Peningamál - 01.05.2010, Side 44

Peningamál - 01.05.2010, Side 44
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 44 Þegar undirliðir einkaneyslu á Íslandi eru bornir saman við und- irliði einkaneyslu í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Kanada og Svíþjóð á árunum 1992-2007 kemur í ljós að allir undirþættirnir, að frátalinni hálfvaranlegri neysluvöru, sveiflast mest á Íslandi.5 Sveiflurnar eru næstmestar í Danmörku. Áhugavert er að sveiflurnar eru meiri á Norðurlöndunum en í hinum ríkjunum í samanburðinum. Kenningar hagfræðinnar um neysluákvarðanir heimila Samkvæmt kenningunni um varanlegar tekjur (e. permanent income hypothesis) ræðst einkaneysla af væntum núvirtum ævitekjum. Þegar tekjur eru meiri en vænst var auka heimili sparnað sinn en einkaneysla helst stöðug. Á sama hátt þurfa heimili að ganga á sparnað eða auka lántöku til að viðhalda einkaneyslunni ef tekjur eru minni en áætlað var. Þannig nota heimilin sparnað og lántökur til að jafna einkaneyslu yfir tíma. Þessi hegðun er þekkt sem kenningin um jöfnun neysluútgjalda (e. consumption smoothing hypothesis) og er meginhugmyndin á bak við kenninguna um varanlegar tekjur hjá Modigliani og Brumberg (1954) og Friedman (1957) og grunn- hugmynd allrar nútímahagfræði um neysluákvarðanir heimila. Sam- kvæmt þessum kenningum ættu sveiflur í einkaneyslu að vera minni en sveiflur í tekjum og landsframleiðslu. Ástæður meiri sveiflna í einkaneyslu á Íslandi Ástæður mikilla sveiflna í einkaneyslu hér á landi geta verið marg- víslegar. Sveiflukennd einkaneysla gæti t.d. endurspeglað almennt sveiflukenndari þjóðarbúskap sem t.d. gæti helgast af smæð og uppbyggingu íslensks þjóðarbúskapar (sjá t.d. umfjöllun í grein Þór- arins G. Péturssonar, 2010). Tiltölulega einhæf atvinnuuppbygging sem jafnan fylgir smáum þjóðarbúskap gerir þjóðarbúinu erfiðara fyrir að takast á við mikil fjárfestingaráform, auk þess sem einstaka atvinnugrein og áföll innan hennar geta haft hlutfallslega mikil áhrif á þróun þjóðarbúskaparins í heild. Einnig er líklegt að fjármálakerfi smærri ríkja séu vanþróaðri þar sem fjármálaafurðir eru fábreytt- 5. Ekki fengust upplýsingar um alla undirliði einkaneyslu fyrir öll ríkin, t.a.m. vantar upplýsingar um þjónustuútgjöld fyrir Kanada og Svíþjóð, hálfvaranlega einkaneyslu fyrir Bandaríkin og óvaranlega og hálfvaranlega einkaneyslu fyrir Frakkland. Gögn fyrir Bandaríkin byrja árið 1997 og árið 1995 fyrir Svíþjóð. Upplýsingar um undirliði einkaneyslu fengust ekki fyrir önnur ríki. Vægi iðnaðarvara í Vægi hrávara og matvæla í vöruútflutningi vöruútflutningi Ástralía 18% 75% Danmörk 65% 32% Finnland 81% 18% Grikkland 51% 46% Ísland 19% 80% Írland 84% 12% Kórea 89% 11% Mexikó 76% 24% Nýja-Sjáland 30% 67% Noregur 16% 81% Spánn 76% 23% Svíþjóð 77% 17% Tyrkland 41% 9% Bretland 75% 20% OECD-ríki 69% 26% Heimild: Gagnagrunnur Sameinuðu þjóðanna. Tafla 2 Samsetning utanríkisviðskipta fyrir árið 2006 1. Gögn eru árstíðarleiðrétt og síuð með Baxter-King tíðnisíu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Reuters Ecowin. % Mynd 4 Staðalfrávik sundurliðaðrar einkaneyslu fyrir nokkur ríki1 Varanleg Óvaranleg Hálfvaranleg Þjónusta 0 2 4 6 8 10 12 Sv íþ jó ð K an ad a Ís la nd Fi nn la nd Fr ak kl an d D an m ör k Ba nd a- rík in Br et la nd

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.