Peningamál - 01.07.2008, Page 24

Peningamál - 01.07.2008, Page 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 24 Samkvæmt spánni verður einkaneysla u.þ.b. 15½% minni árið 2010 en hún var í fyrra. Það er verulegur samdráttur en verður að skoða í samhengi við mikinn vöxt einkaneyslu undangengin ár, sem nam t.d. 13% á árinu 2005 einu (sjá einnig töflu IV-1). Mögulegt er að einka- neysla taki fyrr við sér, t.d. ef aðlögun efnahagslífsins gengur hraðar fyrir sig en hér er gert ráð fyrir eða ef stærri hluti aðlögunarinnar á sér stað í gegnum fjárfestingu en í grunnspánni. Stóriðjufjárfesting og opinberar framkvæmdir færast í aukana ... Í grunnspánni er gert ráð fyrir að almenn fjárfesting eigi erfitt upp- dráttar en stóriðjufjárfesting og fjármunamyndun hins opinbera sæki í sig veðrið. Gert er ráð fyrir að opinber fjárfesting aukist í takt við vaxandi vísbendingar um samdrátt í efnahagslífinu og verði meiri en í aprílspánni. Stóriðjufjárfesting verður umfangsmeiri næstu misserin Í þessari rammagrein er greint frá helstu breytingum á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2008/1 en í rammagrein IX-1 er fjallað um breyt- ingar á spá um verðbólgu og drifkrafta hennar. Í megindráttum er dregin upp svipuð mynd af aðlögun efnahagslífsins og í Peninga- málum 2008/1. Innlend eftirspurn er aðeins veikari þar sem einka- neysla, íbúðafjárfesting og almenn atvinnuvegafjárfesting dragast meira saman en í síðustu spá. Umfangsmeiri framkvæmdir í stór- iðju og vaxandi fjárfesting hins opinbera vega að hluta upp á móti samdrættinum. Hagvaxtarhorfur eru verri fyrir yfi rstandandi ár, en áþekkum samdrætti er spáð á árunum 2009 og 2010 og í apríl- spánni. Stýrivextir þurfa að haldast lengur háir til að verðbólgumarkmiðið náist á sama ársfjórðungi og í síðustu spá Verðbólga er töluvert meiri en í síðustu spá og stýrivextir þurfa því að haldast háir lengur til að verðbólga og verðbólguvæntingar samrým- ast markmiði Seðlabankans innan ásættanlegs tíma. Verðbólgumark- miðinu er náð á sama ársfjórðungi og í síðustu spá. Samdráttur einkaneyslu er í lykilhlutverki aðlögunar efnahagslífsins að jafnvægi. Spáð er tæplega þremur prósentum meiri samdrætti en í aprílspánni. Samdrátturinn er knúinn áfram af sömu öfl um og í aprílspánni: lækkun ráðstöfunartekna og eignaverðs, vaxandi atvinnuleysi og versnandi fjármálalegum skilyrðum. Samdráttur kaupmáttar ráðstöf- unartekna er fi mm prósentum meiri en í síðustu spá. Helstu ástæður eru meiri verðbólga, hærri stýrivextir og þyngri greiðslubyrði skulda. Atvinnuleysi eykst hægar framan af spátímabilinu en nær engu að síður svipuðu stigi í lok tímabilsins. Einkaneysla og almenn fjárfesting dragast meira saman en stóriðjan og opinber fjárfesting vega upp á móti Gert er ráð fyrir að stóriðjufjárfesting verði um 55 ma.kr. meiri á spá- tímabilinu og vöxtur opinberrar fjármunamyndunar verði töluvert meiri. Samdráttur almennrar atvinnuvegafjárfestingar er hins veg- ar um fi mmtán prósentum meiri á spátímabilinu og íbúðafjárfest- ing dregst einnig sjö prósentum meira saman en í síðustu spá. Meiri samdráttur einkaneyslu vegur þyngra en minni samdráttur fjárfest- ingar og innlend eftirspurn dregst því aðeins meira saman en í síð- ustu spá, aðallega á þessu ári. Spá um útfl utning hefur ekki breyst svo nokkru nemur. Verri horfur í sjávarútvegi og áhrif gengislækk- unar krónunnar á almennan útfl utning vega hvort annað upp. Inn- fl utningur dregst meira saman í ár í takt við minni eftirspurn. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,1% á þessu ári í stað 2,2% vaxtar í aprílspánni. Horfur eru áþekkar fyrir árin 2009 og 2010. Rammagrein IV-1 Breytingar á þjóðhagsspá frá Peningamálum 2008/1 Mynd 1 Þróun íbúðafjárfestingar 2005-2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Grunnspá PM 2008/1 -16 -12 -8 -4 0 4 8 12 16 20 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Mynd 2 Hagvöxtur 2005-2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Grunnspá PM 2008/1 -4 -2 0 2 4 6 8 2005 2006 2007 2008 2009 2010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.