Peningamál - 01.05.2010, Síða 9

Peningamál - 01.05.2010, Síða 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 9 fyrsta fjórðungi þessa árs hafi verið heldur minni en spáð var í janúar.4 Árssamdráttur landsframleiðslunnar á fyrsta fjórðungi verður þá kom- inn í 5½%, en hann náði hámarki á síðasta fjórðungi síðasta árs í 9,1%. Nú eru horfur á að samdráttur landsframleiðslu frá fyrra ári verði heldur minni í ár en áður var spáð, eða um 2½% í stað 3½%, sem skýrist aðallega af meiri vexti einkaneyslu og örlitlu hagstæðari upp- hafsskilyrðum spárinnar. Á móti kemur hins vegar að nú er útlit fyrir að batanum seinki frá því sem spáð var í janúar. Nú er því spáð að landsframleiðslan dragist einnig saman á öðrum fjórðungi þessa árs, en í janúar var talið að hún tæki að vaxa á ný á þeim tíma. Batinn hefst því ekki fyrr en á þriðja fjórðungi, eða ársfjórðungi seinna en spáð var í janúar og þremur ársfjórðungum seinna en í nóvemberspánni. Skýrist seinkunin að mestu leyti af minni fjárfestingu en í fyrri spám bankans, eins og rakið er hér að ofan. Hagvaxtarhorfur fyrir árin 2011-12 eru hins vegar svipaðar og í janúarspánni: útlit er fyrir að hagvöxtur verði um 3½% á næsta ári og um 2% árið 2012. Í kafla IV er að finna nán- ari umfjöllun um hagvaxtarþróun og -horfur. Samdráttarskeiðið verður því langt í alþjóðlegum samanburði Eins og rakið hefur verið hér að ofan hefur hagvöxtur víða tekið við sér á ný. Hann er hins vegar yfirleitt hægur og eftir verulegan samdrátt í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar er landsframleiðsla í flestum tilvikum langt undir því sem hún var í aðdraganda kreppunnar. Af helstu iðnríkjum virðast Bandaríkin koma einna best út úr kreppunni, en þar tók landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, eftir samdráttarskeið sem stóð yfir í eitt ár. Á fjórða fjórðungi var landsframleiðslan þar einungis um 2% undir því sem hún var mest fyrir kreppuna, á öðrum ársfjórðungi 2008. Samdráttarskeiðinu á evru svæðinu lauk einnig á þriðja ársfjórðungi 2009, en það hófst einum fjórðungi fyrr. Framleiðslutapið varð einnig meira, eða tæplega 5%. Batinn í Bretlandi hófst hins vegar ekki fyrr en á fjórða fjórðungi eftir sex fjórðunga samdráttarskeið og var landsframleiðslan um 6% undir því sem hún var hæst fyrir kreppuna. Mörg önnur smærri Evrópulönd fóru mun verr út úr krepp- unni, sérstaklega lönd þar sem varð kerfislæg bankakreppa, t.d. á Írlandi, í Lettlandi og á Íslandi. Batinn á Írlandi hófst reyndar til- tölulega snemma, eða á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en miðað við síðustu tölur er landsframleiðslan enn um 10% lægri en hún var mest fyrir kreppuna. Samdráttarskeiðin í Lettlandi og á Íslandi hafa varað töluvert lengur og miðað við nýjustu spár er talið að landsframleiðslan taki að aukast á ný á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Lettlandi, en ekki fyrr en á þriðja fjórðungi á Íslandi, eins og áður hefur komið fram. Samdráttarskeiðin hafa þá staðið í átta ársfjórðunga í Lettlandi en tíu ársfjórðunga á Íslandi og landsframleiðslan dregist saman um tæplega 10% á Íslandi og hátt í 26% í Lettlandi frá því sem hún varð hæst fyrir kreppuna. 4. Miðað er við árstíðarleiðréttingu Seðlabankans sem er frábrugðin þeirri aðferð sem Hag- stofan notaði og birti 5. mars sl. Nálgun Seðlabankans er að árstíðarleiðrétta landsfram- leiðslugögnin beint en Hagstofan árstíðarleiðréttir einstaka undirliði og býr til árstíðarleið- rétta landsframleiðslu úr árstíðarleiðréttum undirliðum. Aðferð Hagstofunnar hefur þann galla að gögnin verða áfram töluvert sveiflukennd eins og bent er á í riti Hagstofunnar, Hagtíðindi 2010:3. Mynd I-8 Hagvöxtur % Ársfjórðungshagvöxtur (árstíðarleiðréttur) Árlegur hagvöxtur Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Hagvöxtur - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -15 -10 -5 0 5 10 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Global Insight, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Efnahagsbati í ýmsum löndum Árstíðarleiðrétt VLF, vísitala = 100 3. ársfj. 2008 Ísland Írland Lettland 75 80 85 90 95 100 105 110 115 2012201120102009200820072006 Evrusvæði Bretland Bandaríkin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.