Peningamál - 01.05.2010, Síða 3

Peningamál - 01.05.2010, Síða 3
Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Vextir Seðlabankans lækkaðir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innláns­ stofnana lækka í 7,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 8,5% og dag­ lánavextir í 10,0%. Viðskiptavegið meðalgengi krónunnar hefur í meginatriðum haldist stöðugt frá síðasta fundi peningastefnunefndar en gengi krón­ unnar gagnvart evru styrkst. Seðlabankinn hefur ekki átt nein viðskipti á gjaldeyrismarkaði. Vaxtaálag á skuldbindingar ríkissjóðs hefur lækk­ að en er enn hátt vegna áframhaldandi óvissu um aðgengi Íslands að erlendum fjármálamörkuðum og hugsanlegra áhrifa frá ríkisskulda­ kreppu í Evrópu. Gjaldeyrishöftin, þróun viðskiptajafnaðar og vaxta­ munur við helstu viðskiptalönd Íslands styðja við gengi krónunnar. Verðbólga jókst á ný í febrúar og mars, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að hluta til vegna óhagstæðra grunnáhrifa. Í apríl hjaðnaði verðbólga á ný og mældist 8,3%, eða 6,9% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin. Í verðbólguspá bankans sem birt er í dag er gert ráð fyrir að verðbólguþróun verði svipuð og í janúarspánni og að undirliggjandi verðbólga verði við verðbólgumarkmið í lok ársins. Samdráttur þjóðar­ búskaparins hefur reynst minni en áður var gert ráð fyrir og einka­ neysla náð jafnvægi fyrr. Fjárfesting verður hins vegar minni á þessu ári vegna seinkunar stóriðjutengdra framkvæmda og hægari bata ann­ arrar atvinnuvegafjárfestingar. Eins og í janúarspánni er gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist smám saman, en verði heldur sterkara á spátímanum en þá var talið. Þótt spá um hjöðnun verðbólgu og slaki í þjóðarbúskapnum gæti gefið tilefni til meiri lækkunar vaxta, gefa nokkrir gagnverkandi þættir tilefni til varfærni. Krónan hefur lítið styrkst frá síðustu vaxtaákvörðun. Skuldatryggingarálag er enn hátt, þótt það hafi lækkað umtalsvert frá því það var hæst snemma á þessu ári og óróleikinn í tengslum við fjár­ hagsvanda gríska ríkisins hafi haft fremur takmörkuð áhrif. Þótt horfur um lánshæfismat ríkissjóðs hafi batnað, gætir enn vissrar óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Að lokinni annarri endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ættu áhyggjur af getu ríkis­ sjóðs til þess að standa í skilum vegna lána sem falla á gjalddaga árin 2011 og 2012 að vera úr sögunni. Því er ólíklegra en áður að frekari töf á lausn Icesave­deilunnar hafi áhrif á lánshæfismat Íslands. Hins vegar væri áhættusamt að leysa gjaldeyrishöftin, sem hingað til hafa skýlt krónunni fyrir áhrifum tafa á lausn deilunnar, fyrr en frekari fjár­ mögnun í tengslum við efnahagsáætlunina er í höfn. Því mun lausn gjald eyris hafta tefjast þar til samkomulag næst eða þar til þriðju endur­ skoðun áætlunarinnar er lokið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.