi breytingar á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, þar sem m.a. er kveðið á um að uppgjör greiðslufyrirmæla vegna rafbréfa sem skráð eru í erlendri mynt í inn- lendri verðbréfamiðstöð skuli fara fram fyrir milligöngu verðbréfamið- stöðvar sem uppfylli kröfur jafngildar þeim sem gerðar eru í lögum um öryggi greiðslufyrirmæla. Skal uppgjörskerfi ð hafa greiðan aðgang að viðkomandi gjaldmiðli. Hinn 29. maí var haldið fjórða útboð á RIKB 19 0226. Tilboðum var tekið fyrir 6,5 ma.kr. að nafnverði á meðalávöxtunarkröfunni 9,55%. Hinn 29. maí samþykkti Alþingi lög um niðurfellingu stimpilgjalds vegna fyrstu íbúðar. Hinn 30. maí samþykkti Alþingi breytingar á tekjuskattslögum sam- kvæmt fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirskrift kjara- samninga á almennum vinnumarkaði í febrúar árið 2008. Þau voru hækkun persónuafsláttar, hækkun viðmiðunarmarka tekna við álagn- ingu barnabóta, lækkun tekjuskerðingarhlutfalla barnabóta, hækkun eignarviðmiðunarmarka vaxtabóta og lækkun á tekjuskattshlutfalli fyr- irtækja. Einnig var gerð sú breyting að gengismunur í rekstri lögaðila dreifi st á þrjú ár. Júní 2008 Hinn 4. júní gaf Seðlabanki Íslands út nýjar reglur um gjaldeyrisjöfnuð sem tóku gildi 1. júlí. Á sama tíma féllu niður reglur nr. 318 frá 2006. Helsta breytingin er sú að hámarks misvægi milli gengisbundinna eigna og skulda er þrengt úr 30% í 10%. Þá geta fjármálafyrirtæki sótt um heimild fyrir sérstökum jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði til varnar neikvæð- um áhrifum af gengisbreytingum á eiginfjárhlutfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.