Peningamál - 01.07.2008, Side 76

Peningamál - 01.07.2008, Side 76
P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 76 ANNÁLL Hinn 20. maí lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lánshæf- iseinkunn ríkissjóðs um eitt þrep í Aa1 úr Aaa. Landsmat (e. country ceiling) á bankainnstæður í erlendri mynt var einnig lækkað í Aa1 úr Aaa. Horfum fyrir lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs var breytt úr neikvæð- um í stöðugar. Hinn 22. maí ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxt- um óbreyttum í 15,5%. Hinn 23. maí voru undirritaðir nýir samningar hjá Seðlabanka Íslands í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningunum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að lánsfé og efl a verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði. Samningarnir voru gerðir við sjö fjármálastofnanir og gilda í eitt ár. Hinn 27. maí var haldið sérstakt útboð í stuttum fl okki ríkisbréfa. Í boði var RIKB 08 1212 og var tilboðum tekið fyrir 15 ma.kr. að nafnverði á meðalávöxtunarkröfunni 12,45%. Hinn 28. maí samþykkti Alþingi breytingar á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, þar sem m.a. er kveðið á um að uppgjör greiðslufyrirmæla vegna rafbréfa sem skráð eru í erlendri mynt í inn- lendri verðbréfamiðstöð skuli fara fram fyrir milligöngu verðbréfamið- stöðvar sem uppfylli kröfur jafngildar þeim sem gerðar eru í lögum um öryggi greiðslufyrirmæla. Skal uppgjörskerfi ð hafa greiðan aðgang að viðkomandi gjaldmiðli. Hinn 29. maí var haldið fjórða útboð á RIKB 19 0226. Tilboðum var tekið fyrir 6,5 ma.kr. að nafnverði á meðalávöxtunarkröfunni 9,55%. Hinn 29. maí samþykkti Alþingi lög um niðurfellingu stimpilgjalds vegna fyrstu íbúðar. Hinn 30. maí samþykkti Alþingi breytingar á tekjuskattslögum sam- kvæmt fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirskrift kjara- samninga á almennum vinnumarkaði í febrúar árið 2008. Þau voru hækkun persónuafsláttar, hækkun viðmiðunarmarka tekna við álagn- ingu barnabóta, lækkun tekjuskerðingarhlutfalla barnabóta, hækkun eignarviðmiðunarmarka vaxtabóta og lækkun á tekjuskattshlutfalli fyr- irtækja. Einnig var gerð sú breyting að gengismunur í rekstri lögaðila dreifi st á þrjú ár. Júní 2008 Hinn 4. júní gaf Seðlabanki Íslands út nýjar reglur um gjaldeyrisjöfnuð sem tóku gildi 1. júlí. Á sama tíma féllu niður reglur nr. 318 frá 2006. Helsta breytingin er sú að hámarks misvægi milli gengisbundinna eigna og skulda er þrengt úr 30% í 10%. Þá geta fjármálafyrirtæki sótt um heimild fyrir sérstökum jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði til varnar neikvæð- um áhrifum af gengisbreytingum á eiginfjárhlutfall.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.