Peningamál - 01.05.2010, Page 57

Peningamál - 01.05.2010, Page 57
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 57 VII Ytri jöfnuður Viðskiptahallinn á árinu 2009 mældist mun minni en á árinu áður, var neikvæður um 50 ma.kr. eða 3,3% af vergri landsframleiðslu. Afgangur var á vöru- og þjónustuviðskiptum en 161 ma.kr. halli var á jöfnuði þáttatekna. Í þeim tölum eru meðtaldar reiknaðar vaxtatekjur og áfallin gjöld vegna innlánsstofnana í slitameðferð. Þar sem þessar tekjur og gjöld endurspegla ekki eiginlegt gjaldeyrisflæði heldur eru að mestu reiknaðar stærðir sem þurrkast út þegar þrotabúin verða gerð upp, er eðlilegt að horfa fram hjá þeim við greiningu á ytri jöfnuði. Án þeirra var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 3% á árinu 2009. Jákvæð þróun á vöru- og þjónustujöfnuði … Vöruskiptajöfnuðurinn var jákvæður allt síðasta ár, að janúarmánuði undanskildum, mælt á föstu gengi. Árssamdráttur innflutnings náði hámarki um mitt síðasta ár en heldur hafði dregið úr honum undir lok ársins. Í desember jókst innflutningur á milli ára á föstu gengi. Í heild dróst verðmæti innflutnings saman um 38% á árinu 2009, en um 24% að magni til. Útflutningsverðmæti dróst einnig töluvert saman á árinu 2009 eða um 20%, einkum vegna mikillar lækkunar á álverði og verði sjávarafurða. Útflutningur jókst hins vegar um rúmlega 6% að magni til. Á fyrsta fjórðungi þessa árs var afgangur á vöruskiptum við útlönd sem nam rúmlega 31 ma.kr. Þjónustuviðskiptin voru jákvæð á árinu 2009 um 33 ma.kr., en þjónustujöfnuður hefur ekki mælst jákvæður frá árinu 1997. Lítils háttar halli var á fyrsta ársfjórðungi, en frá þeim tíma hafa þjónustu- viðskiptin verið jákvæð. Auknar tekjur af samgöngum, ferðaþjónustu og annarri þjónustu eru meginskýring þessa viðsnúnings. Horfur eru á áframhaldandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskipt- um á þessu ári. Gert er ráð fyrir töluverðri hækkun útflutningsverðs, áframhaldandi lágu raungengi og horfur um alþjóðaviðskipti eru jákvæðar. Greiðslukortatölur hafa sýnt fram á fremur dræma byrjun ársins í ferðaþjónustu en útlit er fyrir gott vor og sumar, að því gefnu að eldgosið í Eyjafjallajökli dragi ekki úr tekjum af ferðamönnum. Því er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti vöru og þjónustu verði meira en í síðustu spá og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði muni samsvara allt að 10% af vergri landsframleiðslu á öllum spátímanum. … en þáttatekjuhallinn er enn töluverður Þrátt fyrir töluverðan afgang á vöru- og þjónustuviðskiptum í fyrra var mikill halli á þáttatekjujöfnuði. Viðskiptajöfnuður var því neikvæður um 3,3% af vergri landsframleiðslu á árinu. Þáttatekjuhallinn, sem nam 161 ma.kr. á árinu 2009, má einkum rekja til halla á vaxtajöfnuði. Hann var neikvæður um 172 ma.kr., en á móti kom að ávöxtun hlutafjár var jákvæð á árinu í heild. Í heild minnkaði þáttatekjuhallinn verulega frá árinu áður, eða um 5 prósent- ur, og nam 11% af landsframleiðslu. Minnkun þáttatekjuhallans skýrist einkum af mun minni halla á vaxtajöfnuði, hann fór úr 21% af landsframleiðslu á árinu 2008 í 11,5% af landsframleiðslu á árinu 2009, en vextir voru mun lægri á árinu 2009 en á árinu 2008. Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 2001 - 4. ársfj. 2009 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 200920082007200620052004200320022001 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2005 - mars 2010 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 201020092008200720062005 Mynd VII-3 Hreinar erlendar vaxtatekjur 1. ársfj. 1999 - 4. ársfj. 2009 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur, % af VLF (h. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (v. ás) Ma.kr. -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.