Peningamál - 01.05.2010, Side 47

Peningamál - 01.05.2010, Side 47
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 47 V Fjármál hins opinbera Frá síðustu útgáfu Peningamála hefur þrennt orðið til þess að bæta horfur í fjármálum hins opinbera. Í fyrsta lagi er útlit fyrir lægri vaxta- kostnað af Icesave-skuldbindingum en áður hafði verið gert ráð fyrir, í öðru lagi minnkar sala bankanna til kröfuhafa vaxtakostnað þótt ekk- ert sé enn fast í hendi, og í þriðja lagi sýna nýjar tölur Hagstofu Íslands hærri skatttekjur en gert var ráð fyrir og meiri samdrátt samneyslu í fyrra en bráðabirgðatölur bentu til. Afkomuhorfur eru því betri en áður var talið, sem léttir á skuldastöðunni og dregur úr þörf fyrir frek- ari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Aukið aðhald er þó enn nauðsyn- legt og verða aðgerðir til að ná því fram mótaðar við gerð fjárlaga fyrir árið 2011. Aðhaldsaðgerðir sem ráðist er í til að ná fram markmiðum efnahagsáætlunarinnar auka á efnahagssamdráttinn til skamms tíma, þar sem samdráttur útgjalda dregur úr innlendri eftirspurn á sama tíma og hærri skattar draga úr ráðstöfunartekjum, en jákvæð frávik frá markmiðum efnahagsáætlunarinnar um afkomu og skuldahlutfall verða að hluta nýtt til þess að styðja við efnahagsbatann. Samneyslan í samræmi við stefnuyfirlýsingar … Samneyslan dróst saman um 3% að magni til á síðasta ári sem er tölu- vert meiri samdráttur en Seðlabankinn spáði í síðustu Peningamálum, þegar gert var ráð fyrir 0,4% samdrætti á árinu. Sú spá tók mið af bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins. Í maí 2009 hafði bankinn hins vegar spáð 2,7% samdrætti samneyslu árið 2009 og tók sú spá mið af stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar sem bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir fyrri tvo fjórðunga ársins sýndu mun minni samdrátt og jafnvel vöxt voru þær spár sem komu í kjölfarið lagaðar að þeim upplýsingum. Samdráttur samneyslu eins og hann birtist í nýjustu gögnum er því í samræmi við þá stefnuyfirlýsingu sem gefin var út í apríl í fyrra. … og því er áframhaldandi samdrætti samneyslu spáð Í ljósi þess að samdráttur samneyslunnar á síðasta ári var í samræmi við stefnuyfirlýsingar tekur spáin mið af því að áætlanir stjórnvalda gangi að mestu eftir í ár. Það þýðir að mikill niðurskurður er fram- undan. Spá um samdrátt samneyslunnar hljóðar nú upp á 3% í ár og 3,5% á því næsta. Gangi spáin eftir hefur samneyslan aldrei fyrr dreg- ist svo mikið saman og aldrei áður mörg ár í röð. Að magni til verður samneyslan árið 2011 svipuð og á árinu 2006. Mikil óvissa um vaxtakostnað Mikil óvissa er um vaxtakostnað ríkissjóðs í tengslum við Icesave- skuldbindingarnar. Lögum um ríkisábyrgð á samning þar sem kveðið var á um fasta 5,5% vexti hefur nú verið hafnað í þjóðaratkvæða- greiðslu og frekari samningum er enn ólokið. Í fyrri spám Peningamála um afkomu hins opinbera hefur verið gert ráð fyrir vaxtakostnaði sem tók mið af ofangreindum vaxtakjörum og að skuldbindingin væri vaxtaberandi frá byrjun árs 2009 líkt og samningurinn sagði til um. Komi til þess að fyrstu árin verði vaxtalaus samkvæmt nýjum samn- ingi, hefði það veruleg áhrif á afkomu hins opinbera á spátímanum. Mynd V-1 Þróun samneyslu að raun- og nafnvirði 1. ársfj. 1995 - 2. ársfj. 20131 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 30 35 40 45 50 55 60 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 Ma.kr. Samneysla að nafnvirði (v. ás) Samneysla að nafnvirði - árstíðarleiðrétt (v. ás) Samneysla að raunvirði (h. ás) Samneysla að raunvirði - árstíðarleiðrétt (h. ás) Mynd V-2 Þróun opinberrar fjárfestingar að raunvirði 1. ársfj. 1995 - 2. ársfj. 20131 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 2. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2013. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 5 10 15 20 25 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 Fjárfesting að raunvirði Fjárfesting að raunvirði - árstíðarleiðrétt

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.