Peningamál - 01.07.2008, Blaðsíða 63
Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1
Áframhaldandi órói á fjármálamörkuðum
Talsverður órói ríkir enn á erlendum fjármálamörkuðum. Ástandið batnaði þó talsvert í apríl í kjölfar sam-
ræmdra aðgerða nokkurra helstu seðlabanka heimsins ásamt óvæntum aðgerðum seðlabanka Bandaríkjanna
til að bjarga Bear Stearns-fjárfestingarbankanum frá yfirvofandi greiðsluþroti. Þróunin á peningamörkuðum
hefur að vissu leyti snúist til betri vegar, einkum á skemmri enda vaxtarófsins. Áhættufælni fjárfesta er þó enn
mun meiri en fyrir áramót, sem m.a. endurspeglast í háu skuldatryggingarálagi. Hækkun olíu- og hrávöruverðs
hefur í vaxandi mæli leitt til aukinnar verðbólgu víðast hvar í heiminum. Aðgangur íslenskra fjármálastofnana
að erlendu lánsfé er enn mjög takmarkaður. Skuldatryggingarálag á íslensku bankana lækkaði í apríl og maí en
hækkaði á ný í júní. Þrátt fyrir það er álag bankanna enn umtalsvert lægra nú en í byrjun apríl. Velta á milli-
bankamarkaði hefur dregist mikið saman og skráðir Reibor vextir hafa lítið breyst. Aðgangur Seðlabankans að
erlendum gjaldeyri jókst til muna í maí þegar tilkynnt var um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka
Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.
Slakað á peningalegu aðhaldi í Bandaríkjunum og Bretlandi
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í lok
apríl og eru þeir nú 2%. Breski seðlabankinn lækkaði einnig stýrivexti
um 0,25 prósentur um miðjan apríl en evrópski seðlabankinn (ECB)
hefur haldið vöxtum óbreyttum í heilt ár. Við kynningu ákvörðunar
ECB um óbreytta vexti í júní kom fram að bankinn kynni að hækka
vexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi í ljósi vaxandi verðbólguþrýstings.
Viðbrögð markaðsaðila voru skjót og út frá þróun vaxta á skiptamörk-
uðum má lesa að gert sé ráð fyrir að stýrivextir á evrusvæðinu hækki
um að minnsta kosti hálfa prósentu fyrir árslok.
Þrátt fyrir að bandaríski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti um
samtals 1,25 prósentur í janúar sl. hélst gengi Bandaríkjadals gagnvart
evru tiltölulega stöðugt fyrstu tvo mánuði ársins. Í byrjun mars tók
gengi evrunnar hins vegar að styrkjast nokkuð skarpt gagnvart Banda-
ríkjadal allt fram undir miðjan apríl þegar það náði sögulegu hámarki,
tæplega 1,6 Bandaríkjadölum. Síðan hefur Bandaríkjadalur styrkst
nokkuð gagnvart evru. Styrkingin skýrist m.a. af vaxandi verðbólgu-
þrýstingi í Bandaríkjunum í kjölfar hækkandi orku- og hrávöruverðs
og væntingum um að vaxtalækkunarferli bandaríska seðlabankans sé
lokið.
Peningamarkaðir enn ekki komnir í eðlilegt horf
Áfram gætir talsverðs óróa á erlendum peningamörkuðum þrátt fyrir
víðtækar aðgerðir seðlabanka Bandaríkjanna og Bretlands og evrópska
seðlabankans. Peningamarkaðsvextir á millibankalánum til allt að eins
mánaðar hafa þó haldist nokkurn veginn í samræmi við stýrivexti, en
vextir á óveðtryggðum millibankalánum til lengri tíma hafa hækkað
talsvert frá því í byrjun mars. Bilið á milli óveðtryggðra og veðtryggðra
vaxta hefur einnig aukist á tímabilinu. Háir vextir á peningamarkaði
miðað við stýrivexti eru til marks um áframhaldandi tortryggni á milli-
bankamarkaði, nema í viðskiptum til mjög skamms tíma. Mismunurinn
á milli peningamarkaðsvaxta og væntra stýrivaxta (sjá mynd 2) hefur
1. Upplýsingar í greininni miðast við 23. júní 2008.
Mynd 1
Stýrivextir nokkurra seðlabanka og
hækkun/lækkun frá síðustu Peningamálum1
%
0
2
4
6
8
10
12
14
16
Ís
la
nd
N
or
eg
ur
D
an
m
ör
k
N
ýj
a-
Sj
ál
an
d
Á
st
ra
lía
Sv
íþ
jó
ð
Sv
is
s
K
an
ad
a
Br
et
la
nd
Ev
ró
pa
Ja
pa
n
Ba
nd
ar
ík
in
1. Rauði hlutinn sýnir hækkun og guli hlutinn sýnir lækkun.
Heimild: Reuters.