Peningamál - 01.07.2008, Side 31

Peningamál - 01.07.2008, Side 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 31 V Fjármál hins opinbera Útlit er fyrir heldur verri afkomu hins opinbera en spáð var í síðustu Peningamálum. Helsta ástæðan er meiri samdráttur einkaneyslu en þá var gert ráð fyrir. Tekjur dragast saman og útgjöld aukast … Samkvæmt nýlegri áætlun Hagstofu Íslands um búskap hins opinbera á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru tekjur hins opinbera heldur lægri að raungildi en á sama fjórðungi í fyrra. Gjöld hins opinbera eru talin hafa hækkað um 2% umfram verðlag frá fyrsta ársfjórðungi 2007 til jafnlengdar í ár. Engu að síður er áætlað að 16 ma.kr. afgangur hafi verið á rekstri hins opinbera á ársfjórðungnum, töluvert meiri en hér er spáð á árinu öllu. … út spátímabilið Útlitið í búskap hins opinbera er í stórum dráttum óbreytt frá síðustu Peningamálum. Talið er að afkoma hins opinbera verði í járnum í ár, en versni eftir því sem líður á spátímabilið og hallinn verði um 8% af landsframleiðslu í lok spátímans. Verri afkoma skýrist fyrst og fremst af áhrifum efnahagssamdráttarins á skatttekjur ríkissjóðs sem áætlað er að dragist saman um 17% milli áranna 2007 og 2010 á föstu verði. Tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lög aðila eru taldar lækka um 30-40 ma.kr. á verðlagi ársins 2008 og tekjur af neyslusköttum um 40 ma.kr. Samdráttur tekna af fjármagnsskatti stafar af mjög breyttum aðstæðum á fjármálamarkaði, en samdráttur neysluskatta skýrist af miklum samdrætti einkaneyslu og minnkandi kaupum á vörum sem bera háa skatta, einkum bílum og annarri var- anlegri neysluvöru. Skatttekjur sveitarfélaga dragast einnig saman, þó mun minna eða um 4½% að raunvirði, einkum vegna samdráttar í byggingastarfsemi. Útgjöld hins opinbera aukast um 70 ma.kr. milli áranna 2007 og 2010 á verðlagi þessa árs, en það skýrist að nokkru leyti af áðurnefnd- um samdrætti. Áætlað er að hlutur opinberra útgjalda af landsfram- leiðslu aukist úr 43% árið 2007 í 48½% árið 2010. Er þá miðað við að vöxtur samneyslu verði ámóta og á árunum 2000-2007, 3½-4% á ári og útgjöld til hennar hækki um nærfellt 40 ma.kr. frá 2007 til 2010 á verðlagi ársins 2008. Gert er ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera verði sem næst í samræmi við nýlegar áætlanir fjármálaráðuneytisins, þ.e. aukist um 20% í ár og litlu minna á því næsta og verði nær 6½% af landsframleiðslu og haldist óbreytt árið 2010. Tilfærsluútgjöld aukast vegna samdráttarins, mest útgjöld ríkissjóðs vegna almannatrygg- inga. Ástæðan er einkum lakara atvinnuástand, en einnig koma til framkvæmda fyrirheit sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga undanfarin misseri um hækkun atvinnuleysisbóta og aukin framlög til barna- og vaxtabóta. Ofangreind afkomuþróun felur í sér að skulda- staða hins opinbera versnar og vaxtakostnaður umfram vaxtatekjur eykst úr nánast engu árið 2007 í u.þ.b. 20 ma.kr. árið 2010. Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Mynd V-1 Fjármál hins opinbera 2000-20101 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 38 40 42 44 46 48 50 -10 -5 0 5 10 15 20 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Jöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál ríkissjóðs 2000-20101 Með almannatryggingum % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 28 29 30 31 32 33 34 35 36 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-3 Fjárfesting hins opinbera 1990-20101 % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2008-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hið opinbera Ríki Sveitarfélög 1 2 3 4 5 6 7 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.