Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 25

Peningamál - 01.05.2010, Qupperneq 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 25 III Fjármálaleg skilyrði Vextir hafa almennt farið lækkandi í takt við lækkun vaxta Seðlabankans. Þrátt fyrir það hefur gengi krónunnar heldur styrkst það sem af er ári. Á sama tíma hefur verulega dregið úr vexti peningamagns í umferð. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja eru enn erfið, en aðgerðir stjórnvalda og bankakerfisins til að létta á skuldabyrði og endur- skipuleggja skuldir hafa bætt fjármálaleg skilyrði þeirra. Vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í tvígang á þessu ári Nú eru útistandandi um 77,2 ma.kr. í 28 daga innstæðubréfum útgefn- um af Seðlabankanum en hámarksvextir á þeim hafa verið lækkaðir í tvígang frá útgáfu síðustu Peningamála í janúar, úr 9,75% í 8,75%. Vextir á viðskiptareikningum fjármálastofnana í Seðlabankanum hafa einnig verið lækkaðir úr 8,5% í 7,5%. Útlánsvextir bankans voru einnig lækkaðir með samsvarandi hætti: 7 daga veðlánavextir í 9% og daglánavextir í 10,5%. Þessar lækkanir voru í meginatriðum í sam- ræmi við væntingar markaðsaðila. Seðlabankinn dró úr ofgnótt lausafjár með útgáfu innstæðubréfa Lausafé í fjármálakerfinu jókst verulega strax í kjölfar hrunsins og safn- aðist upp í bankakerfinu. Þar fóru saman takmarkaður vilji fjármagns- eigenda til að taka áhættu, fjármagnshöft, takmarkað framboð ann- arra fjárfestingarkosta og ríkisábyrgð bankainnstæðna. Þessi ofgnótt lausafjár gerði það að verkum að skammtíma markaðsvextir fóru um tíma á síðasta ári niður fyrir lægstu vexti Seðlabankans og endurspegl- uðu því ekki það aðhald peningastefnunnar sem að var stefnt og hefði það getað grafið undan gengisstöðugleika. Til að vinna á móti þessu hóf bankinn útgáfu innstæðubréfa með mánaðar bindingu. Með því tókst að draga úr lausafé í umferð og eru markaðsvextir nú innan vaxtagangsins, þ.e. bilsins á milli daglánavaxta Seðlabankans og vaxta á viðskiptareikningum. Peningamagn í umferð er tekið að dragast saman Eftir fall bankanna og miklar breytingar á framboði sparnaðar- og fjárfestingarkosta í bankakerfinu sem fylgdu í kjölfarið, jukust inn- stæður í bankakerfinu mikið. Einnig jukust innstæður innlánsstofnana í Seðlabankanum sem kemur fram sem aukning grunnfjár. Af því að bankarnir færðu laust fé af innstæðureikningum í Seðlabankanum og yfir í fyrrnefnd innstæðubréf með mánaðar bindingu hafði útgáfa þeirra þau áhrif að grunnfé Seðlabankans tók að dragast saman aftur. Þá má sjá að undir lok síðasta árs tók peningamagn í umferð einnig að dragast saman á milli ára eftir mikla aukningu árin á undan (ítarlegri umfjöllun um þróun efnahagsreiknings Seðlabankans og pen- ingamagns er að finna í rammagrein III-2). Samdráttinn má einkum rekja til breytinga á innlánum með minnstu bindingu. Enn vantar nokkuð upp á að ítarleg gögn um þróun útlána bankakerfisins liggi fyrir en þessi sam- dráttur peningamagns bendir til þess að útlánastarfsemi bankakerfis ins sé enn með hægara móti. Eins og rakið verður nánar hér að neðan, endurspeglar það erfið skilyrði heimila og fyrir tækja, ásamt því að endurskipulagningu á efnahag bankanna sjálfra er ekki að fullu lokið. Mynd III-1 Vextir Seðlabanka og skammtíma markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2009 - 30. apríl 2010 % Vextir á veðlánum Daglánavextir á millibankamarkaði Meðalávöxtun tekinna tilboða við útgáfu ríkisvíxla1 Viðskiptareikningar Daglánavextir Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 1. Þar sem velta á eftirmarkaði með ríkisvíxla er lítil er hér eingöngu um ávöxtunarkröfu í útboðum ríkisvíxla að ræða. Heimild: Seðlabanki Íslands. 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 OSÁJJMAMFJ N D J F M A 2009 2010 Mynd III-2 Peningamagn í umferð September 2003 - desember 2009 Ma. kr. M1 M2 M3 Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1.800 200920082007200620052004‘03 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 AMFJD M.kr. Mynd III-3 Velta á millibankamarkaði með krónur Daglegar tölur 1. desember 2008 - 30. apríl 2010 Heimild: Seðlabanki Íslands. ÁJJM O N D J F M AS 2009‘08 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.