Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 4
4
GLÓÐAFEYKIR
innar. Fólkið krafðist lýðræðis í stað erlends einveldis og þvi var það í
algjöru samræmi, að upp risu lýðræðisleg verzlunarsamtök Islandinga
sjálfra í stað þeirrar erlendu verzlunareinokunar, senr þjóðin hafði
stunið undan margar aldir.
íslendingar fundu það fljótlega, að samvinnufélagsskapurinn gat
verið áhrifamikið tæki í lífsbaráttu þeirra og þess var því ekki langt að
bíða að samvinnufélögin breiddust út. Þegar kom fram á aldamóta-
árið 1900 var búið að stofna í landinu 10 félög, sem öll lifa og dafna
enn þann dag í dag. Samvinnufélögunum hefur síðan haldið áfram að
fjölga og í dag munu vera starfandi 49 kaupfélög innan vébanda
Sambands íslenzkra samvinnufélaga, heildarsamtakanna, sem kaup-
félögin stofnuðu 1902.
Þróun samvinnuhreyfingarinnar hefur ekki eingöngu orðið hröð og
vöxtur hennar mikill vegna þess fjölda kaupfélaga, sem stofnuð hafa
verið um landið allt, svo og stofnunar Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, heldur hefur vöxtur hennar og viðgangur fyrst og fremst orðið
mikill vegna þess mikla fjölda verkefna, sem félagsmennirnir hafa falið
samvinnuhreyfingunni að inna af hendi. Ólíkt því, sem víðast gerist
erlendis, er hin íslenzka samvinnuhreyfing blönduð hreyfing fram-
leiðenda og neytenda og á það fyrirkomulag sér sögulegar rætur í
þeirri staðreynd, að hreyfingin var stofnuð af bændum, sem þurftu á
hinni fjölbreyttustu þjónustu að halda, og breiddist síðan einnig til
neytenda í þéttbýlinu. Það hefur svo enn ýtt undir vöxt samvinnu-
hreyfingarinnar, að fólkið í landinu, sérstaklega í dreifbýlinu, hefur
fundið í henni tæki til atvinnuuppbyggingar og bvggðajafnvægis og
þess vegna eru samvinnufélögin mikilvirkur þátttakandi í öllum
megin greinum atvinnulífsins. Ymsum finnst samvinnuhreyfingin
vera orðin of stór, að sjálfsögðu fyrst og fremst þeim, sem sjá eftir
glötuðum tækifærum til einkagróða, en samvinnufólkið getur vel við
unað og litið með stolti til öflugra kaupfélaga víðsvegar um landið og
heildarsamtaka þeirra, Sambandsins ásamt samstarfsfyrirtækjum.
Eitt hinna fyrstu kaupfélaga í landinu var Kaupfélag Skagfirðinga
á Sauðárkróki. Það mun hafa verið hið þriðja í röðinni, stofnað 1889,
og minnist því 90 ára afmælis síns um þessar mundir. Eg, sem þessar
línur rita, þarf ekki að gera sögu þess skil. Það gera aðrir einmitt um
þessar mundir, mér miklu kunnugri. Það er þó ljóst, að Kaupfélag
Skagfirðinga er eitt af traustustu forystufélögum íslenzkrar sam-
vinnuhreyfingar og ber öll merki þess mikla og göfuga starfs, sem
samvinnufólkið hefur unnið í fögrum byggðum Skagafjarðar í 90 ár.
Félagið rekur þróttmikla starfsemi á fjölmörgum sviðum. Það er