Peningamál - 01.05.2010, Page 7

Peningamál - 01.05.2010, Page 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 7 vegar dregið úr svigrúmi peningastefnunnar til að taka stærri skref í lækkun vaxta. Mikil verðbólga og tiltölulega háar verðbólguvæntingar hafa einnig dregið úr svigrúmi peningastefnunnar. Hjaðni verðbólga áfram, eins og spáð er, og haldist verðbólguvæntingar í skefjum, gætu vextir Seðlabankans lækkað áfram. Nánari umfjöllun um innlenda vaxtaþróun og peningamagn er að finna í kafla III. Áframhald alþjóðlegs efnahagsbata Alþjóðlegur efnahagsbati hófst snemma á síðasta ári í Asíu, en breidd- ist út um allan heim þegar líða tók á árið. Vöxturinn var drifinn áfram af aukinni framleiðslu iðnaðarvöru, sem hafði dregist verulega saman í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar seint á árinu 2008. Landsframleiðsla tók að aukast á ný á þriðja ársfjórðungi meðal allra helstu viðskiptalanda Íslands og hélt áfram að vaxa á þeim fjórða. Horfur fyrir þetta ár hafa heldur batnað, en á heildina litið eru alþjóðlegar hagvaxtarhorfur mjög svipaðar og í janúarspánni. Hinn alþjóðlegi efnahagsbati kemur jafnframt fram í bættum horfum um alþjóðaviðskipti. Nú er talið að alþjóðaviðskipti hafi tekið að aukast á ný á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og að batinn verði kröftugri en spáð var í janúar. Útflutningur Íslands hefur staðið alþjóðakreppuna ágætlega af sér og hefur dregist minna saman að magni en útflutningur í lönd- um þar sem útflutningur iðnaðarvöru vegur þyngra (sjá t.d. töflu 2 í rammagrein IV-1). Lækkun raungengis hefur bætt samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisatvinnugreina, en hefur einnig höggvið skarð í efnahag útflutningsfyrirtækja sem voru verulega skuldsett í erlendum gjaldmiðlum. Útflutningur vöru og þjónustu er nú talinn hafa aukist um 6,2% á síðasta ári og er því spáð að hann haldi áfram að vaxa á þessu ári um ½%. Gert er ráð fyrir að vöxtur útflutnings aukist enn frekar á næstu árum, sérstaklega frá árinu 2012 þegar við bætist aukinn útflutningur stóriðjuafurða. Nánari umfjöllun um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning, ytri jöfnuð og ytri skilyrði íslensks þjóðarbúskapar er að finna í köflum II og VII. Horfur á heldur sterkara gengi krónunnar á spátímanum Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð frá síðustu Peningamálum, eins og áður hefur komið fram. Útlit er fyrir að viðskiptakjör muni batna töluvert á þessu ári og því næsta. Þegar er kominn töluverð- ur afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum og á viðskiptajöfnuði, þegar frá eru talin vaxtagjöld sem tengjast uppgjöri innlánsstofnana í slitameðferð. Til lengri tíma litið virðast því efnahagslegar forsendur hægfara styrkingar á gengi krónunnar vera fyrir hendi. Gert er ráð fyrir svipaðri gengisþróun og í janúarspánni, þótt útlit sé fyrir að gengið verði heldur sterkara en þá var talið. Í spánni er gert ráð fyrir að gengi krónunnar verði rúmlega 167 kr. gagnvart evru á árinu 2012 sem er rúmlega 3% hærra gengi en áætlað var í janúar. Frekari umfjöllun um þróun á gjaldeyrismarkaði er að finna í kafla III. Útlit fyrir minni samdrátt innlendrar eftirspurnar … Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands tók árstíðarleiðrétt einkaneysla að vaxa á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og hélt hún áfram Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-3 Hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands - samanburður við PM 2010/1 Heimildir: Global Insight, Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 PM 2010/2 PM 2010/1 ‘13201220112010200920082007 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-4 Gengi krónu gagnvart evru - samanburður við PM 2010/1 Kr. /evra PM 2010/2 PM 2010/1 80 100 120 140 160 180 200 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Einkaneysla - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘13201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.