Peningamál - 01.05.2010, Side 9

Peningamál - 01.05.2010, Side 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 9 fyrsta fjórðungi þessa árs hafi verið heldur minni en spáð var í janúar.4 Árssamdráttur landsframleiðslunnar á fyrsta fjórðungi verður þá kom- inn í 5½%, en hann náði hámarki á síðasta fjórðungi síðasta árs í 9,1%. Nú eru horfur á að samdráttur landsframleiðslu frá fyrra ári verði heldur minni í ár en áður var spáð, eða um 2½% í stað 3½%, sem skýrist aðallega af meiri vexti einkaneyslu og örlitlu hagstæðari upp- hafsskilyrðum spárinnar. Á móti kemur hins vegar að nú er útlit fyrir að batanum seinki frá því sem spáð var í janúar. Nú er því spáð að landsframleiðslan dragist einnig saman á öðrum fjórðungi þessa árs, en í janúar var talið að hún tæki að vaxa á ný á þeim tíma. Batinn hefst því ekki fyrr en á þriðja fjórðungi, eða ársfjórðungi seinna en spáð var í janúar og þremur ársfjórðungum seinna en í nóvemberspánni. Skýrist seinkunin að mestu leyti af minni fjárfestingu en í fyrri spám bankans, eins og rakið er hér að ofan. Hagvaxtarhorfur fyrir árin 2011-12 eru hins vegar svipaðar og í janúarspánni: útlit er fyrir að hagvöxtur verði um 3½% á næsta ári og um 2% árið 2012. Í kafla IV er að finna nán- ari umfjöllun um hagvaxtarþróun og -horfur. Samdráttarskeiðið verður því langt í alþjóðlegum samanburði Eins og rakið hefur verið hér að ofan hefur hagvöxtur víða tekið við sér á ný. Hann er hins vegar yfirleitt hægur og eftir verulegan samdrátt í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar er landsframleiðsla í flestum tilvikum langt undir því sem hún var í aðdraganda kreppunnar. Af helstu iðnríkjum virðast Bandaríkin koma einna best út úr kreppunni, en þar tók landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, eftir samdráttarskeið sem stóð yfir í eitt ár. Á fjórða fjórðungi var landsframleiðslan þar einungis um 2% undir því sem hún var mest fyrir kreppuna, á öðrum ársfjórðungi 2008. Samdráttarskeiðinu á evru svæðinu lauk einnig á þriðja ársfjórðungi 2009, en það hófst einum fjórðungi fyrr. Framleiðslutapið varð einnig meira, eða tæplega 5%. Batinn í Bretlandi hófst hins vegar ekki fyrr en á fjórða fjórðungi eftir sex fjórðunga samdráttarskeið og var landsframleiðslan um 6% undir því sem hún var hæst fyrir kreppuna. Mörg önnur smærri Evrópulönd fóru mun verr út úr krepp- unni, sérstaklega lönd þar sem varð kerfislæg bankakreppa, t.d. á Írlandi, í Lettlandi og á Íslandi. Batinn á Írlandi hófst reyndar til- tölulega snemma, eða á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en miðað við síðustu tölur er landsframleiðslan enn um 10% lægri en hún var mest fyrir kreppuna. Samdráttarskeiðin í Lettlandi og á Íslandi hafa varað töluvert lengur og miðað við nýjustu spár er talið að landsframleiðslan taki að aukast á ný á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Lettlandi, en ekki fyrr en á þriðja fjórðungi á Íslandi, eins og áður hefur komið fram. Samdráttarskeiðin hafa þá staðið í átta ársfjórðunga í Lettlandi en tíu ársfjórðunga á Íslandi og landsframleiðslan dregist saman um tæplega 10% á Íslandi og hátt í 26% í Lettlandi frá því sem hún varð hæst fyrir kreppuna. 4. Miðað er við árstíðarleiðréttingu Seðlabankans sem er frábrugðin þeirri aðferð sem Hag- stofan notaði og birti 5. mars sl. Nálgun Seðlabankans er að árstíðarleiðrétta landsfram- leiðslugögnin beint en Hagstofan árstíðarleiðréttir einstaka undirliði og býr til árstíðarleið- rétta landsframleiðslu úr árstíðarleiðréttum undirliðum. Aðferð Hagstofunnar hefur þann galla að gögnin verða áfram töluvert sveiflukennd eins og bent er á í riti Hagstofunnar, Hagtíðindi 2010:3. Mynd I-8 Hagvöxtur % Ársfjórðungshagvöxtur (árstíðarleiðréttur) Árlegur hagvöxtur Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Hagvöxtur - samanburður við PM 2010/1 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2010/2 PM 2010/1 -15 -10 -5 0 5 10 ‘13201220112010200920082007 Heimildir: Global Insight, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Efnahagsbati í ýmsum löndum Árstíðarleiðrétt VLF, vísitala = 100 3. ársfj. 2008 Ísland Írland Lettland 75 80 85 90 95 100 105 110 115 2012201120102009200820072006 Evrusvæði Bretland Bandaríkin

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.