Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 9 Segja má að vandinn sé þríþættur: í fyrsta lagi mikill við- skiptahalli sem felur í sér mikla þörf fyrir erlent fjármagn, í öðru lagi stórt bankakerfi sem á erfitt með að afla lánsfjár á erlendum lánsfjár- mörkuðum en það skiptir sköpum fyrir fjármögnun viðskiptahallans og í þriðja lagi stór stofn útistandandi jöklabréfa (u.þ.b. þriðjungur af landsframleiðslu) sem erfitt verður að velta áfram nema fjármögn- unarskilyrði bankanna batni svo að gjaldeyrisskiptamarkaðurinn færist í eðlilegra horf eða að eigendum bréfanna verði gert kleift að fjárfesta í öðrum fjáreignum í krónum. Einn mikilvægasti hlekkurinn í þeirri keðju sem þarf að vera heil til þess að fjármögnun viðskiptahallans geti gengið áfallalaust fyrir sig er að bankakerfið njóti trausts og geti því aflað erlends lánsfjár með eðlilegum hætti. Þetta traust hefur enn ekki tekist að endurheimta að því marki að bankakerfið hafi greiðan aðgang að erlendum láns- fjármörkuðum. Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða af ýmsu tagi er miða að því að auka traust, t.d. með gjaldmiðlaskiptasamningum við erlenda seðlabanka og aukinni útgáfu innstæðubréfa sem eru aðgengileg erlendum fjárfestum og stuðla þannig að auknu innstreymi gjaldeyris. Aukin útgáfa ríkissjóðs á ríkisbréfum þjónar sama markmiði. Meginábyrgðin á að endurheimta traust á bankakerfið liggur þó hjá bönkunum sjálfum. ... og leiða til þess að hærri stýrivexti þarf en ella til þess að endurheimta stöðugt verðlag Ef ekki tekst að tryggja skilvirkni peninga-, skuldabréfa- og gjaldeyris- markaða getur niðurstaðan orðið hvort tveggja, meiri efnahagssam- dráttur og aukin verðbólga. Erfiðleikar bankanna á erlendum láns- fjármörkuðum birtast t.d. í útlánatregðu innanlands, sem ýtir undir samdrátt og gengislækkun, sem eykur verðbólgu. Gengislækkunina í mars og verðbólguna sem fylgdi í kjölfarið má líklega að töluverðu leyti rekja til markaðsbresta, þótt hinn undirliggjandi vandi sé mikill viðskiptahalli og erfiðleikar fjármálafyrirtækja. Áhrif stýrivaxta á mark- aði verða minni, sem m.a. birtast í sveiflukenndri ávöxtun skuldabréfa og óstöðugu gengi. Það vekur þá spurningu hvort tilgangslaust sé að breyta stýrivöxtum þegar verðbólguhorfur versna af ástæðum sem rekja má til markaðsbresta. Svo er alls ekki. Lítill vafi er á því að ákveð- in viðbrögð Seðlabankans í mars juku traust á krónunni og stöðvuðu, a.m.k. um sinn, vítahring verðlagshækkana og gengis breytinga. Veik áhrif stýrivaxta eru ekki rök fyrir minni viðbrögðum peningastefnu heldur þvert á móti. Hafi stýrivextirnir t.d. lítil áhrif á gengi krónunnar og verðbólga eykst þess vegna tímabundið meira en ella, án þess að við verði ráðið, þarf hærri stýrivexti en ella til þess að tryggja að raun- stýrivextir haldist jákvæðir. Jákvæðir raunstýrivextir eru forsenda þess að stöðugleiki ríki í gengismálum og verðbólguvæntingar hafi næga kjölfestu þannig að komist verði hjá umtalsverðum annarrar umferðar áhrifum. Að koma í veg fyrir að skammtímaraunvextir lækki óhóflega þegar gjaldeyrismarkaðurinn glímir við markaðsbresti af þessu tagi er sérstaklega mikilvægt í landi þar sem fjármagnshreyfingar eru frjálsar og lausar innstæður í bankakerfinu nema u.þ.b. heilli landsframleiðslu. Ef vítahringur gjaldeyrisútstreymis myndast vegna þess að ávöxtun Heimildir: Bloomberg, Seðlabanki Íslands. Mynd I-7 Mismunur afleiddra krónuvaxta á skipta- samningum og evrópskra millibankavaxta og gengi krónunnar gagnvart evru Daglegar tölur 1. ágúst 2007 - 1. júlí 2008 3 mánaða vaxtamunur á millbankamarkaði (v. ás) 3 mánaða vaxtamunur á skiptasamningum (v. ás) Gengi krónunnar gagnvart evru (andhverfur h. ás) % -2 0 2 4 6 8 10 12 78 86 94 102 110 118 126 134 20082007 Kr./evra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.