Peningamál - 01.05.2010, Page 64

Peningamál - 01.05.2010, Page 64
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 0 • 2 64 ustu könnun í september og námu 5%, miðað við miðgildi svara. Einungis 27% fyrirtækja sem tóku afstöðu væntu þess að verðbólga yrði lægri en 4% að tveimur árum liðnum. Í ljósi þess að verðbólguspár Seðlabankans og annarra greiningaraðila gera ráð fyrir að verðbólga muni halda áfram að hjaðna eftir því sem áhrif efnahagsslakans áger- ast er athyglisvert að verðbólguvæntingar fyrirtækja til tveggja ára eru hærri en væntingar þeirra til eins árs. Ein möguleg túlkun er að þessar væntingar endurspegli væntingar um lækkun gengis krónunnar við afléttingu gjaldeyrishafta. Sú túlkun samrýmist hins vegar illa því sem einnig kemur fram í könnuninni að fyrirtæki vænti almennt að gengi krónunnar haldist stöðugt eða styrkist á þessu tímabili. Í annarri könnun Capacent Gallup frá því í mars og apríl sl. voru verðbólguvæntingar heimila til eins og tveggja ára kannaðar. Heimilin væntu þess að verðbólga yrði 8% eftir eitt ár, samkvæmt miðgildi svara, sem er tveggja prósenta lækkun frá því í desember. Verðbólguvæntingar til tveggja ára hafa hins vegar hækkað um hálfa prósentu frá síðustu könnun og námu nú 6,5%. Verðbólguvæntingar heimila hafa verið afar háar undanfarin misseri og ekki lægri en 10% síðan í mars 2008 en töluverð fylgni virðist á milli væntinganna og verðbólgustigs á hverjum tíma. Einnig er mögulegt að þessar vænt- ingar endurspegli frekar væntingar um verðlagsþróun á vörum með mikla veltu eins og t.d. dagvöru sem hefur hækkað mikið í verði undanfarin misseri. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafa einnig farið minnkandi það sem af er þessu ári. Verðbólguálagið út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa gefur vísbendingu um að verðbólguvæntingar til næstu fimm ára séu tæplega 3½% og rúm 2½% þegar horft er lengra fram á veginn (væntingar til fimm ára eftir fimm ár, þ.e. um meðalverðbólgu áranna 2015-2020). Þennan mælikvarða á verðbólguvæntingar ber þó að túlka með nokkrum fyrirvara því að vaxtamunurinn endurspeglar ekki eingöngu vænta framtíðarverðbólgu heldur einnig áhættuþóknun vegna óvissu um verðbólguhorfur, sem ætla má að hafi einnig aukist. Verðbólguálagið gefur þó vísbendingu um að langtíma verðbólguvæntingar á markaði séu að komast í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið eftir að hafa aftengst því með afgerandi hætti í aðdraganda hrunsins og í kjölfar þess. Svipaða niðurstöðu má einnig lesa út úr langtíma nafnvaxtamun gagnvart útlöndum, eins og rakið er í kafla III, en hann virðist í ágætu samræmi við markmiðið þegar tekið hefur verið tillit til áhættuþókn- unar á íslensk ríkisskuldabréf. Eins og fyrr segir, eru verðbólguvænting- ar heimila og fyrirtækja þó eftir sem áður nokkru meiri en samrýmist verðbólgumarkmiðinu sem er áhyggjuefni. Verðbólga hefur verið nokkru meiri en spáð var Verðbólga var 7,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs en í síðustu Peningamálum var búist við 7,1% verðbólgu. Horfur eru á að hún verði einnig heldur meiri á öðrum ársfjórðungi en spáð var eða 7,4% í stað 6,8%. Má rekja það að mestu til meiri hækkunar alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs, minni lækkunar íbúðaverðs og minni fram- leiðsluslaka í þjóðarbúskapnum en gengið var út frá í þeirri spá. Undirliggjandi verðbólga nam 6,1% á fyrsta ársfjórðungi en spáð Prósentur Mynd VIII-7 Launaþróun og framlag innlendrar vöru og almennrar þjónustu til árshækkunar vísitölu neysluverðs 1. Miðað er við innlendar vörur án búvöru og grænmetis auk almennrar þjónustu. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Innlendir liðir (v. ás)1 Laun (h. ás) Breyting milli ára (%) -1 0 1 2 3 4 5 -4 0 4 8 12 16 20 ‘10200920082007200620052004 Mynd VIII-8 Undirliðir verðbólgu janúar 2007 - apríl 2010 Framlag einstakra undirliða til verðbólgu 12 mánaða breyting (%) Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2010200920082007 12 mánaða verðbólga (%) Mynd VIII-9 Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila til eins árs Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja Verðbólguvæntingar almennings Heimild: Capacent Gallup. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 ‘102009200820072006200520042003

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.