Peningamál - 01.05.2010, Síða 21

Peningamál - 01.05.2010, Síða 21
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 21 eykst um 2% á árinu. Ekki er búist við framleiðsluaukningu á næsta ári en hins vegar er gert ráð fyrir 5% framleiðsluaukningu árið 2012. Gert er ráð fyrir að aukningin komi vegna stækkunar verksmiðju ÍSAL í Straumsvík og framleiðsla hefjist í álverksmiðjunni í Helguvík. Verð á flestum sjávarafurðum hefur hækkað eftir nokkuð snarpt verðfall undir lok ársins 2008 og á fyrri hluta ársins 2009. Gert er ráð fyrir að meðalverð sjávarafurða muni hækka um tæplega 6% á árinu sem er töluvert meiri hækkun en spáð var sl. janúar en þá var gert ráð fyrir 2% verðhækkun. Þá er reiknað með að verðið hækki um 2,5% á næsta ári en um rúmlega 2% næstu tvö árin þar á eftir. Þessa hagstæðu verðþróun má helst rekja til bættrar markaðsstöðu og markvissrar sölustarfsemi. Útflutningsverðmæti sjávarafurða reyndist vera nokkru meira á síðasta ári en spáð hafði verið. Einnig var þorskkvóti aukinn. Nam magnaukning útflutnings sjávarafurða rúmlega 3%. Þrátt fyrir að lægra hlutfall hafi verið óveitt af hámarksaflanum í byrjun þessa árs en var í fyrra er nú gert ráð fyrir að sjávarafurðaframleiðsla dragist saman um rúmlega 2%, en gert var ráð fyrir 5% samdrætti í janúarspánni. Horfur í útflutningi annarrar iðnaðarvöru eru góðar og heldur betri en í síðustu spá. Þar hefur framleiðsla lyfja, lækningartækja og tækja til matvælavinnslu verið leiðandi á síðustu árum. Búist er við all- verulegri magnaukningu útflutnings þessara vörutegunda. Á þessu ári mun einnig bætast við útflutningur á aflþynnum frá nýrri verksmiðju á Akureyri. Erfiðara er að meta hvernig ýmis annar iðnaðarútflutningur muni þróast á þessu ári og þeim næstu en þó má ætla að sögulega lágt raungengi skapi tækifæri til aukins útflutnings á flestum sviðum. Horfur á viðskiptakjarabata á þessu ári Hækkandi útflutningsverð mun hafa jákvæð áhrif á viðskiptakjör. Þar ræður mestu mikil verðhækkun á áli sem vegur tæplega 40% af vöruútflutningi en verðhækkun sjávarafurða hefur einnig áhrif þótt minni sé, enda er vægi sjávarútvegs svipað og áls í útflutningi. Á móti hækkunum á útflutningsvörum vegur hækkun innflutningsverðs. Þar vegur þyngst innflutningur hrávöru s.s. til áliðnaðar, aðföng til ýmissar atvinnustarfsemi og eldsneytisinnflutningur. Verð á aðföngum til álframleiðslu hefur tilhneigingu til að breytast í svipuðum takti og álverðið sjálft en heimsmarkaðsverð á olíuvörum hefur einnig áhrif. Þá er hlutur almennra iðnaðarvara, neysluvara og fjárfestingarvara stór. Hækkun þeirra er þó áætluð mun minni, að jafnaði svipuð og almenn verðlagshækkun í viðskiptalöndunum eða um 2%. Erfiðara er að áætla viðskiptakjör á þjónustuliðum en í megin- dráttum má ætla að breytingar á viðskiptakjörum ráðist af afstæðu verði í tekjum af erlendum ferðamönnum og gjöldum vegna ferða Íslendinga erlendis. Þegar þessi atriði eru vegin saman er útlit fyrir að viðskiptakjör vöru muni batna töluvert á þessu ári en viðskiptakjör þjónustu standa í stað eða lækka nokkuð milli ára. Í heild má gera ráð fyrir að viðskiptakjör batni um 5,5% á þessu ári og vegur þar hækkun álverðs einna þyngst. Gert er ráð fyrir áframhaldandi bata á næsta ári eða um 2% og um ½% bata á árinu 2012. Heimildir: The Economist, Seðlabanki Íslands. Vísitala, janúar 2000 = 100 Mynd II-11 Hrávöruverð á heimsmarkaði og útflutningsverð Íslands Janúar 2000 - ágúst 2009 Öll hrávara án eldsneytis Útflutningsverð (ál og sjávarafurðir) 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 90 95 100 105 110 115 120 125 130 1.250 1.500 1.750 2.000 2.250 2.500 2.750 3.000 3.250 Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands. Jan. 1999 = 100 Mynd II-10 Verð á sjávarafurðum og áli Í erlendum gjaldmiðli Verð sjávarafurða alls (v. ás) Álverð (h. ás) - Spá - $/tonn ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99 1. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Framlag helstu undirliða til árs- breytinga viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn „annað“ er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breytingar frá fyrra ári (%) Mynd II-11 Viðskiptakjör og framlag undirliða 2000-20121 Viðskiptakjör vöru og þjónustu Sjávarafurðaverð Álverð Hrávöruverð Olíuverð Annað -15 -10 -5 0 5 10 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.