Peningamál - 01.07.2008, Side 21

Peningamál - 01.07.2008, Side 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 8 • 2 21 Traust á innlendu bankana forsenda þess að gjaldmiðlaskipta- markaðurinn komist í samt horf Forsenda þess að gjaldmiðlaskiptamarkaðurinn komist aftur í samt horf er að íslensku bankarnir öðlist á ný traust á erlendum mörkuðum. Bið virðist geta orðið á því, ef marka má þróun skuldatryggingarálags þeirra. Eftir að það náði sögulegu hámarki undir lok mars tók það að lækka, m.a. vegna jákvæðra frétta af fjármögnun þeirra og í takt við lækkun á skuldatryggingarálagi á erlenda banka. Breytingar á álagi íslensku bankanna hafa að jafnaði fylgt álagi erlendra fjármálafyrir- tækja, en sveiflur hafa þó verið meiri. Frá júníbyrjun hefur skulda- tryggingarálag íslensku bankanna hækkað á ný eins og skuldatrygg- ingarálag erlendra fjármálafyrirtækja. Vaxandi ótti við verðbólgu víða um heim Erlendir grunnvextir hafa farið hækkandi á ný eftir tímabil lækkunar. Ótti við vaxandi verðbólgu hefur víða aukist mikið það sem af er ári og hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa í Evrópu sem og í Bandaríkjunum farið hækkandi frá því í mars vegna þessa og væntinga um viðbrögð seðlabanka við vaxandi verðbólgu. Eftir útgáfu Peningamála í apríl hafa bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki reyndar lækkað stýrivexti um 0,25 prósentur, en litlar líkur eru taldar á frekari lækkun í bráð sakir ótta við vaxandi verðbólgu. Stýrivextir hafa haldist óbreyttir í flestum öðrum iðnríkjum, en hafa hækkað í mörgum nýmarkaðsríkj- um, þar sem alvarlegur verðbólguvandi virðist í uppsiglingu. Framboð lánsfjár enn af skornum skammti Útlán lánakerfisins á fyrsta fjórðungi ársins voru umtalsvert meiri en á sama tíma fyrir ári og nálgast ársvöxturinn nú sín hæstu gildi. Aukningin er að miklu leyti til komin vegna lækkunar á gengi krón- unnar. Í lok mars í ár var vísitala gengisskráningar miðað við víða vöruviðskiptavog tæplega 33% hærri en á sama tíma í fyrra. Í reynd hefur hægt á vexti útlána innlánsstofnana eftir að tekið hefur verið tillit til áætlaðrar gengis- og verðuppfærslu. Ársvöxturinn er þó enn mikill eða tæplega 30%. Útgáfa nýrra íbúðalána með veði í fasteign hefur dregist verulega saman hjá bönkunum það sem af er ári. Á það sinn þátt í því að velta á fasteignamarkaði hefur verið í sögulegu lág- marki. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir slíkum lánum beinst fremur að Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum þar sem skilyrði til lántöku hafa ekki verið hert að sama skapi og í bönkunum. Þótt fyrir liggjandi gögn gætu bent til annars eru sterkar vísbendingar um að framboð lánsfjár hafi minnkað til muna og kjörin versnað. Ástæður aukningar útlána í hagtölum á sama tíma og fregnir berast af þrengingum á lánsfjármarkaði má líklega rekja til nokkurra þátta. Í fyrsta lagi hafa loforð fyrir lánum í ýmsum tilvikum verið gefin nokkru áður en þrengja fór að á mörkuðum. Í öðru lagi er líklegt að bankarnir sjái hag sínum betur borgið með því að fyrirtæki ljúki við verk, sem þegar eru hafin, heldur en að loka á fjármögnun þeirra strax, þannig að þau sitji uppi með hálfbyggðar og illseljanlegar eignir. Í þriðja lagi er líklegt að þrengingum á markaði með fyrirtækjaskulda- bréf og -víxla hafi að einhverju leyti verið mætt með auknum banka- lánum. Skuldir fyrirtækja hafa því ekki endilega aukist heldur hefur Heimildir: Bloomberg, Reuters. Mynd III-7 Skuldatryggingarálag íslenskra banka og vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja Daglegar tölur 8. júlí 2006 - 1. júlí 2008 Punktar Kaupþing Glitnir Landsbanki Vísitala evrópskra fjármálafyrirtækja 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 200820072006 Heimild: Reuters EcoWin. Mynd III-8 Ávöxtunarkrafa tíu ára ríkisskuldabréfa Daglegar tölur 3. janúar 2005 - 1. júlí 2008 Bandaríkin Evrusvæði % 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 5,5 2008200720062005 Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-9 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2008 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja árs- fjórðungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. Heimili Fyrirtæki Alls

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.