Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 7

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 7
GLÓÐAFEYKIR 7 starfsfólki félagsins sérstakar þakkir, fyrir fórnfús störf í þágu sam- vinnustarfsins í héraðinu. Störf þessa fólks er ríkasti þátturinn í vel- gengni félagsins, og sá samtakamáttur er skapast hefur milli starfs- manna og félagsmanna það afl, sem duga mun félaginu vel á ókomn- um árum, til farsældar bæði fyrir bæ og hérað. Ávallt eru að koma fram óskir frá félagsmönnum, að Kaupfélagið fjölgi atvinnutækifærum í héraðinu, bryddi uppá nýjum starfsgrein- um eða auki það sem fyrir er. Það er sama hvert litið er, alls staðar blasa verkefnin við og meðan svo er, þá þarf Kaupfélag Skagfirðinga engu að kvíða um framtíðina. Að lokum skal sú ósk fram borin félaginu til handa, á þessum tímamótum, að það megi ávallt þjóna félagsmönnum sínum og öðrum héraðsbúum dyggilega, vera í forystu um uppbyggingarstarf í hérað- inu, og stuðlað þannig að bættu mannlífi í Skagafirði.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.