Peningamál - 01.07.2008, Side 42

Peningamál - 01.07.2008, Side 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 42 Verðbólga hefur mælst mun meiri undanfarna mánuði en spáð var í síðustu Peningamálum. Að miklum hluta má skýra það með meiri áhrifum gengislækkunar krónunnar en nýleg söguleg reynsla gefur til kynna. Stærð, hraði og varanleiki gengisbreytingar getur mögulega haft áhrif á hve mikil gengisáhrifi n verða. Gengi krónunnar lækk- aði snarpt um miðjan mars sl. og var í lok fyrsta ársfjórðungs u.þ.b. 25% lægra en ári áður. Eins og sjá má á mynd 1 hefur mikið fl ökt verið á gengisvísitölunni síðan þá. Gengið hefur þó haldist mjög lágt og um miðjan júní lækkaði það enn frekar. Verðhækkun innfl uttrar vöru skýrir nú mikinn hluta verðbólgunnar í stað hækkunar húsnæð- isverðs áður. Gengissveifl ur hafa töluverð áhrif á verðbólgu hér á landi ... Áhrif gengissveifl na á innlent verðlag og verðbólgu eru iðulega met- in með svokölluðum ,,gengisleka” (e. exchange rate pass-through), þ.e. mati á því hvaða áhrif varanleg gengislækkun af ákveðinni stærð hafi á verðlag og verðbólgu yfi r tíma. Tafl a 1 sýnir mat á gengis- lekanum hér á landi með þremur líkönum: einföldu kostnaðarlíkani, VAR-líkani á kerfi sformi og þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM). Sýnd eru áhrif 10% varanlegrar gengislækkunar á ársverðbólgu. Tvö fyrstnefndu líkönin eru einnig endurmetin yfi r styttra tímabil til að kanna hvort gengislekinn hafi minnkað eins og reyndin virðist vera í öðrum löndum (sjá t.d. Gagnon og Ihrig, 2004). Eins og sjá má skilar 10% varanleg gengislækkun sér í um 2½-3 prósentum meiri ársverðbólgu um ári eftir gengislækkunina sam- kvæmt kostnaðarlíkaninu og VAR-líkaninu. Áhrifi n eru nánast horfi n eftir tvö ár. Þau virðast hins vegar hafa minnkað þegar líkönin eru endurmetin frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar í samræmi við reynslu annarra landa. Þjóðhagslíkan Seðlabankans (sem er einnig metið yfi r styttra tímabilið) skilar svipuðum niðurstöðum: verðbólga er um 1½ prósentu meiri um hálfu ári eftir gengislækkunina og um 1 prósentu meiri eftir eitt ár en áhrifi n eru nánast horfi n eftir tvö ár. ... og virðast áhrifi n vera meiri hér en víðast hvar annars staðar Gengisáhrif virðast vera meiri hér á landi en í fl estum stærri þróuð- um löndum. Samkvæmt ofangreindu mati er verðlag um 4% hærra tveimur árum eftir gengisskellinn, sé miðað við kostnaðarlíkanið eða VAR-líkanið. Í rannsókn Þórarins G. Péturssonar (2008) kemur t.d. fram að sambærileg áhrif á evrusvæðinu séu um 2% að meðaltali og að þau séu hverfandi í Bandaríkjunum. Miðað við styttra tímabil eða QMM-líkanið hafa áhrifi n heldur minnkað og eru um 2% en þau hafa einnig minnkað í öðrum löndum og eru því áfram töluvert meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Rammagrein VIII-1 Áhrif gengisbreytinga á verðbólgu Mynd 1 Gengi krónunnar1 Daglegar tölur 3. janúar 2007 - 1. júlí 2008 Janúar 2000 = 100 1. Vísitala meðalgengis miðað við víða vöruskiptavog. Heimild: Seðlabanki Íslands. 100 110 120 130 140 150 160 170 20082007 Samtíma- Eftir Eftir Eftir Eftir Eftir áhrif 1 ársfj. 2 ársfj. 3 ársfj. 1 ár 2 ár Kostnaðarlíkan1 0,8 (0,6) 2,2 (1,6) 2,9 (1,8) 3,3 (1,9) 2,6 (1,3) 0,0 (0,2) VAR-líkan2 0,8 (0,8) 2,5 (1,5) 2,9 (1,7) 3,5 (2,0) 3,2 (1,3) 0,7 (0,0) QMM-líkanið3 0,4 (0,4) 1,1 (1,1) 1,3 (1,3) 1,4 (1,5) 1,1 (1,2) 0,1 (0,6) 1. Einfalt kostnaðarlíkan (e. cost-push model) þar sem verðbólga ræðst af eigin tímatöfum, tímatöfum launa- breytinga og breytinga á innfl utningsverðlagi í innlendri mynt metið fyrir tímabilið 1961-1990 (sjá Guðmund Guðmundsson, 1990). Tölur í sviga eru endurmat fyrir tímabilið 1992-2008. 2. VAR-líkan á kerfi sformi sem inniheldur innlenda og erlenda verðbólgu, gengisbreytingar, skammtímavexti og framleiðsluspennu var metið fyrir tímabilið 1985-2005 (sjá Þórarinn G. Pétursson, 2008). Tölur í sviga eru endurmat fyrir tímabilið 1990-2005. 3. Áhrif út frá þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM) þar sem peningastefnan bregst við í sam- ræmi við einfalda Taylor-reglu. Tölur í svigum eru áhrif án peningastefnuviðbragða. Tafl a 1 Áhrif 10% varanlegrar gengislækkunar á ársverðbólgu (prósentufrávik frá grunndæmi)

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.