Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 63

Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 63
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Áframhaldandi órói á fjármálamörkuðum Talsverður órói ríkir enn á erlendum fjármálamörkuðum. Ástandið batnaði þó talsvert í apríl í kjölfar sam- ræmdra aðgerða nokkurra helstu seðlabanka heimsins ásamt óvæntum aðgerðum seðlabanka Bandaríkjanna til að bjarga Bear Stearns-fjárfestingarbankanum frá yfirvofandi greiðsluþroti. Þróunin á peningamörkuðum hefur að vissu leyti snúist til betri vegar, einkum á skemmri enda vaxtarófsins. Áhættufælni fjárfesta er þó enn mun meiri en fyrir áramót, sem m.a. endurspeglast í háu skuldatryggingarálagi. Hækkun olíu- og hrávöruverðs hefur í vaxandi mæli leitt til aukinnar verðbólgu víðast hvar í heiminum. Aðgangur íslenskra fjármálastofnana að erlendu lánsfé er enn mjög takmarkaður. Skuldatryggingarálag á íslensku bankana lækkaði í apríl og maí en hækkaði á ný í júní. Þrátt fyrir það er álag bankanna enn umtalsvert lægra nú en í byrjun apríl. Velta á milli- bankamarkaði hefur dregist mikið saman og skráðir Reibor vextir hafa lítið breyst. Aðgangur Seðlabankans að erlendum gjaldeyri jókst til muna í maí þegar tilkynnt var um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Slakað á peningalegu aðhaldi í Bandaríkjunum og Bretlandi Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í lok apríl og eru þeir nú 2%. Breski seðlabankinn lækkaði einnig stýrivexti um 0,25 prósentur um miðjan apríl en evrópski seðlabankinn (ECB) hefur haldið vöxtum óbreyttum í heilt ár. Við kynningu ákvörðunar ECB um óbreytta vexti í júní kom fram að bankinn kynni að hækka vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi í ljósi vaxandi verðbólguþrýstings. Viðbrögð markaðsaðila voru skjót og út frá þróun vaxta á skiptamörk- uðum má lesa að gert sé ráð fyrir að stýrivextir á evrusvæðinu hækki um að minnsta kosti hálfa prósentu fyrir árslok. Þrátt fyrir að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um samtals 1,25 prósentur í janúar sl. hélst gengi Bandaríkjadals gagnvart evru tiltölulega stöðugt fyrstu tvo mánuði ársins. Í byrjun mars tók gengi evrunnar hins vegar að styrkjast nokkuð skarpt gagnvart Banda- ríkjadal allt fram undir miðjan apríl þegar það náði sögulegu hámarki, tæplega 1,6 Bandaríkjadölum. Síðan hefur Bandaríkjadalur styrkst nokkuð gagnvart evru. Styrkingin skýrist m.a. af vaxandi verðbólgu- þrýstingi í Bandaríkjunum í kjölfar hækkandi orku- og hrávöruverðs og væntingum um að vaxtalækkunarferli bandaríska seðlabankans sé lokið. Peningamarkaðir enn ekki komnir í eðlilegt horf Áfram gætir talsverðs óróa á erlendum peningamörkuðum þrátt fyrir víðtækar aðgerðir seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands og evrópska seðlabankans. Peningamarkaðsvextir á millibankalánum til allt að eins mánaðar hafa þó haldist nokkurn veginn í samræmi við stýrivexti, en vextir á óveðtryggðum millibankalánum til lengri tíma hafa hækkað talsvert frá því í byrjun mars. Bilið á milli óveðtryggðra og veðtryggðra vaxta hefur einnig aukist á tímabilinu. Háir vextir á peningamarkaði miðað við stýrivexti eru til marks um áframhaldandi tortryggni á milli- bankamarkaði, nema í viðskiptum til mjög skamms tíma. Mismunurinn á milli peningamarkaðsvaxta og væntra stýrivaxta (sjá mynd 2) hefur 1. Upplýsingar í greininni miðast við 23. júní 2008. Mynd 1 Stýrivextir nokkurra seðlabanka og hækkun/lækkun frá síðustu Peningamálum1 % 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Ís la nd N or eg ur D an m ör k N ýj a- Sj ál an d Á st ra lía Sv íþ jó ð Sv is s K an ad a Br et la nd Ev ró pa Ja pa n Ba nd ar ík in 1. Rauði hlutinn sýnir hækkun og guli hlutinn sýnir lækkun. Heimild: Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.