Peningamál - 01.05.2010, Page 59

Peningamál - 01.05.2010, Page 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 59 Áfallnir vextir innlánsstofnana í slitameðferð skekkja myndina af þróun vaxtajafnaðar Eins og fram kom hér að ofan má einkum rekja þáttatekjuhallann á síðasta ári til halla á vaxtajöfnuði. Vegna sérstakra aðstæðna endur- speglar vaxtajöfnuðurinn hins vegar ekki raunverulegt flæði fjármagns á tímabilinu. Stór hluti vaxtagjaldanna eru ógreiddir áfallnir vextir inn- lánsstofnana í slitameðferð. Mikill hluti þessara vaxtagreiðslna verður væntanlega aldrei greiddur og mun hverfa úr opinberum tölum um þáttatekjur þegar gjaldþrotaferli þessara stofnana lýkur. Til að fá betri mynd af raunverulegu greiðsluflæði til og frá landinu á tímabilinu og skuldbindingum um framtíðargreiðsluflæði er því gagnlegt að horfa á þáttatekjuhallann án þessara innlánsstofnana, sem kallaður er undir- liggjandi viðskiptajöfnuður. Í tveimur undanförnum útgáfum Peningamála hefur undirliggj- andi viðskiptajöfnuður verið birtur samhliða opinberum viðskiptajöfn- uði. Við mat á undirliggjandi jöfnuði í þeim útgáfum var þó ekki ein- ungis litið fram hjá innlánsstofnunum í slitameðferð heldur einnig fram hjá áföllnum vaxtagjöldum og -tekjum af erlendum lánum fyrirtækja þar sem ófullkomnar upplýsingar lágu fyrir. Þessi upplýsingagjöf hefur nú verið bætt og því er ekki lengur þörf á að taka sérstakt tillit til þessara lána. Þau eru því ekki lengur undanskilin þegar undirliggjandi viðskiptajöfnuður er metinn. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður undan- skilur því einungis reiknaðar vaxtatekjur og áfallin gjöld vegna innláns- stofnana í slitameðferð. Þegar að uppgjöri þrotabúana kemur verður hins vegar væntanlega til hrein skuld við erlenda aðila sem mun hafa í för með sér hreinar vaxtagreiðslur til útlanda. Óvíst er hvenær að því kemur, en það gæti gerst undir lok spátímans.1 Viðskiptahalli minnkar umtalsvert á árinu Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um 120 ma.kr. á árinu 2009 en þáttatekjuhallinn að viðbættum rekstrarframlögum nam 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuðurinn var því neikvæður um 50 ma.kr., eða 3,3% af vergri landsframleiðslu, eins og áður hefur verið rakið. Ef leið- rétt er fyrir ofangreindum þáttum verður viðskiptajöfnuðurinn hins vegar jákvæður um 45 ma.kr. eða sem nemur 3% af vergri landsfram- leiðslu. Horfur eru á verulegum afgangi á vöru- og þjónustujöfnuði á þessu ári, því að gert er ráð fyrir að innlend eftirspurn haldist veik, innflutningur aukist hóflega og útflutningsverðmæti aukist töluvert sökum hærra útflutningsverðs og aukinna tekna af ferðamennsku. Á móti vegur halli á þáttatekjum. Fyrir árið í heild er gert ráð fyrir að við- skiptajöfnuður samkvæmt opinberu uppgjöri verði neikvæður um sem nemur tæplega 12 ma.kr. eða 0,6% af vergri landsframleiðslu, en að undirliggjandi viðskiptajöfnuður verði jákvæður um rúman 81 ma.kr. eða 5% af vergri landsframleiðslu. Ógreiddir áfallnir vextir vegna innlánsstofnana í slitameðferð vega því þungt í opinberum tölum um viðskiptajöfnuð. Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 2000-20121 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2010-2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður Undirliggjandi viðskiptajöfnuður Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Þess ber einnig að geta að það er mikil óvissa varðandi áhrif eignarhaldsfélaga í slitameð- ferð á þróun viðskiptajafnaðarins, en ekki hefur verið tekið sérstakt tillit til þess í þessari spá.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.