Peningamál - 01.05.2010, Page 3

Peningamál - 01.05.2010, Page 3
Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Vextir Seðlabankans lækkaðir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innláns­ stofnana lækka í 7,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 8,5% og dag­ lánavextir í 10,0%. Viðskiptavegið meðalgengi krónunnar hefur í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta fundi peningastefnunefndar en gengi krón­ unnar gagnvart evru styrkst. Seðlabankinn hefur ekki átt nein viðskipti á gjaldeyrismarkaði. Vaxtaálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækk­ að en er enn hátt vegna áframhaldandi óvissu um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuðum og hugsanlegra áhrifa frá ríkisskulda­ kreppu í Evrópu. Gjaldeyrishöftin, þróun viðskiptajafnaðar og vaxta­ munur við helstu viðskiptalönd Íslands styðja við gengi krónunnar. Verðbólga jókst á ný í febrúar og mars, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að hluta til vegna óhagstæðra grunnáhrifa. Í apríl hjaðnaði verðbólga á ný og mældist 8,3%, eða 6,9% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin. Í verðbólguspá bankans sem birt er í dag er gert ráð fyrir að verðbólguþróun verði svipuð og í janúarspánni og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmið í lok ársins. Samdráttur þjóðar­ búskaparins hefur reynst minni en áður var gert ráð fyrir og einka­ neysla náð jafnvægi fyrr. Fjárfesting verður hins vegar minni á þessu ári vegna seinkunar stóriðjutengdra framkvæmda og hægari bata ann­ arrar atvinnuvegafjárfestingar. Eins og í janúarspánni er gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist smám saman, en verði heldur sterkara á spátímanum en þá var talið. Þótt spá um hjöðnun verðbólgu og slaki í þjóðarbúskapnum gæti gefið tilefni til meiri lækkunar vaxta, gefa nokkrir gagnverkandi þættir tilefni til varfærni. Krónan hefur lítið styrkst frá síðustu vaxtaákvörðun. Skuldatryggingarálag er enn hátt, þótt það hafi lækkað umtalsvert frá því það var hæst snemma á þessu ári og óróleikinn í tengslum við fjár­ hagsvanda gríska ríkisins hafi haft fremur takmörkuð áhrif. Þótt horfur um lánshæfismat ríkissjóðs hafi batnað, gætir enn vissrar óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Að lokinni annarri endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ættu áhyggjur af getu ríkis­ sjóðs til þess að standa í skilum vegna lána sem falla á gjalddaga árin 2011 og 2012 að vera úr sögunni. Því er ólíklegra en áður að frekari töf á lausn Icesave­deilunnar hafi áhrif á lánshæfismat Íslands. Hins vegar væri áhættusamt að leysa gjaldeyrishöftin, sem hingað til hafa skýlt krónunni fyrir áhrifum tafa á lausn deilunnar, fyrr en frekari fjár­ mögnun í tengslum við efnahagsáætlunina er í höfn. Því mun lausn gjald eyris hafta tefjast þar til samkomulag næst eða þar til þriðju endur­ skoðun áætlunarinnar er lokið.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.