Peningamál - 01.07.2008, Page 48

Peningamál - 01.07.2008, Page 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 48 leyti og eru því fólgnir í grunnspánni nú, en töluverð hætta er á að áhrifin verði enn meiri. Einnig var talið að samdráttur í byggingariðn- aði gæti orðið hraðari og meiri en fólst í aprílspánni og atvinnuleysi ykist meira. Samdráttur íbúðafjárfestingar virðist koma hraðar fram, samkvæmt tölum fyrir fyrsta ársfjórðung, en spáð var í apríl. Þá voru taldar töluverðar líkur á að miðlun peningastefnunnar yrði hraðari og að drægi fyrr úr verðbólgu en í grunnspánni. Stýrivextir hefðu þá getað lækkað fyrr. Miðlun peningastefnunnar hefur að því leyti verið veikari en reiknað var með í síðustu spá, að millibankamarkaður og markaður fyrir skiptasamninga hafa ekki virkað sem skyldi, auk þess sem vaxta- myndun á skuldabréfamarkaði hefur ekki verið með eðlilegum hætti vegna skorts á skuldabréfum á stutta enda vaxtarófsins. Þetta hefur leitt til þess að gengi krónunnar hefur lækkað og ýtt undir verðbólgu. Á hinn bóginn hefur áfram dregið úr framboði lánsfjár. Sérstaklega markmið á þriðja ársfjórðungi 2010 og verði lítillega undir markmiði í lok spátímans. Verðbólgan eykst síðan á ný og er aftur komin í mark- mið í lok árs 2011. Áhrif á stýrivaxtaferil grunnspárinnar Með versnandi verðbólguhorfum dregur úr aðhaldsstigi peninga- stefnunnar að öðru óbreyttu, þ.e.a.s. raunstýrivextir lækka. Á móti vegur að aðstæður á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum hafa versnað og leitt til þess að fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja hafa líklega versnað þrátt fyrir lægri raunstýrivexti (sjá kafl a III). Í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að stýrivextir yrðu hæstir 15,75% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Bankastjórn Seðla- bankans ákvað að hækka stýrivexti í 15,5% við útgáfu síðustu Pen- ingamála og halda þeim óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi 22. maí sl. Til að varpa ljósi á hvort stýrivaxtaferill síðustu Peningamála hefði dugað til að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma er miðað við stýrivexti sem ná hámarki í 15,5%, en fylgja vaxtaferli síðustu Peningamála frá fjórða ársfjórðungi (stýrivaxtaferill apríl- spárinnar gefur nánast sömu niðurstöðu). Eins og sjá má á mynd 4 hjaðnar verðbólga heldur hægar en í grunnspánni og nær lágmarki í um 3% snemma árs 2011, er hún tekur aftur að aukast. Verðbólgu- markmiðið myndi því ekki nást innan spátímans og hætta væri á að verðbólga tæki aftur að aukast í lok hans. Stýrivaxtastig síðustu spár hefði því ekki dugað til að veita verðbólguvæntingum nægilega trausta kjölfestu. Samkvæmt stýrivaxtaferli grunnspár haldast stýrivextir óbreyttir í 15,5% fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir lækka tiltölulega hægt fram á mitt næsta ár, en með vaxandi hraða eftir það. Þeir haldast þó töluvert hærri en í aprílspánni fram á mitt ár 2010 en enda í svipaðri stöðu. Í lok spátímans eru stýrivextirnir líklega aðeins undir hlutlausri stöðu. Stýrivaxtaferill nýrrar grunnspár er þó innan 50% líkindadreif- ingar síðustu spár meginhluta spátímabilsins (sjá mynd 5). Mynd 4 Verðbólga Grunnspá og spá með stýrivöxtum PM 2008/1 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2008/2 Verðbólguspá með stýrivöxtum PM 2008/1 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 2011201020092008 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá 2008/1 Mynd 5 Stýrivextir Grunnspá og óvissumat PM 2008/1 ásamt grunnspá PM 2008/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Grunnspá 2008/2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2006 2007 2008 2009 2010 ‘11

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.